TERMS AND CONDITIONS

GAME CENTER

NEÐANGREINDUR SAMNINGUR GILDIR UM NOTKUN ÞÍNA Á ÞJÓNUSTU GAME CENTER. MIKILVÆGT ER AÐ ÞÚ LESIR OG SKILJIR EFTIRFARANDI SKILMÁLA. MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á “SAMÞYKKJA”, ERTU AÐ SAMÞYKKJA AÐ ÞESSIR SKILMÁLAR GILDI EF ÞÚ VELUR AÐ HAFA AÐGANG AÐ EÐA NOTA ÞJÓNUSTU GAME CENTER. EF ÞÚ SAMÞYKKIR EKKI SKILMÁLANA SKALT ÞÚ EKKI SMELLA Á “SAMÞYKKJA” OG ÞÁ MUNT ÞÚ EKKI GETAÐ NOTAÐ ÞJÓNUSTU GAME CENTER. EF ÞÚ ERT EKKI LÖGRÁÐA, ÆTTIR ÞÚ AÐ YFIRFARA SAMNING ÞENNAN MEÐ FORELDI ÞÍNU EÐA FORRÁÐAMANNI TIL AÐ TRYGGJA AÐ ÞÚ OG FORELDRI ÞITT EÐA FORRÁÐAMAÐUR SKILJIR HANN.

Apple Inc. stendur að baki þjónustu Game Center (hér eftir “þjónustan”) sem heimilar þér að taka þátt í leikja tengdum athöfnum, þ.á m. en ekki eingöngu stigatöflum, fjöþátttakendaleikjum (e. multi-player games) og afreksmælingum. Þjónustan verður hugsanlega ekki aðgengileg á öllum svæðum. Notkun þjónustunnar krefst samrýmanlegra tækja, aðgangs að veraldarvefnum og tiltekins hugbúnaðar (gjaldtaka getur komið til); hún getur krafist reglubundinna uppfærslna og þessir þættir geta haft áhrif á notkun þjónustunnar.

Þú getur ekki nýtt þjónustuna sé þér bannað að fá þjónustuna samkvæmt bandarískum lögum eða í þeirri lögsögu sem við á, þ.m.t. landið þar sem þú hefur búsetu eða þar sem þú notar þjónustuna. Með því að ganga að samningi þessum, gefur þú til kynna að þú skiljir og samþykkir það sem að ofan greinir.

REIKNINGURINN ÞINN

Sem skráður notandi þjónustunnar getur þú stofnað reikning (“reikning”) í samræmi við neðangreindar notendareglur. Ekki veita öðrum aðilum aðgang að upplýsingum þeim sem veittar eru á reikningi þínum. Þú ein/n ert ábyrg/ur fyrir því að viðhalda trúnaði og öryggi yfir þínum reikningi og vegna allra athafna sem eiga sér stað í gegnum þinn reikning og þú samþykkir að tilkynna Apple þegar í stað um öll brot á öryggi sem verða á reikningi þínum. Apple ábyrgist ekki tjón vegna óheimilar notkunar á reikningi þínum.

Þú samþykkir að veita réttar og fullnægjandi upplýsingar þegar þú skráir þig og notar þjónustuna og þú samþykkir að uppfæra skráningargögnin til að hafa þau rétt og fullnægjandi. Þú samþykkir að Apple megi geyma og nota skráningargögn þín til að viðhalda reikningi þínum. Þú mátt ekki búa til reikning fyrir neinn annan en sjálfan þig án samþykkis viðkomandi.

NOTENDAREGLUR

Þú samþykkir að nota þjónustuna í samræmi við þessar notendareglur. Apple áskilur sér rétt til að breyta notendareglunum hvenær sem er.

Þér er einungis heimilt að nota þjónustuna fyrir persónuleg not en ekki í viðskiptalegum tilgangi.

Þú samþykkir að brjóta ekki, fara á svig við, umbreyta, þýða, taka í sundur eða á annan hátt eiga við þjónustuna, reyna slíkt eða aðstoða annan aðila við slíkt.

Þú samþykkir að þú munir EKKI nota þjónustuna til að:

a. hlaða inn, hala niður, birta, senda með tölvupósti, senda, vista eða á annan hátt gera aðgengilegt efni sem er ólöglegt, felur í sér áreitni, er ógnandi, skaðlegt, til þess fallið að valda tjóni, ærumeiðandi, niðrandi, móðgandi, ofbeldisfullt, gengur nær friðhelgi annars aðila, er hatursfullt, felur í sér kynþáttabundið- eða þjóðernisbundið áreiti, eða á annan hátt hneykslanlegt;

b. sitja um, áreita, hóta eða skaða aðra;

c. ef þú ert fullorðin/n, biðja ólögráða einstakling (allir þeir sem eru undir 18 ára aldri eða undir þeim aldri sem landslög skilgreina sem lögræðisaldur), sem þú þekkir ekki, um persónulegar upplýsingar eða aðrar upplýsingar, þar með talið, en ekki takmarkað við, eftirfarandi: fullt nafn eða eftirnafn, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer, myndir, tölvupóstfang, eða nafn á skóla, kirkju, íþróttaliði eða vini hins ólögráða einstaklings;

d. þykjast vera einhver eða eitthvað sem þú ert ekki – þú mátt ekki villa á þér heimildir eða látast vera annar einstaklingur (þ.m.t. þekktur einstaklingur), félag, annar notandi þjónustunnar, starfsmaður Apple, ríkis- eða þjóðarleiðtogi, eða á annan hátt gefa ranga mynd af tengslum þínum við aðra manneskju eða félag. (Apple áskilur sér rétt til að hafna eða útiloka öll gælunöfn (e. nickname) sem gætu verið álitin stæling eða rangfærsla á persónueinkennum þínum eða misnotkun á nafni eða persónueinkennum annars aðila;

e. taka þátt í hvers kyns höfundarréttarbrotum eða annars konar brotum á hugverkarétti, eða láta í ljós hvers kyns viðskiptaleyndarmál eða trúnaðarupplýsingar sem brýtur í bága við trúnaðar- eða starfssamning;

f. póstleggja, senda eða á annan hátt gera aðgengilegt hvers kyns óumbeðin eða óviðkomandi tölvupóstsskilaboð, auglýsingar, kynningarefni, ruslpóst, eða keðjubréf, þar á meðal og án takmarkana, magnauglýsingar og tilkynningar;

g. falsa hvers kyns TCP-IP haus eða hvaða hluta upplýsinga í tölvupósti eða í færslum, eða á annað hátt setja upplýsingar í haus sem eru til þess fallnar að villa um fyrir viðtakendur þeirra hvað varðar uppruna hvers kyns efnis sem sent í gegnum þjónustuna (“spoofing”);

h. hlaða inn, póstleggja, senda með tölvupósti eða með öðrum hætti geyma eða á annan hátt gera aðgengilegt hvers kyns efni sem inniheldur veiru eða hvers konar aðra tölvukóða, skjöl eða forrit sem eru til þess fallin að skaða, trufla eða takmarka eðlilega starfsemi þjónustunnar (eða hluta hennar), eða annars hugbúnaðar eða vélbúnaðar;

i. trufla eða rjúfa þjónustuna (þ.m.t. að fara inn á þjónustuna með hvers kyns sjálfvirkum hætti, svo sem með forskrift eða öðrum forritum (e. web crawlers)), þá netþjóna eða þau netkerfi sem tengjast þjónustunni eða þær reglur, þau skilyrði eða það fyrirkomulag netkerfa sem tengjast þjónustunni (þ.m.t. óheimilan aðgang, notkun eða vöktun á upplýsingum eða notkun);

j. skipuleggja eða taka þátt í hvers kyns ólögmætum athöfnum, og/eða safna saman eða geyma persónulegar upplýsingar sem tengjast öðrum notendum þjónustunnar til nota í tengslum við einhverja af framangreindum óheimilu athöfnum;

k. svindla eða á annan hátt breyta þjónustunni eða þeirri upplifun sem leikirnir bjóða upp á í þeim tilgangi að öðlast forskot umfram aðra leikmenn.

FRIÐHELGI

Þjónustan lýtur reglum Apple um meðferð persónuupplýsinga sem aðgengilegar eru hér: https://www.apple.com/legal/internet-services/itunes/appstore/is/terms.html#PRIVACY. Eins og fram kemur í reglunum verða persónuupplýsingar, sem þú deilir þegar þú notar þjónustuna, svo sem býður öðrum notendum að nota þjónustuna, tekur þátt í stigatöflum (e. leader boards), virkjar boðskort eða möguleikann á að spila með öðrum (e. multiplayer functionality), eða birtir skilaboð, sýnilegar öðrum notendum sem geta lesið þær, safnað þeim saman eða notað þær. Þú ert ábyrgur fyrir þeim persónuupplýsingum sem þú velur að leggja fram. Þegar leikur, sem veitir möguleikann á að spila með öðrum, er spilaður geta aðrir notendur þjónustunnar, innan sama leiks, á sama þráðlausa netkerfi, staðarneti eða í Bluetooth færi, séð að þú sért nálægt (nema þú slökkvir á þessum eiginleika) auk þess að sjá notendanafn þitt og mynd, eða allan profile-reikninginn ef þú ert vinur viðkomandi notanda. Ef þú kýst að hafa opið fyrir prófil þinn með því að stilla á „on“, geta aðrir notendur þjónustunnar séð prófílinn þinn í heild sinni, þ.m.t. fullt nafn, athafnir (t.d. leiki sem þú hefur spilað og hvenær þú spilaðir þá), stig og afrek, og hægt er að mæla með þér sem vini annarra notenda. Ef lokað er fyrir prófílinn með því að stilla á „off“, geta aðeins þeir notendur sem þú hefur gert að vinum séð prófílinn í heild sinni, og ekki verður mælt með þér sem vini annarra notenda, einungis gælunafn þitt (e. Nickname) og mynd verða sýnileg öðrum notendum sem ekki eru vinir. Ef þú sendir eða samþykkir vinabeiðni er fullu nafni þínu auk Apple auðkennis þíns deilt með þeim sem þú hefur áður komið á vinasambandi við og með þeim notendum sem þú sendir vinabeiðnir til eða samþykkir vinabeiðnir frá og Apple getur mælt með leikjum sem þú hefur spilað við vini þína.

Viljir þú hætta að deila upplýsingum með öðrum og þjónustunni, sjá https://www.apple.com/support/.

Einstakir hlutar þjónustunnar eru ekki aðgengilegir börnum yngri en 13 ára, til dæmis eiginleikar sem leyfa notendum að gefa upp persónugreinanlegar upplýsingar. Vinsamlega virkið takmarkanir, eftir því sem við á.

FRAMLAG TIL ÞJÓNUSTUNNAR

Þjónustan kann að bjóða upp á gagnvirka eiginleika sem heimila þér að leggja til efni (þ.m.t. hlekki á efni þriðju aðila) á svæði þjónustunnar sem er aðgengilegt og sýnilegt almenningi. Þú samþykkir að öll notkun þín á slíkum eiginleikum, að meðtöldu efni sem þú leggur til á þennan hátt er á þína eigin ábyrgð, skal ekki ganga gegn eða brjóta gegn rétti annars aðila eða fela í sér brot á nokkrum lögum, stuðla að eða hvetja til brots eða að öðru leyti stuðla að ólögmætri hegðun eða vera klámfengið, hneykslanlegt eða ósmekklegt. Þú samþykkir einnig að þú hefur öðlast öll nauðsynleg réttindi og leyfi til að leggja fram slíkt efni. Þú samþykkir að leggja fram réttar og fullnægjandi upplýsingar í tengslum við framlagningu þína á öllu efni til þjónustunnar. Þú veitir Apple hér með óafturkallanlegt og endurgjaldslaust leyfi, án einkaréttar, um allan heiminn til þess að nota slíkt efni sem hluta af þjónustunni, við veitingu eða markaðssetningu þjónustunnar, án nokkurra þóknunar eða skuldbindinga gagnvart þér. Apple áskilur sér rétt til þess að tilkynna ekki né birta efni, sem og að fjarlægja eða breyta efni, hvenær sem er og að eigin vild og án viðvörunar eða ábyrgðar.

Apple hefur rétt, en ber ekki skyldu, til að stjórna öllu efni sem þú leggur fram eða sem er að öðru leyti gert aðgengilegt í gegnum þjónustuna, til að rannsaka allar tilkynningar um brot eða augljós brot á samningi þessum, og grípa til hvaða aðgerða sem er, sem Apple álítur viðeigandi, þar með talið, án takmarkana, að grípa til riftunar á grundvelli samnings þessa eða höfundaréttarreglna okkar (https://www.apple.com/legal/copyright.html).

EFNI ÞRIÐJU AÐILA

Ákveðið efni og þjónusta sem er fáanleg í gegnum þjónustuna getur falið í sér efni frá þriðju aðilum. Apple kann að veita tengla inn á vefsíður þriðju aðila þér til þæginda. Þú samþykkir að Apple ber ekki ábyrgð á að kanna eða meta innihald eða nákvæmni slíks efnis og að Apple ábyrgist ekki og mun ekki bera neina ábyrgð eða skyldur vegna efnis þriðju aðila eða vefsíðna þeirra, eða á nokkru öðru efni, vörum eða þjónustu þriðju aðila. Þú samþykkir að þú munt ekki nota nokkurt efni frá þriðja aðila á þann hátt að það brjóti gegn eða fari gegn rétti annars aðila og að Apple ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á slíkri notkun af þinni hálfu.

HNEYKSLANLEGT EFNI

Þú skilur að með því að nota þjónustuna getur þú fundið efni sem þú getur álitið móðgandi, ósæmilegt, hneykslanleg og djarft. Engu að síður samþykkir þú að nota þjónustuna á eigin ábyrgð og Apple ber enga ábyrgð gagnvart þér vegna efnis sem getur talist móðgandi, ósæmilegt eða hneykslanlegt. Flokkun og lýsingar eru veittar til þæginda, og þú samþykkir að Apple tryggi ekki nákvæmni þeirra.

HUGVERKARÉTTINDI

Þú samþykkir að þjónustan, þar með talið en ekki takmarkað við, myndefni, notendaviðmót, hljóðbúta, ritstjórnarefni sem og handrit og hugbúnaður sem notaður er til að útfæra þjónustuna, fela í sér eignaréttarvarið efni og efni sem er í eigu Apple og/eða leyfisveitanda þess, og verndað er af viðeigandi hugverkarétti og öðrum lögum, þar meðtalið en ekki bundið við höfundarrétt. Þú samþykkir að þú munt ekki nota slíkt eignaréttarvarið efni eða upplýsingar á nokkurn hátt nema til þess að nota þjónustuna í samræmi við ákvæði þessa samnings. Óheimilt er að endurgera og fjölfalda þjónustuna, í hvaða mynd eða með hvaða hætti sem er, nema það sé skýrt tekið fram í skilmálum þessum. Þú samþykkir að breyta ekki, leigja, lána, selja, dreifa eða búa til aðlöguð verk byggð á þjónustunni, með nokkrum hætti, og þér er óheimilt að nota þjónustuna á hvers kyns ólögmætan hátt, þar með talið en ekki takmarkað við, til að misnota eða íþyngja netflutningsgetu.

Þrátt fyrir önnur skilyrði samnings þessa, áskilja Apple og leyfisveitendur þess sér rétt til að breyta, víkja, fjarlægja eða gera óvirkan aðgang að hvers kyns vörum, efni eða öðru því sem telst hluti af þjónustunni, á hvaða tíma sem er og án fyrirvara. Apple skal ekki í neinum tilvikum teljast ábyrgt vegna slíkra breytinga. Apple getur jafnframt sett takmörk á notkun eða aðgang að ákveðnum eiginleikum eða hlutum þjónustunnar, í öllum tilvikum án fyrirvara og án ábyrgðar.

Apple og/eða leyfisveitendur þess eiga höfundarrétt á þjónustunni (þar með talið á samansafni efnis, færslna og tengla á aðrar vefssíður á veraldarvefnum og á lýsingu á slíkum síðum) og tengdum hugbúnaði og áskilja þeir sér allan rétt að lögum og á grundvelli hlutabréfaeignar sinnar. NOTKUN Á HUGBÚNAÐINUM EÐA HVAÐA HLUTA ÞJÓNUSTUNNAR SEM ER, AÐ FRÁTALINNI NOTKUN Á ÞJÓNUSTUNNI SEM HEIMILUÐ ER Á GRUNDVELLI ÞESSA SAMNINGS, ER STRANGLEGA BÖNNUÐ OG BRÝTUR HÚN GEGN HUGVERKARÉTTI ANNARRA OG GETUR HAFT Í FÖR MEÐ SÉR EINKARÉTTAR- OG REFSIVIÐURLÖG OG MÖGULEGAR FJÁRSEKTIR VEGNA BROTA Á HÖFUNDARÉTTI.

Apple, merki Apple og önnur Apple vörumerki, þjónustumerki, tákn og merki sem notuð eru í tengslum við þjónustuna eru vörumerki, þ.á m. skrásett vörumerki, Apple Inc. í Bandaríkjunum og/eða í öðrum löndum. Önnur vörumerki, þjónustumerki, tákn og merki sem notuð í tengslum við þjónustuna geta verið vörumerki hlutaðeigandi eiganda. Þér er ekki veittur réttur eða leyfi til notkunar á slíkum vörumerkjum.

RIFTUN

Ef þú vanefnir, eða Apple hefur gilda ástæðu til að ætla að þú hafir vanefnt, eitthvað ákvæði þessa samnings, er Apple heimilt, samkvæmt eigin ákvörðun og án tilkynningar til þín, að: (i) rifta samningi þessum og/eða reikningi þínum og/eða (ii) eyða leyfinu fyrir þjónustunni og/eða (iii) koma í veg fyrir aðgang að þjónustunni (eða einhvers hluta hennar). Apple áskilur sér rétt til að breyta, hætta með eða leggja niður þjónustuna (eða einhvern hluta hennar) hvenær sem er. Apple ber ekki ábyrgð gagnvart þér eða þriðja aðila þó sá réttur verði nýttur. Að því marki sem mögulegt er mun Apple gefa þér viðvörun með fyrirvara vegna allra breytinga eða lokana á þjónustunni.

FYRIRVARI UM ÁBYRGÐ; TAKMÖRKUN Á ÁBYRGÐ

a. Apple mun veita þjónustuna af þeirri kunnáttu og viðleitni sem eðlilegt má teljast. Apple veitir ekki önnur loforð eða ábyrgðir varðandi þjónustuna og ábyrgist ekki eftirfarandi atriði:

(i) að notkun þín á þjónustunni verði án truflana eða laus við villur. Þú samþykkir að Apple sé heimilt að fjarlægja þjónustuna um óákveðinn tíma eða afturkalla þjónustuna hvenær sem er af tæknilegum eða rekstrarlegum ástæðum, með tilkynningu til þín ef mögulegt er.

(ii) að þjónustan verði ekki fyrir tjóni, aflögun, árásum, vírusum, truflunum, hökkunum eða öðrum ágangi á öryggi sem orsakast vegna óviðráðanlegra ástæðna og Apple afsalar sér allri ábyrgð sem tengist slíkum aðstæðum.

b. Að frátöldu því sem talið er í (d) hér að neðan, eða í þeim tilvikum sem þú nýtir rétt lögboðinn rétt þinn til endurgreiðslu eða bóta, er Apple, forstjóri þess, starfsmenn, hlutdeildarfélög, fulltrúar, verktakar eða leyfisveitendur í engum tilvikum ábyrgir fyrir tjóni eða skaða af völdum Apple, starfsmanna þess eða fulltrúa þar sem:

(i) ekki hefur verið brotið gegn lagalegri skyldu til að viðhafa aðgát gagnvart þér af hálfu Apple, starfsmanna þess eða fulltrúa;

(ii) tjónið telst ekki sennileg afleiðing af brotinu;

(iii) aukningu tjóns eða skaða má rekja til brota af þinni hálfu á ákvæðum samnings þessa;

(iv) tjónið er afleiðing ákvörðunar Apple þess efnis að fjarlægja eða neita að vinna úr upplýsingum eða efni, að vara þig við, að fresta eða loka aðgangi þínum að þjónustunni eða vegna annarra aðgerða sem gripið hefur verið til í sambandi við rannsókn á meintu broti á samningi þessum eða á grundvelli niðurstöðu Apple þess efnis að brot á samningi þessum hafi átt sér stað; eða

(v) tjónið tengist tapi á tekjum, viðskiptum eða hagnaði, eða tapi eða aflögun á gögnum sem tengjast því að þú getur ekki notað þjónustuna.

c. Apple skal gera viðeigandi ráðstafanir til að vernda gögn og upplýsingar sem þú hefur lagt til þjónustunnar þ.m.t. gegn óheiðarlegri notkun.

d. Ekkert í samningi þessum breytir eða takmarkar ábyrgð Apple á svikum, stórfelldu gáleysi, ásetningi, dauða eða persónulegum skaða.

e. Ef þú brýtur gegn samningi þessum munt þú verða ábyrg/ur gagnvart Apple, forstjórum, fulltrúum, starfsmönnum, hlutdeildarfélögum, umboðsmönnum, verktökum og leyfisveitendum vegna allra krafna sem koma til vegna brota þinna. Þú munt einnig bera ábyrgð á öllum aðgerðum Apple í tengslum við rannsókn á brotum eða grun á brotum þínum gegn samningi þessum eða á aðgerðum og ákvörðunum vegna staðfestra brota þinna á samningi þessum.

BREYTINGAR

Apple áskilur sér rétt til þess að breyta samningi þessum og koma inn með nýja skilmála eða viðbótarskilmála varðandi notkun þína á þjónustunni á hverjum tíma. Slíkar breytingar og viðbótaskilmálar verða virkir þá þegar og verða hluti af samningi þessum. Litið verður á áframhaldandi notkun þína á þjónustunni sem samþykki á þeim.

ÖNNUR ÁKVÆÐI

Samningur þessi felur í sér heildarsamkomulag milli þín og Apple og gildir um notkun þína á þjónustunni og gildir hann framar öðrum samningum milli þín og Apple um þjónustuna. Þú kannt jafnframt að vera bundinn af öðrum skilmálum sem kunna að gilda þegar þú notar tengda þjónustu, efni þriðju aðila eða hugbúnað þriðju aðila. Ef hluti af samningi þessum er talinn ógildur eða óframkvæmanlegur skal skýra þann hluta samningsins í samræmi við viðeigandi löggjöf með þeim hætti að upphaflegur vilji aðila sé virtur eftir fremsta megni en önnur ákvæði samningsins skulu halda gildi sínu að fullu. Fylgi Apple ekki eftir réttindum sínum samkvæmt einhverjum af ákvæðum þessa samnings skal slíkt ekki teljast fela í sér afsal Apple á þeim réttindum. Apple ber ekki ábyrgð á vanefndum við að efna skyldur samkvæmt samningi þessum sem stafa af óviðráðanlegum orsökum.

Þjónustan er rekin af Apple frá skrifstofu þess í Bandaríkjunum. Þú samþykkir að fylgja hvers konar staðbundnum, fylkjabundnum, ríkisbundnum og landsbundnum lögum, tilskipunum, reglugerðum og reglum sem eiga við um notkun þína á þjónustunni. Öll framkvæmd þjónustunnar lýtur lögum Kaliforníu, án tilliti til ákvæða um lagaskil. Notkun þín á þjónustunni kann jafnframt að vera háð öðrum lögum. Þú samþykkir að hvers kyns kröfur eða ágreiningur við Apple í tengslum við notkun þína á þjónustunni skuli heyra eingöngu undir dómstóla Kaliforníu. Áhættuflutningur í tengslum við hvers konar tjón er varðar rafræna þjónustu flyst yfir til kaupanda í Kaliforníu við rafrænan flutning til viðtakanda. Enginn starfsmaður eða fulltrúi Apple hefur heimild til þess að breyta þessum samningi.

Apple hefur rétt til að senda þér tilkynningar tengdar þjónustunni með tölvupósti í gegnum netfangið þitt, með pósti á heimilisfang þitt eða með tilkynningu í gegnum þjónustuna. Tilkynningarnar taka gildi strax.

Apple áskilur sér rétt til þess að grípa til aðgerða sem Apple telur nauðsynlegar eða viðeigandi til að fylgja eftir og/eða staðfesta eftirfylgni við samning þennan eða hluta hans. Þú samþykkir að Apple hafi rétt, án ábyrgðar gagnvart þér, til þess að afhenda hvers kyns skráningarupplýsingar eða reikningsupplýsingar til yfirvalda, opinberra stofnana og/eða þriðju aðila, upp að því marki sem Apple telur nauðsynlegt eða viðeigandi, í því skyni að fylgja eftir og/eða staðfesta eftirfylgni við samning þennan (þar á meðal, án takmarkana, hefur Apple rétt til þess að hafa samstarf um hvers kyns lagaleg úrræði varðandi notkun þína á þjónustunni og/eða vörunum, og/eða í tengslum við kröfu þriðju aðila sem lúta að því að notkun á þjónustunni/vörunum sé ólögleg og/eða brjóti gegn réttindum þriðju aðila).

Síðast uppfært 15. september 2013