Skilmálar Apple fyrir þjónustumiðlun

Skilmálar þessir mynda samning milli þín og Apple („samningurinn“). Vinsamlega lestu samninginn vandlega. Til að staðfesta skilning þinn og samþykkja samninginn smelltu á „samþykkja“.

A. KYNNING Á ÞJÓNUSTU OKKAR

Samningurinn gildir um notkun þína á þjónustum Apple („þjónusturnar“), þar sem þú getur keypt, náð í, fengið leyfi fyrir, leigt eða gerst áskrifandi að fjölmiðlum, smáforritum („smáforrit“), og annarskonar in-app þjónustum („efnið“). Í þjónustunum felst: iTunes Store, App Store, iBooks Store, Apple Music og Apple News. Með því að stofna reikning til notkunar á þjónustunum á Íslandi ert þú að tilgreina það sem búsetuland í skattalegum tilgangi („heimaland“). Þjónustan er aðgengileg þér til notkunar í heimalandinu auk allra annarra aðildarríkja ESB sem þú hefur dvelur í tímabundið. Til að nota þjónusturnar okkar þarftu samrýmanlegan vélbúnað, hugbúnað (mælt er með nýjustu útgáfu og er hún stundum nauðsynleg) og aðgang að veraldarvefnum (komið getur til gjaldtöku). Þessir þættir geta haft áhrif á virkni þjónustnanna.

B. NOTKUN Á ÞJÓNUSTUNNI OKKAR

GREIÐSLA, SKATTAR OG ENDURGREIÐSLA

Þú getur náð í efni í gegnum þjónustur okkar ókeypis eða gegn gjaldi, í báðum tilvikum er vísað til „viðskiptanna“. Með hverjum viðskiptum færðu eingöngu leyfi til að nota efnið. Hver viðskipti fela í sér rafrænan samning á milli þín og Apple og/eða þín og aðilans sem veitir efnið í þjónustunum. Hinsvegar, ef þú ert viðskiptavinur Apple Distribution International og nærð í smáforrit eða bók, er Apple Distribution International skráður seljandi; þetta þýðir að þú nærð í efni frá Apple Distribution International og leyfið er veitt af smáforritaveitanda (eins og skilgreint er hér að neðan) eða bókaútgefanda. Við fyrstu viðskipti munum við biðja þig að velja hversu oft við eigum að óska eftir lykilorði þínu í framtíðarviðskiptum. Ef þú virkjar Touch ID fyrir viðskipti munum við biðja þig að sannvotta öll viðskipti með fingrafari þínu. Þú getur stjórnað lykilorðastillingum þínum hvenær sem er með því að fylgja þessum leiðbeiningum: https://support.apple.com/en-us/HT204030. Apple mun skuldfæra greiðslumáta þinn (svo sem kreditkort, debetkort, gjafakort/kóða, eða annars konar greiðslumáta sem er aðgengilegur í þínu heimalandi) fyrir hver greidd viðskipti, þar á meðal hverskonar skatta eftir því sem við á. Ef þú pantar efni fyrirfram verður skuldfært þegar efnið hefur verið afhent þér (nema þú hafir afpantað áður en efnið er gert aðgengilegt). Apple kann að uppfæra upplýsingar um greiðslumáta ef fjármálastofnun þín veitir slíkar upplýsinga, í samræmi við gildandi lög. Fyrir nánari upplýsingar um það hvernig rukkað er fyrir viðskipti vinsamlega farðu inn á http://support.apple.com/kb/HT5582. Þú samþykkir móttöku allra reikninga á rafrænu formi, sem getur falið í sér tölvupóst. Verð fyrir efni getur breyst hvenær sem er. Ef tæknileg vandamál koma í veg fyrir eða valda óeðlilegum töfum á afhendingu efnis, er eina úrræðið þitt annað hvort ný afhending eða endurgreiðsla, eftir því sem sem Apple ákveður. Apple getur þó í einstaka tilvikum hafnað beiðni um endurgreiðslu ef við finnum vísbendingar um svik, misnotkun á endurgreiðslu, eða annarskonar hegðun sem veitir Apple rétt til samsvarandi gagnkröfu. Skilmálar tengdir gjafakortum/kóðum eru aðgengilegir hér: https://www.apple.com/legal/internet-services/itunes/giftcards/.

APPLE ID

Til að nota þjónusturnar og fá aðgang að efninu þínu þarftu Apple ID. Apple ID er reikningurinn sem þú notar yfir kerfi Apple. Þitt Apple ID er verðmætt og þú ert ábyrg/ur fyrir að viðhalda trúnaði um það og tryggja öryggi. Apple er ekki ábyrgt fyrir hvers konar tjóni sem hlýst af óleyfilegri notkun á þínu Apple ID. Vinsamlega hafðu samband við Apple ef þig grunar að þínu Apple ID hafi verið stefnt í voða.

Þú verður að vera 13 ára (eða sem samsvarar lágmarksaldri í þínu heimalandi, eins og fram kemur í skráningarferlinu) til að búa til Apple ID og nota þjónusturnar okkar. Foreldri eða forráðamaður getur útbúið Apple ID fyrir einstaklinga undir þessum aldri með því að nota fjölskyldusamnýtingu sem og samþykkt menntastofnun.

FRIÐHELGI

Notkun þín á þjónustunum er háð reglum Apple um meðferð persónuupplýsinga, sem eru aðgengilegar á: https://www.apple.com/legal/privacy/.

REGLUR UM NOTKUN ÞJÓNUSTA OG EFNIS

Notkun þín á þjónustunum og efninu verður að vera í samræmi við reglur sem settar eru fram í þessum hluta („notendareglur“). Hvers kyns önnur notkun á þjónustunum og efninu telst meiriháttar brot á þessum samningi. Apple má hafa eftirlit með notkun þinni á þjónustunum og efninu til að tryggja að þú sért að fylgja þessum notkunarreglum.

Allar þjónustur:

- Þú mátt aðeins nota þjónusturnar og efnið í persónulegum en ekki viðskiptalegum tilgangi (nema eins og útlistað er í hlutanum App Store efni hér að neðan)

- Afhending Apple á efninu felur ekki í sér yfirfærslu á rétti til notkunar í auglýsingaskyni, og felur ekki í sér heimild eða afsal á einhvers konar réttindum höfundarétthafa.

- Þú getur notað efni frá allt að fimm mismunandi Apple ID á hverju tæki.

- Það er á þína ábyrgð að týna ekki, eyðileggja eða skemma efni sem hefur verið halað niður. Við hvetjum þig til að taka afrit af efninu þínu reglulega.

- Þú mátt ekki eiga við eða fara á svig við hvers konar öryggistækni sem er innifalin í þjónustunum.

- Þú mátt nálgast þjónustur okkar með því einungis að nota Apple hugbúnað og mátt ekki breyta eða nota breyttar útgáfur af slíkum hugbúnaði.

- Myndbönd efni þarfnast HDCP tengingar.

Efni iTunes Store:

- Þú getur notað Digital Rights Management (DRM) – ókeypis efni á skynsamlegum fjölda af samrýmanlegum tækjum sem þú átt eða stjórnar. DRM-verndað efni er hægt að nota á allt að fimm tölvum og ótakmörkuðum fjölda af tækjum sem þú samræmir (e. sync) við þessar tölvur.

- Hægt er að skoða leigt efni á einu tæki á hverjum tíma, og verður að spila það innan 30 daga, og verður spilun að vera lokið innan 24 til 48 klukkustunda eftir að spilun hefst eftir því hvaða efni er í boði á þjónustunum í þínu heimalandi (stopp, pása eða endurræsing framlengir ekki þetta tímabil).

- Þú mátt brenna hljóðlista á geisladisk í þeim tilgangi að hlusta á hann allt að sjö sinnum (þessi takmörkun á ekki við um DRM-frítt efni). Þú mátt nota hljóðdiskinn sem þú hefur brennt efnið á með sama hætti og hljóðdisk sem þú kaupir í smásölu, með þeim takmörkunum sem leiðir af viðeigandi höfundaréttarlöggjöf.

Efni App Store:

- Hugtakið „smáforrit“ felur í sér smáforrit, iMessage og Apple Watch smáforrit, in-app kaup, framlengingar (svo sem lyklaborð), límmiða, og áskriftir aðgengilegar í smáforriti.

- Þú getur notað smáforrit á hvaða tæki sem þú átt eða stjórnar.

- Einstaklingar sem koma fram fyrir hönd fyrirtækja, opinberra stofnana eða menntastofnana („fyrirtæki“) mega hala niður og samræma smáforrit til notkunar fyrir annað hvort (i) einn einstakling á eitt eða fleiri tæki sem er í eigu eða er stjórnað af fyrirtæki; eða (ii) marga einstaklinga á eitt sameiginlegt tæki sem er í eigu eða stjórnað af fyrirtæki. Til að koma í veg fyrir misskilning þá þarf sérstakt leyfi fyrir hvert tæki sem er notað í röð eða sameiginlega af mörgum notendum.

Efni iBooks Store:

- Þú getur notað DRM-frítt efni á hvaða samrýmanlegt tæki sem þú átt eða stjórnar. DRM-verndað efni er hægt að nota á allt að fimm tölvur og fyrir ótakmarkaðan fjölda af tækjum sem þú samræmir við þessar tölvur.

- Þú mátt ekki brenna iBooks Store efni á disk.

Apple Music:

- Þú getur notað Individual Apple Music aðild á allt að 10 tæki (þar af mega aðeins vera fimm tölvur).

- Individual Apple Music aðild gerir þér kleift að streyma á einu tæki á hverjum tíma; aðild að fjölskyldusamnýtingu gerir þér eða fjölskyldumeðlimum þínum kleift að streyma á allt að sex tækjum á hverjum tíma.

NIÐURHAL Á ÁÐUR SÓTTU EFNI

Þér gæti staðið til boða að hala aftur niður áður sóttu efni („endurhal“) á tækin þín sem eru skráð með sama Apple ID („tengd tæki“). Þú getur séð hvaða efni hægt er að hala aftur niður í heimalandi þínu á https://support.apple.com/en-us/HT204632. Það gæti verið að efni sé ekki aðgengilegt til að hala aftur niður ef ekki er lengur boðið upp á efnið í þjónustunum okkar.

Reglur um tengd tæki: Þú getur haft 10 tæki (en eingöngu að hámarki 5 tölvur) skráð með þínu Apple ID á hverjum tíma. Hverri tölvu verður jafnframt að vera heimilt að nota sama Apple ID (til að fræðast um leyfi fyrirtölvur farið inn á https://support.apple.com/en-us/HT201251). Hægt er að tengja tölvu við annað Apple ID einu sinni á 90 daga fresti.

ÁSKRIFTIR

Þjónusturnar og ákveðin smáforrit gætu heimilað þér að kaupa aðgang að efni eða þjónustum í áskrift („greiddar áskriftir“). Greiddar áskriftir endurnýjast sjálfkrafa þar til þeim er sagt upp í Manage Subscriptions hlutanum í stillingum á reikningnum þínum. Við munum tilkynna þér ef að verð á greiddum áskriftum hækkar og, ef nauðsynlegt er, leita eftir samþykki þínu til að halda áfram. Þú verður ekki gjaldfærð/gjaldfærður lengur en en 24 tíma fram að upphafi síðasta tímabils fyrir greiddar áskriftir. Ef okkur tekst af einhverjum ástæðum ekki að skuldfæra á greiðslumáta þinn (svo sem vegna gildistíma eða ónægrar innistæðu) og þú hefur ekki sagt upp greiddri áskrift berð þú ábyrgð á öllum ógreiddum upphæðum og munum við reyna að skuldfæra á greiðslumátann þegar þú kannt að uppfæra upplýsingar um greiðslumáta. Þetta gæti leitt til breytingar á upphafi næsta tímabils greiddrar áskriftar og gæti breytt greiðsludegi hvers tímabils. Tilteknar greiddar áskriftir kunna að bjóða þér upp á ókeypis prufutímabil áður en greiðslumáti þinn er skuldfærður. Ef þú ákveður að segja upp greiddri áskrift áður en að við byrjum að skuldfæra greiðslumáta þinn, segðu þá greiddu áskriftinni upp áður en ókeypis prufutímabilið tekur enda.

AÐGENGI AÐ EFNI OG ÞJÓNUSTU

Skilmálar í þessum samningi sem eiga við um þjónustur, tegundir af efni, eiginleika eða virkni sem ekki er aðgengilegt í þínu heimalandi eiga ekki við þig nema og þar til það verður aðgengilegt. Til að sjá tegundir efnis aðgengilegar í þínu heimalandi, farðu í þjónusturnar eða á https://support.apple.com/en-us/HT204411.

ÖNNUR TÆKI EN APPLE TÆKI

Ef þú notar þjónusturnar okkar í tæki sem ekki er Apple tæki er ekki víst að þú getir nálgast alla eiginleika eða tegundir af efni. Skilmálar þessa samnings sem tengjast óaðgengilegum eiginleikum eða tegundum efnis eiga ekki við um þig. Ef þú ákveður seinna að nálgast þjónusturnar okkar frá Apple tæki samþykkir þú að allir skilmálar þessa samnings munu gilda um notkun þína á slíku tæki.

C. FRAMLAG TIL ÞJÓNUSTU OKKAR

Þjónustur okkar gætu heimilað þér að leggja til efni svo sem athugasemdir, myndir, myndbönd og hlaðvarp (þar á meðal lýsigögn og listaverk). Notkun þín á slíkum eiginleikum verður að vera í samræmi við viðmiðunarreglur um efni sem lagt er til hér að neðan, sem kunna að vera uppfærðar annað slagið. Ef þú sérð efni sem uppfyllir ekki skilyrði framangreindra reglna, vinsamlega notaðu Report a Concern eiginleikann. Þú veitir Apple hér með endurgjaldslaust og óafturkallanlegt, án einkaréttar (non-exclusive) leyfi, um allan heiminn til að nota efnið sem þú leggur til innan þjónustnanna og tengdrar markaðssetningar. Apple má hafa eftirlit með og ákveða að fjarlægja eða breyta hvaða efni sem er lagt til.

Viðmiðunarreglur um framlag: Þú mátt ekki nota þjónusturnar til þess að:

- setja inn hvers konar efni sem þú hefur ekki heimild, rétt eða leyfi til að nota;

- setja inn hneykslanlegt, særandi, ólöglegt, villandi eða skaðlegt efni;

- setja inn persónu-, einka- eða trúnaðarupplýsingar sem tilheyra öðrum:

- óska eftir persónuupplýsingum frá ólögráða einstaklingi;

- villa á þér heimildir hvað varðar tengsl þín við aðra persónu, eða fyrirtæki;

- setja inn eða senda ruslpóst (e. spam), þar á meðal en ekki takmarkað við óumbeðnar eða óleyfilegar auglýsingar, auglýsingarefni eða auglýsinga tilkynningar;

- skipuleggja eða taka þátt í hvers konar ólöglegum eða sviksamlegum athöfnum.

D. FJÖLSKYLDUSAMNÝTING

Skipuleggjandi fjölskyldu („skipuleggjandinn“) verður að vera 18 ára eða eldri og foreldri eða forráðamaður hvers fjölskyldumeðlimsins sem er undir 13 ára aldri eða eða sem samsvarar lágmarksaldri í heimalandi þeirra (eins og fram kemur í skráningarferlinu). Apple tæki eru nauðsynleg til að hafa aðgang að öllum eiginleikum fjölskyldusamnýtingar.

Innkaupum deilt: Eiginleikinn „Purchase Sharing“ í fjölskyldusamnýtingu gerir þér kleift að deila gjaldgengu efni með allt að sex fjölskyldumeðlimum. Skipuleggjandinn býður öðrum fjölskyldumeðlimum að taka þátt og samþykkir að greiða fyrir öll kaup annarra fjölskyldumeðlima.

Greiðslumáti skipuleggjandans er notaður til að greiða fyrir öll viðskipti sem fjölskyldumeðlimur á frumkvæðið að (nema þegar inneign er á reikningi fjölskyldumeðlims sem er alltaf notuð fyrst). Fjölskyldumeðlimir koma fram sem umboðsmenn skipuleggjandans þegar greiðslumáti skipuleggjandans er notaður. Skipuleggjandinn samþykkir hér með (1) að greiða fyrir slík viðskipti, og (2) að viðskipti fjölskyldumeðlima að séu heimil. Skipuleggjendur eru ábyrgir fyrir því að fara eftir samningi um greiðslumáta og taka á sig alla ábyrgð tengda því að deila aðgangi að greiðslumáta með fjölskyldumeðlimum. Kvittun eða reikningur fyrir viðskipti hvers fjölskyldumeðlims er send til þess fjölskyldumeðlims sem á frumkvæði að viðskiptunum og til skipuleggjandans.

Ask to Buy: Ask to Buy er hentugur eiginleiki sem gerir skipuleggjandanum kleift að samþykkja hver viðskipti sem fjölskyldumeðlimur undir 18 ára (eða sem svarar lögræðisaldri í heimalandi þínu) hefur frumkvæði að. Skipuleggjandinn verður að vera foreldri eða forráðamaður hvers fjölskyldumeðlims sem Ask to Buy er virkjað fyrir. Ask to Buy tekur ekki til efnis sem er halað niður frá fjölskyldumeðlimum eða sótt í gegnum innlausnarkóða.

Breytingar á fjölskyldumeðlimum: Þegar fjölskyldumeðlimur segir skilið við eða er fjarlægður úr fjölskyldu kunna eftirstandandi fjölskyldumeðlimir ekki að geta fengið aðgang að efni fyrrum meðlimsins, þar á meðal efni sem aflað var með greiðslumáta skipuleggjandans.

Reglur um fjölskyldusamnýtingu: Þú getur aðeins tilheyrt einni fjölskyldu í einu og mátt ekki ganga til liðs við neina fjölskyldu oftar en tvisvar á ári. Þú getur ekki breytt Apple ID sem þú tengir við fjölskyldu oftar en einu sinni á 90 daga fresti. Allir fjölskyldumeðlimir verða að notast við sama heimaland. Ekki allt efni, þar á meðal In-App kaup, áskriftir, og einhver áður öfluð smáforrita eru hæf til deilingu innkaupa.

E. TILLÖGUEIGINLEIKAR

Þjónusturnar munu leggja til við þig efni byggt á niðurhali þínu, kaupum og annarri virkni. Þú getur afþakkað móttöku slíkra tillagna í reikningsstillingunum þínum.

Sumir tillögu eiginleikar gætu krafist leyfis frá þér áður en kveikt er á þeim. Ef þú kveikir á þessum eiginleikum verður þú beðin/beðinn um að gefa Apple leyfi til að safna og geyma ákveðnar upplýsingar, þar með talið en ekki takmarkað við upplýsingar um tækið þitt, virkni, staðsetningu og notkun. Vinsamlega lestu vandlega upplýsingarnar sem eru kynntar þér þegar þú kveikir á þessum eiginleikum.

F. FREKARI SKILMÁLAR ITUNES STORE

SERÍUPASSI OG FJÖLPASSI

Passi gerir þér kleift að kaupa og taka á móti sjónvarpsefni um leið og það er gert aðgengilegt. Seríupassi gildir um sjónvarpsefni sem hefur takmarkaðan fjölda af þáttum í seríu; fjölpassi gildir um sjónvarpsefni sem er viðvarandi (e. ongoing). Heildarverð fyrir seríupassa og fjölpassa er skuldfært þegar viðskiptin eiga sér stað. Efni í seríupassa eða fjölpassa er aðgengilegt til niðurhals í allt að 90 daga eftir að síðasti þátturinn verður aðgengilegur. Ef sjálfkrafa endurnýjun er valin þegar þú nærð í fjölpassa verður rukkað um heildarverð fyrir hverja eftirfarandi fjölpassalotu. Þú getur slökkt á sjálfkrafa endurnýjun fyrir upphafið á næstu fjölpassalotu í reikningsstillingum þínum. Ef efnisveitandi afhendir Apple færri sjónvarpsþætti en áætlað var þegar þú keyptir seríupassa munum við færa sem inneign inn á þitt Apple ID smásöluverð samsvarandi fjölda þátta og ekki voru afhentir Apple.

G. FREKARI SKILMÁLAR APP STORE

LEYFI FYRIR APP STORE EFNI

Annað hvort Apple eða þriðji aðili („smáforritaveitandi“) veitir þér leyfi að smáforritum. Ef þú ert viðskiptavinur Apple Distribution International er Apple Distribution International skráður seljandi, sem þýðir að þú aflar smáforritaleyfis frá Apple Distribution International en smáforritaveitandinn veitir leyfið. Smáforrit sem Apple veitir leyfi fyrir er „Apple smáforrit“;“ smáforrit sem smáforritaveitandi veitir þér leyfi fyrir er „þriðja aðila smáforrit“. Apple kemur fram sem umboðsmaður smáforritaveitanda í að veita App Store og er ekki aðili að sölusamningi eða notendasamningi milli þín og smáforritaveitanda. Um hvert það smáforrit sem þú sækir fer eftir endanotenda leyfissamningi fyrir leyfisskyldan hugbúnað sem fram kemur hér að neðan, nema Apple eða smáforritaveitandi veiti sérsniðinn leyfissamning sem gengur framar þeim samningi. Smáforritaveitandi hvers kyns þriðju aðila smáforrita er ábyrgur fyrir efni forritsins, ábyrgðum og kröfum sem þú kannt að eiga varðandi slík þriðju aðila smáforrit. Þú viðurkennir og samþykkir að Apple er þriðju aðla rétthafi (e. third-party beneficiary) þegar kemur að endanotenda leyfissamningi eða sérsniðnum leyfissamningi eftir því sem við á um hvert þriðja aðila smáforrit og getur þar af leiðandi knúið fram efndir á slíkum samningi. Vera kann að ákveðin smáforrit, svo sem límmiðar og iMessage smáforrit, birtist ekki á yfirlitsskjá tækisins en er hægt að nálgast og nota í skilaboða smáforrita skúffunni (e. Messages app drawer).

IN-APP KAUP

Smáforrit kunna að bjóða efni, þjónustur eða virkni til notkunar innan slíks smáforrits („In-App kaup“). In-app kaup sem eiga sér stað við notkun á smáforriti (til dæmis sýndar gimsteinar) er ekki hægt að flytja á milli tækja og er hægt að hala niður aðeins einu sinni. Þú verður að staðfesta reikninginn þinn áður en In-App kaup eiga sér stað – aðskilið frá hvers konar staðfestingu til að afla annars efnis – með því að slá inn lykilorðið þitt eða nota Touch ID. Þú hefur möguleikann á því að framkvæma önnur In-App kaup í fimmtán mínútur þar á eftir án þess að endurstaðfesta nema þú hafir beðið okkur að krefjast lykilorðs fyrir hver kaup eða hefur virkjað Touch ID. Þú getur gert möguleikann á að framkvæma In-App kaup óvirkan með því að fylgja þessum leiðbeiningum: https://support.apple.com/en-us/HT201304.

VIÐHALD OG ÞJÓNUSTA SMÁFORRITA

Apple ber ábyrgð á að veita viðhald og þjónustu eingöngu fyrir Apple smáforrit, eða eins og áskilið er í gildandi lögum. Smáforritaveitendur bera ábyrgð á því að veita viðhald og þjónustu fyrir þriðju aðila smáforrit.

ENDANOTENDA LEYFISSAMNINGUR FYRIR LEYFISSKILDAN HUGBÚNAÐ

Smáforrit sem eru aðgengileg í gegnum App Store eru ekki seld til þín heldur er þér veitt leyfi til notkunar á þeim. Leyfi þitt að hverju smáforriti er háð samþykki þínu á annað hvort þessum endanotenda leyfissamningi fyrir leyfisskyldan hugbúnað, eða sérsniðnum endanotenda leyfissamningi milli þín og hugbúnaðarveitanda, ef við á. Leyfi þitt fyrir hvers konar Apple smáforriti undir þessum staðlaða endanotenda leyfissamningi fyrir leyfisskyldan hugbúnað eða sérsniðunum endanotenda leyfissamningi er veitt af Apple og leyfi til hverskonar þriðju aðila smáforrita undir þessum staðlaða endanotenda leyfissamningi fyrir leyfisskyldan hugbúnað eða sérsniðnum endanotenda leyfissamningi er veitt af hugbúnaðarveitanda viðkomandi þriðju aðila smáforrits. Hér er vísað til hvers konar smáforrita sem er háð þessum staðlaða endanotenda leyfissamningi fyrir leyfisskyldan hugbúnað sem „leyfisskylds hugbúnaðar“. Hugbúnaðarveitandinn eða Apple, eftir því sem við á („leyfisveitandinn“) áskilur sér allan rétt til hins leyfisskilda hugbúnaðar sem þér er ekki sérstaklega veittur með þessum staðlaða endanotenda leyfissamningi fyrir leyfisskyldan hugbúnað.

a. Umfang leyfis: Leyfisveitandi veitir þér óframseljanlegt leyfi til að nota hinn leyfisskylda hugbúnað á hvaða Apple vöru sem þú átt eða ræður yfir og að því marki sem heimilt er samkvæmt notendareglunum. Skilmálar þessa staðlaða endanotenda leyfissamnings fyrir leyfisskyldan hugbúnað gilda um hvaða innihald, efni eða þjónustur sem eru aðgengilegar frá eða keyptar með hinu leyfisskylda hugbúnaði sem og allar uppfærslur sem leyfisveitandinn veitir sem koma í staðinn fyrir eða fela í sér viðbót við hinn upprunalega leyfisskylda hugbúnað, nema slíkri uppfærslu fylgi sérsniðinn endanotenda leyfissamningur. Að öðru leyti en kveðið er á um í notendareglunum máttu ekki dreifa eða gera hinn leyfisskylda hugbúnað aðgengilega á netkerfi þar sem það kann að vera notað á mörgum tækjum á sama tíma. Þér er óheimilt að yfirfæra, dreifa eða framleigja hinn leyfisskylda hugbúnað og ef þú selur Apple tækið þitt til þriðja aðila ber þér að eyða hinum leyfisskylda hugbúnaði af Apple tækinu fyrir slíka sölu. Þér er óheimilt að afrita (nema að því marki sem slíkt er leyfilegt samkvæmt þessu leyfi og samkvæmt notendareglunum), prófa í því skini að kanna virkni, taka í sundur, reyna að komast að frumkóða, breyta eða gera afleidd verk af hinum leyfisskylda hugbúnaði, hvers konar uppfærslum eða hlutum (nema og aðeins að því marki sem sem einhver framangreindra takmarkana er óheimil samkvæmt gildandi lögum eða að því marki sem slíkt kann að vera heimilt á grundvelli leyfisskilmála þeirra sem gilda um opinn hugbúnað innifalinn í hinum leyfisskylda hugbúnaði).

b. Samþykki fyrir notkun gagna: Þú samþykkir að leyfisveitanda sé heimilt að safna og nota tæknileg gögn og tengdar upplýsingar – þar á meðal, en ekki takmarkað við, tæknilegar upplýsingar um tækið þitt, kerfi og hugbúnað og fylgibúnað – sem er safnað saman reglulega í því skyni að greiða fyrir veitingu á hugbúnaðaruppfærslum, vöruuppfærslum og annarri þjónustu til þín (ef einhverri) í tengslum við hinn leyfisskylda hugbúnað. Leyfisveitandi hefur heimild til þess að nota þessar upplýsingar, svo lengi sem þær eru ekki á persónugreinanlegu formi, til þess að bæta vörur sínar og til þess að veita þér þjónustu og tækni.

c. Riftun. Þessi staðlaði endanotenda leyfissamningur um leyfisskyldan hugbúnað gildir þar til honum er rift af þér eða leyfisveitanda. Réttindi þín samkvæmt samningum líða sjálfkrafa undir lok ef þú fylgir ekki skilmálum hans.

d. Utanaðkomandi þjónustur. Hinn leyfisskyldi hugbúnaður kann að veita þér aðgang að þjónustum og vefsíðu leyfishafa og/eða þriðju aðila (sameiginlega og í sitthvoru lagi „utanaðkomandi þjónustur“). Þú samþykkir að nota utanaðkomandi þjónusturnar á þína eigin ábyrgð. Leyfisveitandi er ekki ábyrgur fyrir því að skoða eða meta efni eða réttmæti hvers konar utanaðkomandi þjónustu þriðju aðila og skal ekki vera gerður ábyrgur fyrir slíkri þjónustu. Gögn sem birt eru af hvers konar leyfisskyldum hugbúnaði eða utanaðkomandi þjónustu, til dæmis en ekki takmarkað við fjárhagslegar eða læknisfræðilegar upplýsingar og upplýsingar um staðsetningu, eru eingöngu birt í almennum upplýsingatilgangi og leyfishafi eða umboðsmenn hans hafa ekki ábyrgst þær. Þú munt ekki nota hinar utanaðkomandi þjónustur með hverjum þeim hætti sem stangast á við skilmála þessa staðlaða endanotenda leyfissamnings um leyfisskyldan hugbúnað eða sem brýtur gegn hugverkaréttindi leyfisveitanda eða þriðja aðila. Þú samþykkir að nota hinar utanaðkomandi þjónustur ekki til að áreita, misnota, sitja fyrir um, hóta eða ærumeiða hvaða manneskju eða fyrirtæki sem er og að leyfishafinn sé ekki ábyrgur fyrir slíkri notkun. Það kann að vera að utanaðkomandi þjónustur séu ekki fáanlegar á öllum tungumálum eða í heimalandi þínu og séu ekki viðeigandi eða aðgengilegar til notkunar á ákveðnum stöðum. Að því marki sem þú velur að nota slíkar utanaðkomandi þjónustur ertu þú ein/einn ábyrg/ábyrgur fyrir fylgni við gildandi lög. Leyfisveitandi áskilur sér rétt til að breyta, fresta, fjarlægja, gera óvirka eða setja aðgangshindranir eða takmarkanir á hvers konar utanaðkomandi þjónustur á hvaða tíma sem er án tilkynningar til þín eða ábyrgðar gagnvart þér.

e. ENGIN ÁBYRGÐ: Leyfisveitandinn mun sýna af sér sanngjarna aðgát og kunnáttu í tengslum við ráðstafanir tengdu hinu leyfisskylda efni og hvers konar tengdri þjónustu sem veitt er eða þér er gerð aðgengileg með hinu leyfisskylda efni. Leyfisveitandinn veitir ekki önnur loforð eða tryggingar varðandi hina tengdu þjónustu og sérstaklega skal tekið fram að hann ábyrgist ekki:

(i) að notkun þín á hinni tengdu þjónustu muni vera ótrufluð eða villulaus;

(ii) að hin tengda þjónusta muni vera laus við tjón, spillingu, árásir, vírusa, afskipti, hakk eða önnur brot á öryggi og leyfisveitandinn undanskilur sig hvers konar ábyrgð í tengslum við slíkt. Þú berð ábyrgð á því að taka afrit af eigin kerfi, þar á meðal hvers konar leyfisskyldu efni sem geymt er á kerfum þínum.

f. Takmörkun á ábyrgð.

(i) Nema í þeim tilvikum sem talin eru upp í (ii) hér að neðan, skal leyfisveitandinn, stjórnendur hans, fulltrúar, starfsmenn, hlutdeildarfélög, umboðsmenn, verktakar, umbjóðendur eða leyfisveitendur vera ábyrgir fyrir tjóni eða skaða sem rekja má til leyfisveitandans, starfsmanna hans eða fulltrúa þar sem:

(1) ekki er um að ræða brot á aðgæsluskyldu leyfisveitandans, starfsmanna hans eða fulltrúa, gagnvart þér;

(2) ekki er um að ræða fyrirsjáanlegar afleiðingar af broti;

(3) hvers konar aukning á tjóni eða skaða má rekja til vanefnda af þinni hálfu af einhverjum af þeim skilyrðum sem finna má í þessum endanotenda leyfissamningi ("samningi");

(4) rekja má tjónið eða skaðann til ákvörðunar leyfisveitandans um að aðvara þig, fresta eða rifta aðgangi þínum að tengdri þjónustu, að grípa til annarra aðgerða í tengslum við rannsókn á meintu broti eða vegna þeirrar niðurstöðu leyfisveitandans að brot á þessum samningi hafi átt sér stað;

(5) tjónið eða skaðinn varðar missi á innkomu, viðskiptum eða hagnaði, eða hvers konar missi eða brenglun á gögnum í tengslum við notkun þína á hinu leyfisskylda efni.

(ii) Ekkert í samningi þessum útilokar eða takmarkar ábyrgð leyfisveitandans sem grundvallast á svikum, stórfelldu gáleysi eða ásetningi, eða ábyrgðar vegna dauða eða persónuskaða sem kemur til vegna gáleysis leyfisveitandans.

g. Þér er óheimilt að nota, flytja út eða endur útflytja hinn leyfisskylda hugbúnað nema að því marki sem heimilt er samkvæmt bandarískum lögum og þeim lögum sem gilda í lögsögu þeirri þar sem viðkomandi leyfisskyldi hugbúnaður var fenginn. Sérstaklega, þó ekki takmarkað við, er óheimilt að flytja út eða endur útflytja hinn leyfisskylda hugbúnað (a) til landa þar sem verslunarbann ríkir gagnvart Bandaríkjunum eða (b) til einhvers sem er á lista bandaríska fjármálaráðuneytisins yfir sérstaklega merkta ríkisborgara eða viðskiptaráðuneytisins um bannaða einstaklinga og fyrirtæki. Með notkun á hinum leyfisskylda hugbúnaði ábyrgist þú að þú ert ekki staðsett/staðsettur í slíku landi eða á slíkum lista. Þú samþykkir jafnframt að þú munt ekki nota vörurnar með þeim hætti sem óheimilt er samkvæmt bandarískum lögum, þar á meðal en án takmarkana, í tengslum við þróun, hönnun, framleiðslu eða vinnslu á kjarnorku, eldflaugum eða efna- eða líffræðilegum vopnum.

h. Hinn leyfisskyldi hugbúnaður og tengd skjöl teljast "viðskiptaleg vara" eins og það hugtak er skilgreint í 48 C.F.R §2.101, sem samanstendur af "viðskiptalegum tölvuhugbúnaði" og "viðskiptalegum tölvuhugbúnaðargögnum", eins og þau hugtök eru notuð í 48 C.F.R. §12.212 eða 48 C.F.R. §227.7202, eftir því sem við á. Í samræmi við 48 C.F.R. §12.212 eða 48 C.F.R. §227.7202-1 til og með 227.7202-4, eftir því sem við á, er leyfi að hinum viðskiptalega tölvuhugbúnaði og hinum viðskiptalegu tölvuhugbúnaðargögnum veitt til bandarískra ríkisins og endanotenda (a) aðeins sem viðskiptaleg vara og (b) aðeins með þeim réttindum sem eru veitt öllum öðrum endanotendum samkvæmt þessum skilmálum og skilyrðum. Óbirt réttindi eru áskilin undir höfundaréttarlögum Bandaríkjanna.

i. Nema að því leyti sem gagngert er tekið fram í eftirfarandi málsgrein gilda lög Kaliforníuríkis um samning þennan og sambandið milli þín og Apple, að undanskyldum lagaákvæðum um lagaskil. Þú og Apple samþykkið að lúta einkaréttarlegri lögsögu dómstóla í sýslunni Santa Clara í Kaliforníu til að leysa allar deilur eða kröfur sem rísa vegna þessa samnings. Ef (a) þú ert ekki ríkisborgari Bandaríkjanna; (b) þú átt ekki heima í Bandaríkjunum; (c) þú ert ekki að nálgast þjónusturnar frá Bandaríkjunum; og (d) þú ert ríkisborgari eins af þeim löndum sem tilgreind eru hér að neðan, samþykkir þú að um allar deilur eða kröfur sem rísa vegna þessa samnings gildi viðeigandi lög sett fram hér að neðan, án tillits til lagaákvæða um lagaskil, og þú samþykkir hér með að lúta án einkaréttar lögsögu dómstóla í því ríki, umdæmi eða landi sem tilgreint er hér að neðan að skuli gilda:

Ef þú ert ríkisborgari einhvers Evrópusambandsríkis eða Sviss, Noregs eða Íslands, skulu gildandi lög og lögsaga vera lög og dómstólar venjubundins búsetustaðar þíns.

Samningur sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega sölu á vörum skal ekki eiga við um þennan samning.

H. FREKARI SKILMÁLAR IBOOKS STORE

iBooks Store efni aflar þú frá þriðja aðila veitanda slíks efnis („útgefandinn“), ekki Apple. Apple kemur fram sem umboðsmaður útgefandans í að veita þér iBooks Store efni og þar af leiðandi er Apple ekki aðili að viðskiptunum milli þín og útgefandans. Ef þú ert viðskiptavinur Apple Distribution International er Apple Distribution International skráður seljandi, sem þýðir að þú færð leyfið til að nota efnið frá Apple Distribution International, en það er útgefandinn sem veitir leyfið. Útgefandi iBooks Store efnisins áskilur sér rétt til þess að knýja fram efndir á notkunarskilmálum tengdu slíku iBooks Store efni. Aðeins útgefandi iBooks Store efnis er ábyrgur fyrir slíku efni, hvers kyns ábyrgðum að því marki sem slíkar ábyrgðir hafa ekki verið undanskyldar og fyrir hvers konar kröfum sem þú eða aðrir aðilar kunnið að eiga í tengslum við slíkt efni.

I. FREKARI SKILMÁLAR APPLE MUSIC

APPLE MUSIC AÐILD

Apple Music er tónlistarþjónusta í áskrift. Apple Music aðildin þín endurnýjast sjálfkrafa þar til þú slekkur á sjálfkrafa endurnýjun í reikningsstillingum þínum. Sjá „áskriftir“ hlutann fyrir frekari upplýsingar. Þegar aðild þín að Apple Music endar missir þú aðgang að hvers konar eiginleikum Apple Music sem krefjast aðildar, þar á meðal en ekki takmarkað við aðgang að Apple Music lögum vistuð á tækinu þínu og iCloud Music Library. Apple áskilur sér réttin til að segja upp Apple Music aðild þinni ef við getum ekki skuldfært greiðslumáta þinn til að endurnýja aðildina.

Þar sem slíkt er aðgengilegt gæti þér verið boðin Apple Music aðild í gegnum þráðlausa þjónustuveitanda þinn („þjónustuveitandaaðild“). Ef þú kaupir þjónustuveitandaaðild mun þjónustuveitandinn þinn rukka þig fyrir kostnaði við Apple Music aðild þína. Um samband þitt við þjónustuveitandann vegna gjaldtöku gilda skilmálar þjónustuveitandans, ekki þessi samningur, og allar deilur er varða gjaldtöku tengda þjónustuveitandaaðild skalt þú beina til þjónustuveitandans, ekki Apple. Með því að nota Apple Music samþykkir þú að þjónustuveitandinn gæti skipst á reikningsupplýsingum þínum hjá þjónustuveitandanum, símanúmeri og áskriftarupplýsingum við Apple og að Apple gæti notað þessar upplýsingar til að ákvarða stöðu þjónustuveitandaaðildar þinnar.

ICLOUD MUSIC LIBRARY

iCloud Music Library er Apple Music eiginleiki sem veitir þér aðgang að hæfum eða upphlöðnum lögum, lagalistum og tónlistarmyndböndum aflað frá Apple Music, iTunes Store eða þriðja aðila („iCloud Music Library efni“) á tækin þín þar sem Apple Music hefur verið virkjað. Sjálfkrafa er kveikt á iCloud Music Libary þegar þú setur upp Apple Music aðild þína. iCloud Music Library safnar upplýsingum um iCloud Music Library efnið þitt. Þessar upplýsingar eru tengdar við þitt Apple ID og bornar saman við iCloud Music Library efni sem er fáanlegt á hverjum tíma á Apple Music. iCloud Music Libary efni sem er ekki hæft er hlaðið upp í iCloud Music Libary þjóna Apple (í því formi sem Apple ákveður). Þú getur hlaðið upp allt að 100.000 lögum. Lög sem aflað er frá iTunes Store eða Apple Music teljast ekki með í þessari takmörkun. Lög sem mæta ekki ákveðnu viðmiði (til dæmis, mjög stórar skrár) eða eru ekki heimil fyrir tækið þitt eru ekki hæf fyrir iCloud Music Library. Þegar þú notar iCloud Music Libary skráir Apple upplýsingar svo sem þau lög sem þú spilar, stoppar eða sleppir, tækið sem þú notar og tíma og tímalengd spilunar. Þú samþykkir að nota iCloud Music Library aðeins fyrir efni sem er löglega aflað. iCloud Music Library er látið í té í því ástandi sem það er og gæti innihaldið villur eða ónákvæmni. Þú ættir að taka afrit af gögnum og upplýsingum áður en þú notar iCloud Music Library. Ef þú ert ekki aðili að Apple Music getur þú keypt iTunes Match áskrift, sem er háð þeim skilyrðum sem sett eru fram í þessum hluta.

J. ÝMSIR SKILMÁLAR SEM EIGA VIÐ UM ALLAR ÞJÓNUSTUR

SKILGREININGIN Á APPLE

„Apple“ merkir, eftir því hvert heimaland þitt er:

Apple Inc., staðsett í One Apple Park Way, Cupertino, Kaleforníu, fyrir notendur í Norður, Mið og Suður Ameríku (þar með talið Kanada vegna notkunar á iTunes Store og Apple Music), sem og bandarísk svæði og yfirráðasvæði; og frönsk og bresk yfirráðasvæði í Norður Ameríku, Suður Ameríku og Karíbahafinu.

Apple Canada Inc., staðsett í 120 Bremmer Blvd., Suite 1600, Toronto On M5J 0A8, Kanada fyrir notendur App Store og iBooks Store í Kanada eða svæðum þess og yfirráðasvæðum;

iTunes K.K., staðsett í Roppongi Hills, 6-10-1 Roppongi, Minato-ku, Tokyo 106-6140, Tokyo fyrir notendur í Japan;

Apple Pty Limited, staðsett á Level 3, 20 Martin Place, Sydney NSW 2000, Ástralíu, fyrir notendur í Ástralíu, Nýja Sjálandi, þar með talið eyjar undir yfirráðum, svæði og tengdar lögsögur; og

Apple Distribution International, staðsett í Hollyhill Industrial Estate, Hollyhill, Cork, Írlandi fyrir alla aðra notendur.

BREYTINGAR Á SAMNINGI

Apple áskilur sér á hverjum tíma rétt til þess að breyta samningi þessum og að bæta við nýjum eða viðbótar skilmálum um notkun þína á þjónustunum. Slíkar breytingar og viðbótarskilmálar verða tilkynntir þér og ef samþykkir taka þeir gildi strax og verða partur af þessum samningi. Neitir þú að samþykkja slíkar breytingar hefur Apple rétt til að rifta samningnum.

EFNI ÞRIÐJU AÐILA

Apple ábyrgist ekki og ber ekki ábyrgð á efni þriðju aðila, sem er innifalið í eða veittir eru tenglar á í efninu eða þjónustunum.

HUGVERKARÉTTINDI

Þú samþykkir að þjónusturnar, þar með talið en ekki takmarkað við efnið, grafík, notendaviðmót, hljóðbúta, myndbúta, ritstjórnarefni og handrit og hugbúnað sem notaður er til að innleiða þjónustuna, fela í sér eignaréttarvarið efni og efni sem er í eigu Apple og/eða veitanda leyfa, og er verndað af viðeigandi hugverkarétti og öðrum lögum, þar með en ekki bundið við höfundarrétt. Þú samþykkir að þú munt ekki nota slíkt eignaréttarvarið efni eða upplýsingar á nokkurn hátt nema til þess að nota þjónusturnar fyrir persónuleg not í samræmi við samning þennan og ekki í viðskiptalegum tilgangi. Engan hluta þjónustnanna má má endurgera í neinni mynd eða á nokkurn hátt nema það sé skýrt tekið fram í samningi þessum. Þú samþykkir að breyta ekki, leigja, lána, selja eða dreifa þjónustunum eða efninu með nokkrum hætti, og þér er óheimilt að nota þjónusturnar með nokkrum hætti sem er ekki sérstaklega heimill.

Apple nafnið, myndmerki Apple, iTunes, iTunes Store, App Store, iBooks Store, Apple Music og önnur Apple vörumerki, þjónustumerki, grafík og myndmerki sem notuð eru í tengslum við þjónusturnar eru vörumerki eða skrásett vörumerki Apple Inc. í Bandaríkjunum og/eða í öðrum löndum hvarvetna í heiminum. Þér er ekki veittur réttur eða leyfi til notkunar á fyrrgreindum vörumerkjum.

HÖFUNDARÉTTARTILKYNNING

Ef þú telur að eitthvað efni sem er aðgengilegt í gegnum þjónusturnar brjóti höfundarrétt sem þú telur þig eiga tilkall til, vinsamlega hafðu samband við Apple á eftirfarandi stöðum:

- iTunes Store: https://www.apple.com/legal/internet-services/itunes/itunesstorenotices/

- App Store: https://www.apple.com/legal/internet-services/itunes/appstorenotices/

- iBooks Store: https://www.apple.com/legal/internet-services/itunes/ibooksstorenotices

- Apple Music: https://www.apple.com/legal/trademark/claimsofcopyright.html

RIFTUN OG ENDALOK ÞJÓNUSTU

Ef þú vanefnir, eða Apple grunar að þú hafir vanefnt, eitthvað ákvæði þessa samnings, er Apple heimilt, án tilkynningar til þín, að: (i) rifta samningi þessum og/eða þínu Apple ID og þú verður áfram ábyrg/ábyrgur fyrir öllum útistandandi fjárhæðum vegna þíns Apple ID fram að og að meðtöldum degi riftunar; og/eða (ii) rifta leyfi þínu til að nota hugbúnaðinn; og/eða (iii) koma í veg fyrir aðgang þinn að þjónustunum.

Apple áskilur sér jafnframt rétt til að breyta, hætta með eða leggja niður þjónusturnar (eða einhvern hluta efnis þar af) hvenær sem er með eða án tilkynningar til þín og ber ekki ábyrgð gagnvart þér eða þriðja aðila þó sá réttur verði nýttur. Að því marki sem er mögulegt mun Apple gefa þér viðvörun með fyrirvara um breytingar eða hvort hætta eigi með eða leggja niður þjónustuna. Riftun þjónustunnar mun ekki hafa áhrif á það efni sem þú hefur þegar aflað. Þó getur verið að þú getir ekki heimilað öðrum auka tölvum að nota efnið.

AFSAL ÁBYRGÐAR; TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Apple ábyrgist ekki að þjónusturnar verði ekki fyrir tjóni, aflögun, árásum, vírusum, truflunum, hökkunum eða öðrum ágangi. Svo lengi sem Apple hefur gert það sem með sanngirni má ætlast til af því til að forðast eða koma í veg fyrir slíkt tjón, aflaganir, árásir, vírusa, hakkanir og annan ágang gegn öryggi, afsalar Apple sér allri ábyrgð í tengslum við slík tilvik. Sumt efnið er einungis hægt að hala niður í eitt skipti og eftir að hafa einu sinni verið sótt er ekki hægt að endurnýja það ef það af einhverjum ástæðum tapast. Þú berð ábyrgð á að taka öryggisafrit af kerfi þínu, þ.m.t. af efni keypt eða fengnu hjá þjónustunum.

Apple ber ekki ábyrgð á óbeinu tjóni, þ.m.t. en ekki bundið við:

1. tjón vegna samdráttar eða röskunar á framleiðslu eða sölu,

2. tjón vegna skorts á getu til að nýta efnið eins og til var ætlast,

3. tap á sölutekjum og hagnaði vegna þess að ekki var unnt að standa við samning við þriðja aðila,

4. tjón eða skemmd á öðrum hlutum en sjálfu efninu og hlutum sem standa í nánum og beinum tengslum við ætlaða notkun efnisins.

Í öllum tilvikum, getur þú krafist skaðabóta ef tjón má rekja til stórfelldrar eða vísvitandi vanrækslu af hálfu Apple, eða aðila sem eru undir stjórnendavaldi Apple.

Skaðabótakrafa skal samsvara fjárhagslegu tjóni sem er afleiðing afhendingardráttar eða galla en krafan takmarkast við það tjón sem með sanngirni mátti sjá fyrir sem sennilega afleiðingu vanefnda á samningi þessum.

Ábyrgð Apple getur takmarkast ef þú hefur ekki gert eðlilegar ráðstafanir til að takmarka tjón þitt. Eðlilegar ráðstafanir fela í sér að gæta öryggis allra tölva og allra endurspilunartækja sem þú notar, halda reikningsupplýsingum þínum (notandanafni, aðgangsorði og kreditkortaupplýsingum) leyndum, setja upp og endurnýja vírusvarnir, setja upp uppfærslur af hugbúnaði og taka öryggisafrit af efninu og gögnum sem eru í nánum og beinum tengslum við ætlaða notkun efnisins. Ábyrgðin getur einnig takmarkast ef tjónið, vegna umfangs þess eða annarra atvika, er talið óeðlilegt miðað við tjón sem verður venjulega við svipaðar aðstæður.

Ábyrgð Apple á tjóni vegna galla eða afhendingardráttar á efni eða þjónustu sem veitt er án endurgjalds er takmörkuð við aðstæður þar sem brot á samningi má rekja til stórfellds gáleysis eða ásetnings.

Ekkert í samningi þessum breytir eða takmarkar ábyrgð Apple á svikum, dauða eða persónulegum skaða.

Apple skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að varðveita upplýsingar sem þú leggur fram í tengslum við þjónusturnar, þ.m.t. gegn óheiðarlegri notkun, en þú viðurkennir og samþykkir að framlag þitt á slíkum upplýsingum er á þína eigin ábyrgð og Apple afsalar sér allri ábyrgð á tjóni sem verður í tengslum við slíkar upplýsingar. Farið er með upplýsingar sem veittar eru Apple og falla utan íslensku persónuverndarlaganna samkvæmt reglum um meðferð persónuupplýsinga.

LÖGBUNDNAR UNDANÞÁGUR FYRIR OPINBERAR STOFNANIR

Ef þú ert hæf opinber mennta- eða ríkisstofnun og hvaða hluti þessa samnings sem er, svo sem, til dæmis, allur hlutinn er varðar skaðleysi, er ógildur eða óframkvæmanlegur gagnvart þér vegna viðeigandi staðbundinna, landshlutabundinna, fylkjabundinna eða ríkisbundinna laga, skal sá hluti teljast ógildur eða óframkvæmanlegur, eftir því sem kann að vera, og í staðin túlkaður með þeim hætti sem er í mestu samræmi við viðeigandi gildandi lög.

GILDANDI LÖG

Nema að því leyti sem gagngert er tekið fram í eftirfarandi málsgrein gilda lög Kaliforníuríkis um samning þennan og sambandið milli þín og Apple og öll viðskipti sem varðar þjónusturnar að undanskyldum lagaákvæðum um lagaskil. Þú og Apple samþykkið að lúta einkaréttarlegri lögsögu dómstóla í sýslunni Santa Clara í Kaliforníu til að leysa allar deilur eða kröfur sem rísa vegna þessa samnings. Ef (a) þú ert ekki ríkisborgari Bandaríkjanna; (b) þú átt ekki heima í Bandaríkjunum; (c) þú ert ekki að nálgast þjónustuna frá Bandaríkjunum; og (d) þú ert ríkisborgari eins af þeim löndum sem tilgreind eru hér að neðan, samþykkir þú hér með að um allar deilur eða kröfur sem rísa vegna þessa samnings gildi viðeigandi lög sett fram hér að neðan, án tillits til lagaákvæða um lagaskil, og þú samþykkir hér með að lúta lögsögu dómstóla án einkaréttar (non-exclusive) í því ríki, umdæmi eða landi sem tilgreint er hér að neðan að skulu gilda:

Ef þú ert ríkisborgari einhvers Evrópusambandsríkis eða Sviss, Noregs eða Íslands, skulu gildandi lög og lögsaga vera lög og dómstólar venjubundins búsetustaðar.

Samningur sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega sölu á vörum skal ekki eiga við um þennan samning.

ÖNNUR ÁKVÆÐI

Þessi samningur felur í sér heildarsamning milli þín og Apple og gildir um notkun þína á þjónustunum og leysir af hólmi alla fyrri samninga um sama efni milli þín og Apple. Þú kannt jafnframt að vera bundinn af viðbótar skilmálum sem kunna að gilda þegar þú notar tengdar þjónustur, efni þriðja aðila, þriðju aðila hugbúnað, eða viðbótar þjónustur svo sem Volume Purchase Program. Ef einhver hluti þessa samnings er talinn ógildur eða óframkvæmanlegur skal skýra þann hluta samningsins í samræmi við viðeigandi löggjöf með þeim hætti að upphaflegur vilji aðila sé virtur eftir fremsta megni en önnur ákvæði samningsins skulu halda gildi sínu að fullu. Fylgi Apple ekki eftir réttindum sínum eða ákvæðum þessa samnings skal slíkt ekki fela í sér afsal á slíku eða nokkru öðru ákvæði. Apple ber ekki ábyrgð á vanefndum við að efna skyldur samkvæmt samningi þessum sem stafa af óviðráðanlegum orsökum.

Þú samþykkir að fylgja hvers konar staðbundnum, fylkjabundnum, ríkisbundnum og landsbundnum lögum, samþykktum, tilskipunum og reglugerðum sem gilda um notkun þína á þjónustunum. Notkun þín á þjónustunum gæti einnig verið háð öðrum lögum. Áhættan af tapi vegna viðskipta sem tekið er á móti rafrænt flyst yfir til yfirtökuaðilans við rafræna sendingu til móttakandans. Enginn starfsmaður Apple eða fulltrúi hefur vald til að breyta þessum samningi.

Apple má senda þér tilkynningar í tengslum við þjónusturnar með því að senda tölvupóst á tölvupóstfangið þitt eða bréf með bréfpósti á póstfangið þitt, eða með því tilkynningu í þjónustunum. Tilkynningar taka gildi samstundis. Apple má jafnframt hafa samband við þig í gegnum tölvupóst eða tilkynningar um framfylgni (e. push notification) til að senda þér viðbótar upplýsingar um þjónusturnar.

Annar valkostur varðandi lausn deilumála. Evrópusambandið starfrækir vettvang fyrir lausn deilumála á netinu sem hægt er að nálgast á eftirfarandi slóð: http://ec.europa.eu/consumers/odr, sem Apple Distribution International hefur ákveðið að taka ekki þátt í. Ef þú verður var við vandamál hafðu þá samband við iTunes Support https://www.apple.com/support/itunes/contact/.

Þú samþykkir hér með að veita Apple heimild til þess að grípa til þeirra aðgerða sem Apple telur nauðsynleg eða viðeigandi til að fylgja eftir og/eða staðfesta eftirfylgni við hvaða hluta þessa samnings sem er. Þú samþykkir að Apple hefur rétt, án ábyrgðar gagnvart þér, til að afhenda hvers konar gögn og/eða upplýsingar til yfirvalda, opinberra stofnana og/eða þriðju aðila, eins og Apple þykir skynsamlega nauðsynlegt eða viðeigandi til að framfylgja og/eða staðfesta eftirfylgni við hvaða hluta þessa samnings (þar á meðal en ekki takmarkað við rétt Apple til samstarfs í tengslum hvers konar lagalegt ferli varðandi notkun þína á þjónustunum og/eða efninu, og/eða í tengslum við kröfu þriðja aðila sem lúta að því að notkun á þjónustunum og/eða efninu sé ólögleg og/eða brjóti gegn réttindum þriðju aðila).

Börn undir lögræðisaldri ættu að yfirfara þennan samning með foreldri eða forráðamanni til að ganga úr skugga um að barnið og foreldrið eða forráðamaðurinn skilji hann.

Síðast uppfært: 13. september 2016.