Legal

iCLOUD SKILMÁLÁR

iCLOUD SKILMÁLÁR

Velkomin til iCloud

ÞESSI SAMNINGUR MILLI ÞÍN OG APPLE GILDIR UM NOTKUN ÞÍNA Á iCOULD VÖRUNNI, HUGBÚNAÐI, ÞJÓNUSTU, OG VEFSÍÐUM (HÉR EFTIR SAMEIGINLEGA NEFND „ÞJÓNUSTA“). ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ ÞÚ LESIR OG SKILJIR EFTIRFARANDI SKILMÁLA. MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á „SAMÞYKKJA“ ERTU AÐ SAMÞYKKJA AÐ ÞESSIR SKILMÁLAR MUNI GILDA EF ÞÚ VELUR AÐ HAFA AÐGANG AÐ EÐA NOTA iCLOUD ÞJÓNUSTUNA.

Apple veitir Þjónustuna, sem gerir þér kleift að nota tiltekna internet þjónustu, þ.m.t. að geyma persónulegt efni (svo sem tengiliði, dagatöl, myndir, minnispunkta, áminningar, skjöl, app upplýsingar og iCloud tölvupóst) og gera það aðgengilegt á samhæfum tækjum þínum og tölvum, og vissa staðsetningartengda þjónustu, eingöngu samkvæmt þeim skilmálum sem settir eru fram í þessum Samningi. Um leið og þú virkjar iCloud, verður efni þitt sjálfkrafa sent til Apple og geymt, svo þú getir síðar haft aðgang að efninu eða ýtt því þráðlaust í önnur iCloud-virkjuð tæki eða tölvur. „Apple“ vísar hér til:

• Apple Inc., 1 Infinite Loop, Cupertino, California, fyrir notendur í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku (að undanskildu Kanada), auk land- og umráðasvæða í Bandaríkjunum og franskra og breskra umráðasvæða í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og í Karíbahafinu;

• Apple Canada, 7495 Birchmount Road, Markham, ON L3R 5G2 fyrir notendur í Kanada eða landsvæðum þess og umráðasvæðum;

• iTunes K.K., Roppongi Hills, 6-10-1 Roppongi, Minato-ku, Tokyo 106-6140 fyrir notendur í Japan;

• Apple Pty Limited, Level 13, Capital Centre, 255 Pitt Street, Sydney NSW 2000, Australia, fyrir notendur í Ástralíu, Nýja Sjálandi, þ.m.t. umráðasvæði, landsvæði og tengdar lögsögur á eyjum; og

• iTunes Sarl, 31-33, rue Sainte Zithe, L-2763 Luxembourg, fyrir alla aðra notendur.

SKILYRÐI FYRIR NOTKUN ÞJÓNUSTUNNAR

Þjónustan er einungis aðgengileg þeim sem eru 13 ára eða eldri, nema þú sért yngri en 13 ára og hafir fengið Apple ID skilríkið þitt vegna beiðni frá viðurkenndri menntastofnun. Ef þú ert 13 ára eða eldri en ekki lögráða í búsetulandi þínu, verður þú að kynna þér Samning þennan með foreldri þínu eða forráðamanni til að ganga úr skugga um að þú og foreldri þitt eða forráðamaður skilji hann. Foreldrar eða forráðamenn ættu einnig að minna börn á að hættulegt geti verið að hafa samskipti við ókunnuga á internetinu og grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda börn, þ.m.t. með því að fylgjast með notkun þeirra á Þjónustunni.

Til að nota þjónustuna, má þér ekki vera bannað að þiggja Þjónustuna samkvæmt bandarískum lögum eða í annarri lögsögu sem við á, þ.m.t. landið þar sem þú býrð eða notar Þjónustuna. Með því að samþykkja Samning þennan, lýsir þú því yfir að þú skiljir og samþykkir það sem að ofan greinir.

Til að nota Þjónustuna þarf að hafa samhæf tæki, internet aðgang, og vissan hugbúnað (gjöld geta átt við), reglubundnar uppfærslur kunna að vera nauðsynlegar, og þessir þættir geta haft áhrif á notkun þjónustunnar. Apple áskilur sér rétt til að takmarka fjölda Reikninga gerða á tækjum sem og fjölda tækja sem hægt er að tengja við reikning. Mælt er sérstaklega með háhraða internet-tengingu fyrir notkunina. Mælt er með að notaðar séu nýjustu útgáfur af þeim hugbúnaði sem krafist er til að hafa aðgang að Þjónustunni og það getur verið nauðsynlegt fyrir tilteknar aðgerðir og eiginleika. Þú samþykkir að það sé þín ábyrgð að uppfylla þessar kröfur, sem geta breyst við og við.

Notkun staðsetningatengdrar Þjónustu

Apple og samstarfsaðilar þess og leyfisveitendur geta veitt vissa eiginleika og þjónustu með Þjónustunni (t.d. finndu iPhone símann minn (e. „Find My iPhone“) , finndu vini mína (e. „Find My Friends“)) sem byggir á upplýsingum um staðsetningu tækjanna, með notkun GPS (þar sem það er hægt), ásamt heitum reitum (e. Wi-Fi) og farsímasendum. Til að veita slíka eiginleika eða þjónustu, þar sem hægt er, þarf Apple, samstarfsaðilar þess og leyfisveitendur að safna, nota og senda, vinna og viðhalda upplýsingum um staðsetningu þína, þ.m.t., en þó ekki eingöngu,landfræðilega staðsetningu tækis þíns og upplýsingar tengdar iCloud reikningi þínum („reikningur“) sem og hvers konar tæki sem skráð eru þar undir, þ.m.t., en þó ekki takmarkað við, Apple skilríkið þitt, auðkenni (e. device ID) og nafn sem og gerð tækis.Þú veitir hér með samþykki þitt fyrir því að Apple, samstarfsaðilar þess og leyfisveitendur safni, noti, sendi, vinni og viðhaldi slíkum upplýsingum um staðsetningu og reikning til að veita og bæta slíka virkni og þjónustu.

Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er, með því að nota ekki staðsetningartengdu eiginleikana og slökkva á Find My iPhone, Find My Friends, eða Location Services stillingunni (eins og við á) á tækinu þínu eða tölvu. Þegar þjónusta þriðja aðila er notuð, þar sem staðsetningarupplýsingar eru notaðar eða veittar sem þáttur Þjónustunnar gilda skilmálar og persónuverndarreglur þriðja aðilans um notkun slíkra staðsetningarupplýsinga, frá slíkum þriðja aðila, sem þú ættir að kynna þér. Ekki er ætlast til þess að staðsetningarupplýsingarnar sem Þjónustan veitir séu notaðar í aðstæðum sem krefjast nákvæmra upplýsinga um staðsetningu eða þar sem rangar, ónákvæmar, tafðar eða ófullnægjandi upplýsingar um staðsetningu geta valdið dauða, líkamstjóni, munatjóni eða umhverfisskaða. Apple skal sýna tilhlýðilega aðgát og kunnáttu þegar Þjónustan er veitt, en hvorki Apple, né nokkur af þeim sem veitir þeim efni tryggir aðgengileika, nákvæmni, heildstæðni, áreiðanleika eða tíma staðsetningarupplýsinganna eða annarra upplýsinga sem Þjónustan birtir.

Find My iPhone

Find My iPhone og Find My Mac eiginleikarnir eru ætlaðir til einkanota eingöngu. Þegar þeir eru virkjaðir í iOS tæki þínu eða Mac, er hægt að nota þessa eiginleika til að auðvelda þér að finna, spila hljóð, eða þurrka upplýsingar úr iOS tæki þínu eða Mac með fjarstýrðum hætti eða Virkja Leitarham (e. Lost Mode) með fjarstýringu. Ef þú telur þig hafa glatað iOS tæki þínu skaltu Virkja Leitarham án tafar til að koma í veg fyrir að aðrir noti eða selji iOS tækið eða fái aðgang að gögnum þínum. Þú berð ábyrgð á því að verja iOS tækið þitt með aðgangskóða sem gerir Leitarham virkan í týnda iOS tækinu og bregst við öllum tilkynningum og samskiptum við iOS tæki þitt. Sé þetta ekki gert getur það leitt til þess að gögn glatist eða þriðji aðili fái aðgang að þeim, að ekki takist staðsetja eða endurheimta týnt eða stolið iOS tæki, eða ekki takist að koma í veg fyrir að týnda eða stolna iOS tækið verði selt eða notað. Apple ber enga ábyrgð á vanrækslu þinni við að verja iOS tæki þitt með aðgangskóða, virkja Leitarham og/eða taka við eða bregðast við tikynningum og samskiptum né ber það ábyrgð á að koma iOS tækinu þínu aftur til þéna eða hvers kyns gagnamissi í iOS tækinu þínu.

Þegar Find My iPhone er virkjað í iOS tækjum sem keyra iOS 7 eða nýrri útgáfur, verður iOS tækið þitt sjálfkrafa tengt Apple auðkenni þínu og krafist verður Apple aðgangsorðs til að einhver (þ.m.t. þú) geti slökkt á á Find My iPhone, skráð út af iCloud í iOS tækinu, eytt af iOS tækinu til að endurheimta upprunalegar stillingar eða virkjað iOS tækið, eins og þegar eytt hefur verið af því, SIM-kortið hefur verið fjarlægt eða fastbúnaðaruppfærsla tækis eða endurheimt hugbúnaðar hafa farið fram. Apple og viðurkenndir umboðsaðilar þess geta ekki framkvæmt viðhaldsþjónustu á vél- eða hugbúnaði, þ.m.t. þjónustu skv. takmarkaðri ábyrgð Apple, nema þú gerir Find My iPhone óvirkt áður en þjónustan fer fram.

iOS tækin þurfa að vera á eða tengd internetinu (í gegnum gagnaflutningsnet, svo sem eins og 3G eða skráð þráðlaust net) til að hægt sé að staðsetja þau. Ef hið týnda iOS tæki hefur Virkan Leitarham (e. Lost Mode), getur það fylgst með fyrri staðsetningum, þar sem kveikt hefur verið á tækinu og það hefur verið tengt internetinu, og sýnt þér lista yfir þessar fyrri staðsetningar á síðastliðnum 24 klukkustundunum, þegar þú reynir að staðsetja iOS tækið með notkun Find My iPhone. Hafi upplýsingum verið eytt úr iOS tæki þínu eða Mac með fjarstýrðum hætti, getur þú ekki fundið, spilað hljóð, hætt við fjarstýrðu eyðinguna fyrir það iOS tæki eða Mac, eða Virkjað Leitarham (e. Lost Mode) á því iOS tæki. Fyrirspurnir um staðsetningu munu hafa áhrif á líftíma rafhlaðna iOS tækisins eða Mac sem leitað er að. Teljir þú að iOS tæki þínu eða Mac hafi verið stolið ættir þú að leita aðstoðar lögregluyfirvalda á þínu svæði og notast við virkni Find My iPhone, t.d. Leitarham fyrir iOS tækið eða með því að læsa eða eyða upplýsingum á iOS tæki þínu eða Mac til að vernda gögnin þín. Þegar þú hefur beðið um staðsetningu iOS tækis þíns eða Mac, og iOS tækið eða Mac hefur verið fundið á korti, getur þú séð síðustu staðsetningu iOS tækis þíns eða Mac eftir upprunalega beiðni í allt að 24 klst. Apple eyðir svo upplýsingunum innan 24 klst. frá upphaflegri beiðni þinni. STAÐSETNINGARTENGDA ÞJÓNUSTAN ER HVORKI ÆTLUÐ, NÉ HENTUG, TIL NOTKUNAR SEM NEYÐARKERFI TIL AÐ FINNA STAÐSETNINGAR.

Find My Friends

Find My Friends hugbúnaðurinn, sem hægt er að hlaða niður frá App Store (krafist er samhæfs vélbúnaðar og hugbúnaðar), gerir þér kleift að deila staðsetningu þinni með takmörkuðum fjölda annarra notenda í gegnum tæki ykkar, þegar þeir notendur samþykkja beiðni þína um það. Þú getur einnig séð staðsetningu takmarkaðs fjölda annarra notenda sem hafa samþykkti beiðni þína með tækjum sínum. Þú getur látið tækið þitt tilkynna öðrum notendum með sjálfvirkum hætti þegar ferð frá eða kemur á tiltekna staði, og eftir að þú hefur komið á vinasambandi, látið tækið tilkynna þér þegar þeir notendur koma á eða fara frá tilteknum stöðum. Einnig er hægt að velja að deila tímabundið staðsetningu þinni með takmörkuðum fjölda hópa, sem þú hefur stillt eða annar notandi, og sjá staðsetningu allra þeirra sem eru í þessum hópum. Þú getur falið tímabundið staðsetningu tækis þíns frá öllum öðrum notendum. Þú getur afturkallað samþykki á leyfi annars notenda til að sjá staðsetningu þína. Þú getur slökkt á eiginleikanum með því að skrá þig út úr eða með því að taka Find My Friends hugbúnaðinn úr tækinu þínu. Þú getur líka notað takmarkanir í iOS stillingunum til að hindra óheimilar breytingar á stillingunum sem þú hefur valið, þ.m.t. samþykkt beiðni um fylgni eða falið staðsetningu. Fyrirspurn um staðsetningu hefur áhrif líftíma rafhlaðna tækisins sem fundið er. STAÐSETNINGARTENGDA ÞJÓNUSTAN ER HVORKI ÆTLUÐ, NÉ HENTUG, TIL NOTKUNAR SEM NEYÐARKERFI TIL AÐ FINNA STAÐSETNINGAR.

Öryggisafrit

Hægt er að fá sjálfvirk öryggisafrit fyrir iOS tæki, og er afritað reglubundið, þegar tækið er skjálæst, tengt við aflgjafa, og tengt internetinu með þráðlausu neti. iCloud geymir síðustu þrjú öryggisafrit þín. Ef tæki hefur ekki verið afritað í iCloud á hundrað og áttatíu (180) daga tímabili áskilur Apple sér rétt til að eyða öllum afritum tengdu því tæki. Öryggisafrit takmarkast við stillingar tækisins, einkenni tækisins, myndir og myndbönd, skilaboð (iMessage, SMS og MMS), hringitóna, app gögn, staðsetningarstillingar (svo sem staðsetningartengdar áminningar sem þú hefur komið upp), og upphafs skjánum (e. Home screen) og app skipulaginu. Efni sem keypt er frá iTunes Store, App Store, eða iBookstore er ekki öryggisafritað, en getur þó verið hæft til niðurhals frá þessum þjónustum, að uppfylltum reikningsskilyrðum, fáanleika, og gildandi skilmálum. Margmiðlunarefni sem fæst við samstillingu við tölvuna þína eru ekki öryggisafrituð. iCloud þitt, tölvupóstur, tengiliðir, dagatöl, bókamerki, og skjöl eru geymd í, og hægt er að nálgast þau úr, iCloud. Apple skal sýna tilhlýðilega kunnáttu og aðgát þegar Þjónustan er veitt, en, EINS OG FRAMAST ER LEYFT SAMKVÆMT GILDANDI LÖGUM, TRYGGIR APPLE HVORKI NÉ ÁBYRGIST AÐ NOKKUÐ ÞAÐ EFNI SEM ÞÚ KANNT AÐ GEYMA EÐA NÁLGAST MEÐ ÞJÓNUSTUNNI VERÐI EKKI ÓVILJANDI FYRIR SKAÐA, BRENGLUN, GLATIST, EÐA FJARLÆGIST Í SAMRÆMI VIÐ SKILMÁLA ÞESSA SAMNINGS, OG APPLE BER EKKI ÁBYRGÐ EIGI SLÍKT TJÓN, BRENGLUN, GLÖTUN EÐA FJARLÆGING SÉR STAÐ. Það er þín ábyrgð að viðhalda vara öryggisafritum við hæfi fyrir þínar upplýsingar og gögn.

Þegar iCloud Backup er virkjað, mun tæki þitt ekki öryggisafrita í iTunes sjálfkrafa á meðan samþættingu stendur en þú getur valið handvirk að hefja öryggisafritun í iTunes.

My Photo Stream

Þegar My Photo Stream eru virkjaðar á tæki þínu eða tölvu, munu nýjar myndir sem teknar eru með tæki þínu, eða fluttar eru inn í tölvu þína, hlaðast upp í iCloud, og svo hlaðast sjálfvirkt niður í önnur tæki þín eða tölvur þar sem My Photo Stream hafa einnig verið virkjaðar. Myndirnar sem búið er að hlaða niður munu birtast í skoðunarham My Photo Stream eða í möppu í tækinu.

Upplausnir mynda eru mismunandi eftir tækjum sem þeim er hlaðið niður í. Þráðlausrar tengingar er þörf til að notkunar á My Photo Stream á tækjum, Apple áskilur sér rétt til takmarka fjölda og/eða stærð mynda sem hægt er að hlaða upp á vissu tímabili til að takmarka notkun sem ekki er vísvitandi eða óhófleg.

Myndum, er hlaðnar hafa verið upp í tengslum við My Photo Stream, er sjálfkrafa eytt í samræmi við viðeigandi tíma- og fjöldatakmarkanir. Tækin geyma takmarkaðan fjölda nýjustu mynda í My Photo Stream albúminu eða skoðunarham, elstu myndunum, umfram núverandi takmörk, verður sjálfkrafa eytt þegar nýjum myndum er hlaðið niður.

iCloud Photo Sharing

Þegar iCloud Photo Sharing er virkt geturðu deilt völdum myndum og samhæfum myndskeiðum með öðrum samhæfum kerfum, eða opinberlega á internetinu, með því að búa til deilda myndaröð. Notendurnir sem þú deilir með geta sett inn ummæli við myndirnar eða deilt eigin myndum og myndskeiðum, og þessum ummælum, myndum og myndskeiðum verður deilt með öðrum notendum sem þú hefur nú þegar deilt myndaröð með. Eigandi myndaraðarinnar getur eitt öllum ummælum, myndum eða myndskeiðum í röðinni; hins vegar getur þátttakandi einungis eytt myndum eða myndskeiðum sem hann/hún hefur sett inn eða ummælum við þessar myndir eða myndskeið á meðan eigandinn deilir myndaröðinni með þátttakandanum.

Stærð myndaraðar getur verið háð mynd, myndskeiði eða fjölda- og/eða stærðartakmörkunum viðtakanda. Hægt er að vista handvirkt myndir sam hafa verið hlaðnar niður. Deildar myndaraðir nota farsímatengingu ef þráðlaust net er ekki til staðar.

Að breyta Þjónustunni

Apple áskilur sér rétt til að breyta eða segja upp Þjónustunni (eða einhverjum hluta hennar), annaðhvort tímabundið eða varanlega. Apple getur sett á vefsíðu okkar og/eða mun senda tölvupóst á aðal netfangið sem tengt er við Reikning þinn til að tilkynna um efnislegar breytingar á Þjónustunni. Það er á þína ábyrgð að skoða iCloud netfangið þitt og/eða aðal netfangið sem skráð er hjá Apple fyrir slíkar tilkynningar. Þú samþykkir að Apple skuli ekki bera ábyrgð gagnvart þér eða öðrum þriðja aðila vegna neinna breytinga eða stöðvunar á Þjónustunni. Hafir þú greitt fyrir notkun Þjónustunnar og við hættum að veita hana eða drögum efnislega úr virkni hennar, munum við veita þér afslátt að tiltölu af sérhverri fyrirframgreiðslu.

Takmörkun notkunar

Þú samþykkir að nota Þjónustuna einvörðungu í þeim tilgangi sem leyfður er í Samningi þessum og samkvæmt þeim lögum sem kunna að gilda, reglugerðum, eða almennt samþykktri venju í þeirri lögsögu sem við á. Reikningi þínum er veitt 5GB geymslugetu eins og lýst er á síðunum um eiginleika iCloud. Hægt er að kaupa umfram geymslu, eins og lýst er hér að neðan. Óheimilt er að fara umfram viðeigandi eða tilhlýðilegar takmarkanir á bandbreidd, eða geymslugetu (t.d. pláss fyrir öryggisafrit eða tölvupósts reikning) og getur hindrað að þú getir öryggisafritað í iCloud, bætt við skjölum, eða tekið við nýjum tölvupóstum sem sendir eru á iCloid netfangiðþitt. Ef notkun þín á Þjónustunni eða hegðun þín, annaðhvort viljandi eða óvart, ógnar möguleikum Apple til að veita Þjónustuna eða önnur kerfi, skal Apple hafa heimild til að grípa til allra tilhlýðilegra ráðastafana til að vernda Þjónustuna og Apple kerfin, sem getur falið í sér að aðgangi þínum að Þjónustunni sé tímabundið lokað. Endurtekin brot á takmörkununum geta leitt til þess að reikningi þínum sé lokað.

Fáanleiki Þjónustunnar

Þjónustan, eða annar eiginleiki eða hluti hennar, er mögulega ekki fáanleg á öllum tungumálum eða í öllum löndum og Apple gerir engar yfirlýsingar í þá veru að Þjónustan, eða einhver eiginleiki eða hluti hennar, sé við hæfi eða tiltæk til notkunar á neinum tilgreindum stað. Að því marki sem þú velur að hafa aðgang að og nota Þjónustuna, gerir þú það að eigin frumkvæði og berð ábyrgð á því að fara að þeim lögum sem kunna að gilda, þ.m.t., en þó ekki takmarkað við, gildandi landslög.

Opinber Prufuútgáfa

Endrum og sinnum kann Apple að bjóða nýja/eða uppfærða eiginleika þjónustunnar („Prufueiginleikarnir“) sem hluti af opinberu Prufuverkefni („Verkefnið“) í þeim tilgangi að veita Apple viðbrögð um gæði og nýtileika Prufueiginleikanna. Þú skilur og samþykkir að þáttataka þín í Verkefninu er af fúsum og frjálsum vilja og myndar ekki lögformlegt samstarf, umboð, eða vinnuréttarsamband milli þín og Apple, og að Apple ber ekki skyldu til að útvega þér nokkra Prufueiginleika. Apple kann að gera slíka Prufueiginleika aðgengilega þeim sem taka þátt í Verkefninu með skráningu á netinu eða skráningu í gegnum Þjónustuna. Þú skilur og samþykkir að Apple getur safnað og notað vissar upplýsingar af Reikningi þínum, tækjum og fylgibúnaði til þess að skrá þig í Verkefnið og/eða ákvarða hvort þú sért tækur til þátttöku. Þú skilur að um leið og þú hefur skráð þig í Verkefnið getur þér verið ókleift að snúa til baka til fyrri útgáfu sem ekki er Prufuútgáfa. Sé slíkt afturhvarf mögulegt, getur verið að þú getir ekki flutt gögn sem hafa orðið til í Prufueiginleikunum til baka til fyrri útgáfu sem ekki er prufuútgáfa. Um notkun þína á Prufueiginleikum og þátttöku í Verkefninu gildir þessi Samningur og sérhverjir auka leyfisskilmálar sem geta fylgt Prufueiginleikunum sérstaklega. Prufueiginleikarnir eru veittir í því ástandi „EINS OG ÞEIR ERU“ og „EINS OG ÞEIR ERU FÁNALEGIR“ og geta haft að geyma villur eða ónákvæmni sem getur valdið bilunum, brenglun eða gagnatapi og/eða upplýsingatapi úr tæki þínu eða fylgibúnaði (þ.m.t. án þess að takmarkast við, netþjóna og tölvur) sem því tengist. Apple ráðleggur þér eindregið að öryggisafrita öll gögn og upplýsingar í tæki þínu og sérhverjum fylgibúnaði áður en tekið er þátt í nokkru Verkefni. Þú staðfestir gagngert og samþykkir að öll notkun á Prufueiginleikum er á þína ábyrgð. ÞÚ TEKUR Á ÞIG ALLA ÁHÆTTU OG ALLAN KOSTNAÐ SEM FYLGIR ÞÁTTTÖKU Í NOKKRU VERKEFNI, Þ.M.T., OG ÁN ÞESS AÐ TAKMARKAST VIÐ, GJALD FYRIR INTERNETAÐGANG, KOSTNAÐ VIÐ ÖRYGGISAFRITUN, KOSTNAÐ SEM FELLUR TIL VEGNA NOTKUNAR Á TÆKI ÞÍNU OG FYLGIBÚNAÐI, OG ALLT TJÓN Á BÚNAÐI, HUGBÚNAÐI, UPPLÝSINGUM OG GÖGNUM. Apple kann, eða kann ekki, að veita þér tæknilegan og/eða annan stuðning vegna Prufueiginleikanna. Ef stuðningur er veittur, þá er hann veittur til viðbótar hefðbundnum stuðningi sem veittur er fyrir Þjónustuna og aðeins aðgengilegur í gegnum Verkefnið. Þú samþykkir að fara eftir öllum reglum um stuðninginn eða reglum sem Apple setur þér til að fá slíkan stuðning. Apple áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum, skilyrðunum eða reglum um Verkefnið (þ.m.t. að hætta Verkefninu) hvenær sem er, með eða án tilkynningar, og getur afturkallað þátttöku þína í Verkefninu hvenær sem er. Þú viðurkennir að Apple hefur enga skyldu til að útvega söluútgáfu Prufueiginleikanna, og verði slík söluútgáfa gerð fáanleg, getur hún haft öðruvísi eiginleika og virkni en Prufueiginleikarnir. Sem hluti af Verkefninu mun Apple veita þér tækifæri til að koma með athugasemdir, tillögur, eða önnur viðbrögð vegna notkunar þinnar á Pufueiginleikunum. Þú samþykkir að án sérstaks skriflegs samnings um hið gagnstæða, mun Apple geta notað alla svörun þína í hvaða tilgangi sem er.

Áskrift að viðbótargeymslu

Hægt er að kaupa viðbótar geymslu í áskrift.

Gjald

Hægt er að greiða fyrir Þjónustuna með kreditkortum og tilteknum greiðslureikningum (þar sem hægt er) og mun greiðslan með sjálfvirkum hætti lúta sömu greiðsluháttum og valinn er á Apple ID (þ.e.a.s. þeim greiðsluhætti sem þú notar til að versla á iTunes, App Store eða iBookstore, ef aðgengileg). Apple getur fengið fyrirfram samþykki fyrir upphæð sem er allt að fjárhæð viðskiptanna. Viðbótargeymslugjöld eru gjaldtekin árlega, áður en þjónustan er veitt. Gjaldtaka fer fram þegar viðskiptin eiga sér stað, eða fljótlega þar á eftir. Þú samþykkir að þú munir greiða fyrir uppfærslurnar sem þú kaupir með Þjónustunni, og að Apple megi gjaldfæra kreditkort þitt eða greiðslureikning vegna allra uppfærslna sem keyptar eru og vegna viðbótar fjárhæða (þ.m.t. alla skatta og gjöld vegna dráttar) sem til falla í tengslum við Reikning þinn, og að Apple geti haldið áfram að gjaldfæra kreditkort þitt eða greiðslureikning vegna allra þeirra gjalda eða greiðslna sem tengjast áskrift þinni árlega þar til þú breytir eða dregur til baka áskrift þína. Þetta hefur í för með sér að kreditkort eða reikningur þinn verður gjaldfærður vegna þeirra gjalda sem þá eiga við á næsta árlega gjaldtökudegi, nema þú breytir eða dragir til baka áskrift þína áður en kemur að árlegum gjaldtökudegi.

U.þ.b. þrjátíu (30) dögum fyrir þinn árlega gjaldtökudag, munum við láta þig vita með tölvupósti á það netfang sem tengist Apple auðkenni þínu að Reikningur þinn verði bráðlega gjaldtekinn og minna þig á að kreditkort þitt eða greiðslureikningur verði gjaldtekinn í samræmi við þau gjöld sem koma fram á árlegum gjaldtökudegi. Þú getur breytt áskrift þinni með því að uppfæra eða minnka geymslu þína undir stillingum í iCould-inu í tækinu þínu, eða undir iCloud í „System Preferences“ á Mac eða iCloud „Control Panel„ í tölvunni þinni. Gjaldið sem við á fyrir uppfærða geymslu tekur strax gildi, minnkun á geymslu tekur gildi á næsta árlega gjaldtökudegi. ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ Á TÍMANLEGRI GREIÐSLU ALLRA GJALDA OG Á ÞVÍ AÐ ÚTVEGA APPLE GILDAR KREDITKORTA- EÐA GREIÐSLUREIKNINGSUPPLÝSINGAR TIL AÐ GREIÐA ÖLL GJÖLD. Öll gjöld verða gjaldfærð á því kreditkorti eða greiðslureikningi sem þú vísar til í skráningarferlinu. Geti Apple ekki gjaldfært kreditkort þitt eða greiðslureikning fyrir þeim gjöldum sem greiða á, áskilur Apple sér rétt til að afturkalla eða takmarka aðgang þinn að geymdu Efni, eyða geymdu efni, eða eyða Reikningi þínum. Viljir þú gefa upp annað kreditkort eða greiðslureikning eða ef breytingar verða á kreditkorti þínu eða greiðslureikningi, verður þú að breyta upplýsingum þínum á netinu undir reikningsupplýsingum (e.Account Information“) dálknum í iCloud; það getur truflað tímabundið aðgang þinn að Þjónustunni á meðan Apple sannprófar nýjar greiðsluupplýsingar þínar.

Heildarverð þitt mun taka til verðsins fyrir uppfærslur auk viðeigandi greiðslukorta gjalda og allra sölu-, notkunar-, vöru og þjónustu-, virðisaukaskatt, eða annarra svipaðra skatta, samkvæmt gildandi lögum og þeim skattprósentum sem eru í gildi á þeim tíma sem þú keyptir uppfærsluna. Við munum taka skatt þegar okkur ber samkvæmt þeim skattareglum sem gilda um þjónustuna.

Reikningsupplýsingar og fyrirspurnir um gjaldtöku

Þú getur athugað stjórnunarsíðu Reiknings þíns í tæki þínu til að fá upplýsingar um Reikning þinn, þ.m.t. greiðsluaðferðir og gjaldmiða. Apple mun senda rafrænan reikning á netfangið þitt sem tengt er Apple ID þínu þegar Þjónustugjöld eru gjaldfærð á Reikning þinn. Teljir þú að ranglega hafi verið gjaldfært vegna Þjónustunnar vinsamlegast reyndu að láta okkur vita innan 45 daga frá gjaldtökudegi með því að hafa samband við iCloud Support á slóðinni www.apple.com/support/icloud.

Afturkallanir og endurgreiðslur

Öll gjöld eða greiðslur sem þú greiðir vegna Þjónustunnar eru óendurgreiðanlegar, nema þegar lög krefja, eða það sé með öðrum hætti kveðið svo á um hér. Þú getur haft samband við Apple til að fá fulla endurgreiðslu innan 15 daga frá upphaflegum uppfærslukaupum eða innan 45 daga frá eftirfarandi árlegri greiðslu. Til að biðja um endurgreiðslu, eins og hér er lýst, farðu á www.apple.com/support/icloud til að fá frekari upplýsingar. Þessi regla getur vikið fyrir gildandi landslögum. Vinsamlegast hafðu samband við iCloud aðstoð til að fá frekari upplýsingar.

Þú getur sagt upp áskrift þinni með því að minnka geymsluna með því að velja ókeypis 5GB áætlunina undir Storage Plan í iCloud Account Information í tæki þínu í iCloud Account skoðunarhamnum í kerfisvalmöguleikum í Mac, eða frá iCloud Account skoðunarhamnum í iCloud Control Panel fyrir Windows í PC tölvunni þinni. Greidd áskrift þín verður afturkölluð á næsta árlega gjaldtökudegi þínum. Hlutfallslegar endurgreiðslur eru fáanlegar þar sem lög krefja.

Verðbreytingar

Apple getur hvenær sem er, með tilkynningu sem krafist er samkvæmt gildandi lögum, breytt verðinu fyrir geymsluuppfærslu eða hluta hennar, eða komið á nýjum gjöldum. Verðbreytingar og ný gjöld sem koma til framkvæmda á áskriftarári þínu munu gilda um eftirfarandi áskriftarár og alla nýja áskrifendur eftir þá dagsetningu sem breytingin tekur gildi. Samþykkir þú ekki slíkar verðbreytingar, verður þú að afturkalla eða hætta að nota geymsluuppfærsluna.

Þín notkun Þjónustunnar

Reikningur þinn

Sem skráður notandi Þjónustunnar getur þú stofnað Reikning. Ekki veita öðrum aðilum aðgang að upplýsingum þeim sem veittar eru á Reikningi þínum. Þú einn ert ábyrgur fyrir því að viðhalda trúnaði og öryggi yfir þínum Reikningi og vegna allra athafna sem eiga sér stað í gegnum þinn Reikning og þú samþykkir að tilkynna Apple þegar í stað um öll brot á öryggi sem verða á Reikningi þínum. Ennfremur staðfestir þú og samþykkir að Þjónustan er hönnuð og ætluð til einkanota fyrir einstaklinga og að þú ættir ekki að deila Reikningnum þínum og/eða upplýsingum um aðgangsorð með öðrum einstaklingi. Að því gefnu að við höfum sýnt tilhlýðilega kunnáttu og aðgát, ber Apple ekki ábyrgð á neinu tapi vegna óheimilar notkunar á Reikning þínum sem leiðir af því að þú fylgir ekki þessum reglum.

Til þess að nota Þjónustuna verður þú að skrifa Apple auðkenni þitt og aðgangsorð til að sannvotta Reikning þinn. Þú samþykkir að veita réttar og fullnægjandi upplýsingar þegar þú skráir þig og notar þjónustuna („Skráningarupplýsingar“), og samþykkir að uppfæra Skráningarupplýsingarnar og halda þeim réttum og fullnægjandi. Misbrestur á að veita réttar, dagsréttar og fullnægjandi Skráningarupplýsingar getur valdið því að reikningurinn verði gerður óaðgengilegur tímabundið eða honum eytt. Þú samþykkir að Apple geti geymt og notað Skráningarupplýsingarnar sem þú gefur upp í tengslum við viðhald og gjaldtöku á Reikningi þínum.

Viðbótarskyldur og skilmálar

Sérstakir þættir eða eiginleikar Þjónustunnar sem Apple veitir og/eða leyfisveitendur þess, þ.m.t. en ekki takmarkað við, möguleikann á að hlaða niður fyrri kaupum og iTunes Match (gegn viðbótargreiðslum), þarfnast sérstaks hugbúnaðar eða annarra leyfissamninga eða notkunarskilmála. Þú verður að lesa, sætta þig við og samþykkja að vera bundinn af slíkum aðskildum samningum sem skilyrði fyrir notkun þessara vissu þátta eða eiginleika Þjónustunnar.

Ekkert afsal

Ekkert í þessum Samningi skal túlkað sem afsal nokkurra hagsmuna, eignaréttar, eða leyfis þa Apple auðkenni, netfangi, lénsheiti, iChat auðkenni, eða svipuðum gögnum sem þú notar í tengslum við Þjónustuna, til þín.

Réttindi falla niður

Þú samþykkir að reikningur þinn sé óframseljanlegur og að öll réttindi sem fylgja Apple auðkenni þínu eða Efni á Reikningi þínum eyðast við andlát þitt. Við viðtöku afrist dánarvottorðs getur Reikningi þínum verið eytt og allt Efni hans þurrkað út. Hafðu samband við iCloud aðstð í gegnum www.apple.com/support/icloud til að fá frekari aðstoð.

Engin endursala Þjónustu

Þú samþykkir að þú munir ekki endurgera, afrita, tvöfalda, selja, endurselja, leigja eða versla með Þjónustuna (eða nokkurn hluta hennar) í neinum tilgangi.

Persónuverndarreglur Apple

Þú skilur að með því að nota Þjónustuna veitir þú samþykki fyrir söfnun og notkun tiltekinna upplýsinga um þig og notkun þína á Þjónustunni í samræmi við Persónuverndarreglur Apple. Þú veitir einnig samþykki þitt fyrir söfnun, notkun, sendingu, vinnslu og viðhaldi Apple á upplýsingum sem tengjast Reikningi þínum, og hverjum þeim tækjum eða tölvum sem skráðar eru þar, í þeim tilgangi að veita þér Þjónustuna, og alla hennar eiginleika. Þær upplýsingar sem Apple safnar þegar þú notar Þjónustuna geta einnig verið tæknilegar, tölfræðilegar eða greiningarlegar upplýsingar sem tengjast eða stafa af notkun þinni sem Apple getur notað til að styðja, bæta og efla vörur og þjónustu Apple. Til frekari upplýsinga, vinsamlegast lestu persónuverndarreglur okkar í fullri lengd á http://www.apple.com/privacy/. Ennfremur skilur þú og samþykkir að þessar upplýsingar geti verið sendar til Bandaríkjanna og/eða annarra landa til geymslu, vinnslu og notkunar af hálfu Apple, hlutdeildarfélagaa þess og/eða þjónustuveitenda þeirra. Vakin er athygli á því að persónulegar upplýsingar um einstaklinga sem búa í aðildarríkum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eru í umsjón Apple Distribution International, Cork, Írlandi.

Efni og þín hegðun

Efni

„Efni“ merkir allar upplýsingar sem hægt er að búa til með notkun Þjónustunnar, svo sem gagnaskrár, einkenni tækja, ritaður texti, hugbúnaður, tónlist, grafík, ljósmyndir, myndir, hljóð, myndbönd, skilaboð og allt annað efni af slíkum toga. Þú skilur að allt Efni, hvort sem það er birt opinberlega eða sent einslega með Þjónustunni er algjörlega á ábyrgð þess sem Efnið er upprunnið frá. Það hefur í för með sér að þú, en ekki Apple, berð einn ábyrgð á Efni sem þú hleður upp, hleður niður, birtir, sendir með tölvupósti, sendir, geymir eða gerir með öðrum hætti aðgengilegt með notkun þinni á Þjónustunni. Þú skilur að með því að nota Þjónustuna getur Efni orðið á vegi þínum sem þér finnst særandi, ósæmandi eða hneykslanlegt og að þú getur gert Efni aðgengilegt öðrum sem þeim finnst hneykslanlegt. Apple stjórnar hvorki Efninu sem birt er með Þjónustunni, né tryggir nákvæmni, heilindi eða gæði slíks Efnis. Þú skilur og samþykkir að notkun þín á Þjónustunni og nokkru efni er algjörlega á þína áhættu.

Þín hegðun

Þú samþykkir að þú munir EKKI nota Þjónustuna til að:

a. hlaða inn, hala niður, birta, senda með tölvupósti, senda, geyma eða á annan hátt gera aðgengilegt Efni sem er ólöglegt, felur í sér áreitni, er ógnandi, skaðlegt, til þess fallið að valda tjóni, ærumeiðandi, niðrandi, móðgandi, ofbeldisfullt, gengur nær friðhelgi annars aðila, er hatursfullt, felur í sér kynþáttabundið- eða þjóðernisbundið áreiti, eða á annan hátt hneykslanlegt,

b. sitja um, áreita, hóta eða skaða aðra,

c. ef þú ert fullorðinn, biðja ólögráða einstakling (allir þeir sem eru undir 18 ára aldri eða undir þeim aldri sem landslög skilgreina sem lögræðisaldur), sem þú þekkir ekki, um persónulegar upplýsingar eða aðrar upplýsingar, þ.m.t, en ekki takmarkað við, eftirfarandi: fullt nafn eða eftirnafn, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer, myndir, eða nafn á skóla, kirkju, íþróttaliði eða vini hins ólögráða einstaklings,

d. þykjast vera einhver eða eitthvað sem þú ert ekki – þú mátt ekki villa á þér heimildir eða látast vera annar einstaklingur (þ.m.t. þekktur einstaklingur), félag, annar notandi iCloud, starfsmaður Apple, ríkis- eða þjóðarleiðtogi, eða á annan hátt gefa ranga mynd af tengslum þínum við aðra manneskju eða félag (Apple áskilur sér rétt til að hafna eða útiloka öll Apple auðkenni eða netföng sem gætu verið álitin stæling eða rangfærsla á persónueinkennum þínum eða misnotkun á nafni eða persónueinkennum annars aðila),

e. taka þátt í hvers kyns höfundarréttarbrotum eða annars konar brotum gegn hugverkarétti (þ.m.t. að hlaða upp efni sem þú hefur ekki rétt til að hlaða upp), eða láta í ljós hvers kyns viðskiptaleyndarmál eða trúnaðarupplýsingar sem brýtur í bága við trúnaðar- eða starfssamning eða trúnaðarsamningi,

f. birta, senda eða á annan hátt gera aðgengilegt hvers kyns óumbeðin eða óviðkomandi tölvupóstsskilaboð, auglýsingar, kynningarefni, ruslpóst, eða keðjubréf, þ.m.t og án takmarkana, magnauglýsingar og tilkynningar,

g. falsa hvers kyns TCP-IP haus eða hvaða hluta upplýsinga í haus á tölvupósti eða í frétta hópi, eða á annað hátt setja upplýsingar í haus sem eru til þess fallnar að villa um fyrir viðtakendum um uppruna hvers kyns Efnis sem sent í gegnum Þjónustuna (e. “spoofing”),

h. hlaða inn, birta, senda með tölvupósti, geyma eða með öðrum hætti gera aðgengilegt hvers kyns efni sem inniheldur veiru eða hvers konar aðra tölvukóða, skrár eða forrit sem eru til þess fallin að skaða, trufla eða takmarka eðlilega starfsemi Þjónustunnar (eða hluta hennar), eða annan hugbúnað eða vélbúnað,

i. trufla eða rjúfa Þjónustuna (þ.m.t. að fara inn á þjónustuna með hvers kyns sjálfvirkum hætti, svo sem með forskrift eða öðrum forritum (e. web crawlers)), eða netþjóna eða þau netkerfi sem tengjast þjónustunni, eða reglum, kröfum eða reglugerðum um netkerfi sem tengjast Þjónustunni (þ.m.t. óheimill aðgangur, notkun eða vöktun á upplýsingum eða notkun),

j. skipuleggja eða taka þátt í hvers kyns ólögmætum athöfnum og/eða,

k. safna saman eða geyma persónulegar upplýsingar um aðra notendur Þjónustunnar til nota í tengslum við einhverja af framangreindum óheimilu athöfnum.

Fjarlæging Efnis

Þú viðurkennir að Apple beri ekki ábyrgð með nokkrum hætti á nokkru Efni sem aðrir útvega og hefur engar skyldu til að forskoða slíkt Efni. Apple áskilur sér hinsvegar rétt til þess að ákveða hvenær sem er hvort Efni sé við hæfi og í samræmi við Samning þennan, og getur forskoðað, fært, hafnað, breytt og/eða fjarlægt Efni hvenær sem er, án fyrirfram samþykkis að sínum eigin geðþótta, ef slíkt Efni telst vera í andstöðu við Samning þennan eða að öðru leyti hneykslanlegt.

Öryggisafritun Efnis þíns

Þú berð ábyrgð á að öryggisafrita, í þína eigin tölvu eða önnur tæki, öll mikilvæg skjöld, myndir eða annað Efni sem þú geymir eða nálgast með Þjónustunni. Apple skal sýna tilhlýðilega kunnáttu og aðgát þegar Þjónustan er veitt, en Apple tryggir hvorki né ábyrgist að nokkurt Efni sem þú geymir eða hefur aðgang að með Þjónustunni geti ekki óviljandi orðið fyrir skaða, brenglun eða tjóni.

Aðgangur að Reikningi þínum og Efni

Apple áskilur sér rétt til að grípa til þeirra aðgerða sem það telur tilhlýðilega nauðsynlegar eða viðeigandi til að framfylgja, og/eða ganga úr skugga um, að farið sé að hvaða hluta Samnings þessa sem er. Þú viðurkennir og samþykkir að Apple geti, án ábyrgðar gagnvart þér, haft aðgang að, notað, eða varðveitt og/eða upplýst um Reiknings upplýsingar þínar og Efni til lögregluyfirvalda, stjórnarráðsfulltrúa, og/eða þriðju aðila, eins og Apple telur tilhlýðilega nauðsynlegt eða viðeigandi, ef þess er krafist að lögum eða ef við erum í góðri trú um að slíkur aðgangur, notkun, upplýsing, eða varðveisla sé tilhlýðilega nauðsynleg til að: (a) fara eftir lögformlegum farvegi eða beiðnum, (b) framfylgja Samningi þessum, þ.m.t. rannsaka möguleg brot brot gegn honum, (c) finna, hindra eða með öðrum hætti grípa inn í mál er varða öryggi, svik eða tækni, eða (d) vernda rétt, eignir eða öryggi Apple, notenda þess, þriðja aðila, eða almenning eins og lög leyfa eða áskilja.

Tilkynningar um höfundarrétt

Teljir þú að eitthvað Efni sem þú telur þig hafa höfundarrétt yfir hafi verið notað án heimildar af einhverjum notanda Þjónustunnar, vinsamlegast hafðu samband við höfundarréttarfulltrúa Apple samkvæmt lýsingu í höfundarréttarreglunum okkar á http://www.apple.com/legal/trademark/claimsofcopyright.html. Apple er heimilt, að eigin geðþótta, að meina tímabundið aðgang að/eða loka Reikningi notenda sem brjóta ítrekað höfundarrétt.

Brot gegn Samning þessum

Ef Efni verður á vegi þínum við notkun Þjónustunnar sem þér finnst óviðeigandi, eða telur að sé að öðru leyti brot gegn Samningi þessum, getur þú tilkynnt það með því að senda tölvupóst á netfangið abuse@iCloud.com.

Efni sem þú leggur fram eða gerir aðgengilegt á Þjónustunni

Leyfi frá þér

Að undanskildu efni sem við kunnum að veita þér leyfi til að nota, þá er Apple ekki eigandi Efnis og/eða innihalds sem þú leggur fram að eða gerir aðgengilegt á Þjónustunni. Með því að leggja fram eða birta slíkt Efni á svæðum Þjónustunnar sem eru aðgengileg almenningi eða öðrum notendum sem þú samþykkir að deila Efninu með ertu hins vegar að veita Apple alheims, endurgjaldslaust, almennt leyfi til að nota, dreifa, endurgera, breyta, aðlaga, birta, þýða, eða flytja og sýna opinberlega slíkt efni á Þjónustunni í þeim eina tilgangi sem efnið var lagt fram í eða gert aðgengilegt, án nokkurs endurgjalds eða skyldu gagnvart þér. Þú samþykkir að Efnið sem þú leggur fram eða birtir skuli vera á þína ábyrgð eingöngu, fari ekki í bága við eða brjóti gegn réttindum nokkurs annars aðila eða brjóti gegn lögum, stuðli að eða hvetji til brota eða annarrar ólögmætrar háttsemi, eða sé að öðru leyti viðbjóðslegt, hneykslanlegt, eða ósmekklegt. Með því að leggja fram eða birta slíkt Efni á svæðum Þjónustunnar sem eru almenningi aðgengileg eða öðrum notendum, ert þú að lýsa því yfir að þú sért eigandi slíks efnis og/eða hafir öll nauðsynleg réttindi, leyfi og heimildir til að dreifa því.

Breytingar á Efninu

Þú skilur að til að veita Þjónustuna og gera Efni þitt aðgengilegt á henni getur Apple sent Efni þitt um ýmis opin netkerfi, í ýmiskonar formi, og aðlagað og breytt Efni þínu vegna tæknilegra krafna um tengingu netkerfa eða tækja eða tölva. Þú samþykkir að leyfið í samning þessum heimili Apple að grípa til slíkra aðgerða.

Upplýsingar um vörumerki

Apple, kennimerki Apple, iCloud, kennimerki iCloud og önnur Apple vörumerki, þjónustumerki, tákn, og merki sem notuð eru í tengslum við Þjónustuna eru vörumerki eða skrásett vörumerki Apple Inc. í Bandaríkjunum og/eða í öðrum löndum. Listi yfir vörumerki Apple er aðgengilegur hér - http://www.apple.com/legal/trademark/appletmlist.html. Önnur vörumerki, þjónustumerki, tákn og merki sem notuð eru í tengslum við Þjónustuna geta verið vörumerki hlutaðeigandi eiganda. Þér er ekki veittur réttur eða leyfi til notkunar á neinum ofangreindum vörumerkjum, og samþykkir ennfremur að þú skulir ekki fjarlægja, hylja eða breyta eignarréttartilkynningum (þ.m.t. vörumerki og höfundaréttartilkynningar) sem eru settar á eða eru í Þjónustunni.

Hugbúnaður

Einkaleyfisréttur Apple

Þú viðurkennir og samþykkir að Apple og/eða leyfisveitendur þess eiga öll lagaleg réttindi, eignaréttindi og hagsmuni tengda Þjónustunni, þ.m.t., en ekki takmarkað við, grafík, notendaviðmót, kóða og hugbúnað sem notaður er til að framkvæma Þjónustuna, og öllum hugbúnaði sem þér er veittur sem hluti af og/eða í tengslum við Þjónustuna („Hugbúnaðurinn“), þ.m.t. öll hugverkaréttindi sem þar er að finna, hvort sem þau eru skráð eða ekki og hvar sem þau eru í heiminum. Ennfremur samþykkir þú að Þjónustan (þ.m.t. Hugbúnaðurinn, og hver annar hluti hennar) geymi eiganda- og trúnaðarupplýsingar sem varinn er samkvæmt gildandi hugverkarétti og öðrum lögum, þ.m.t. en ekki takmarkað við, höfundaréttur. Þú samþykkir að þú munir ekki nota slíkar eigandaupplýsingar eða efni á nokkurn hátt nema til að nota Þjónustuna í samræmi við Samning þennan. Engan hluta Þjónustunnar má endurskapa á nokkurn hátt eða með neinum hætti, nema slíkt sé gagngert leyft í skilmálum þessum.

Leyfi frá Apple

Apple veitir persónulegt, almennt, óframseljanlegt, takmarkað leyfi til að nota Hugbúnað sem Apple veitir sem þátt í Þjónustunni og í samræmi við Samning þennan, að því gefnu að þú munir ekki (og munir ekki leyfa neinum öðrum að) afrita, breyta, leigja, lána, dreifa eða skapa þér afleidda vinnu, bakhanna, bakþýða eða með öðrum hætti reyna að finna út frumkóðan (nema slíkt sé gagngert leyft eða krafist að lögum), selja, leigja, framleigja, framselja, veðsetja eða framselja með öðrum hætti nokkurn rétt í Hugbúnaðinum, og þú skalt ekki hagnýta Þjónustuna með neinum óheimilum hætti, þ.m.t., en ekki takmarkað við, með því að fara í óleyfi inná eða íþyngja netflutningsgetunni. NOTKUN HUGBÚNAÐARINS EÐA EINHVERS HLUTA ÞJÓNUSTUNNAR, NEMA TIL AÐ NOTA ÞJÓNUSTUNA MEÐ ÞEIM HÆTTI SEM LEYFT ER Í SAMNINGI ÞESSUM, ER ALGJÖRLEGA ÓHEIMIL OG BRÝTUR Í BÁGA VIÐ HUGVERKARÉTTINDI ANNARRA OG GETUR VARÐAÐ EINKARÉTTARLEGUM EÐA REFSIRÉTTARLEGUM VIÐURLÖGUM, Þ.M.T. MÖGULEGAR FÉBÆTUR FYRIR HÖFUNDARRÉTTARBROT.

Útflutnings takmarkanir

Notkun Þjónustunnar og Hugbúnaðarins, þ.m.t. sendingar, birtingar, að hlaða upp gögnum, notkun hugbúnaðar og annars Efnis með Þjónustunni, getur heyrt undir útflutnings- og innflutningslög Bandaríkjanna og annarra landa. Þú samþykkir að fara að öllum gildandi útflutnings- og innflutningslögum og reglugerðum. Einkum, og án takmarkana, má ekki flytja Hugbúnaðinn, eða endurflytja hann út (a) til landa sem Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á eða (b) til einhvers sem er á skrá bandaríska fjármálaráðuneytisins um sérstaklega tiltekna þegna eða skrá viðskiptaráðuneytisins um bannaða einstaklinga og fyrirtæki. Með notkun á hugbúnaðinum eða þjónustunni ábyrgist þú að þú ert ekki staðsettur í slíku landi eða á slíkum lista. Þú samþykkir jafnframt að þú munir ekki nota Hugbúnaðinn eða Þjónustuna með þeim hætti sem óheimilt er samkvæmt bandarískum lögum, þ.m.t. en án takmarkana, í tengslum við þróun, hönnun, framleiðslu eða vinnslu flugskeyta, kjarnorku, eða efna- eða líffræðilegra vopna. Ennfremur samþykkir þú að hlaða ekki upp á Reikning þinn, nema með fyrirframgefnu samþykki þar að lútandi, neinum gögnum eða hugbúnaði sem ekki er hægt flytja út án skriflegs fyrirfram samþykkis stjórnvalda, þ.m.t. en ekki takmarkað við, dulritunarhugbúnað. Þessi trygging og skuldbinding skal gilda áfram eftir að lok Samnings þessa.

Uppfærslur

Hluti Þjónustunnar felst í því að þú færð við og við uppfærslur á Hugbúnaði frá Apple sem getur sjálfkrafa hlaðist niður og verið settar upp í tæki þínu eða tölvu. Þessar uppfærslur geta m.a. verið lagfæringar á villum, bæting eiginleika eða umbætur, eða alveg nýjar útgáfur af Hugbúnaði. Þú samþykkir að Apple megi senda þér slíkar uppfærslur sjálfkrafa sem hluti af Þjónustunni og að þú takir við þeim og setjir upp eins og þörf krefur.

Uppsögn

Uppsögn af þinni hálfu

Þú getur sagt upp Reikningi þínum og/eða hætt að nota Þjónustuna hvenær sem er. Óskir þú eftir að hætta að nota iCloud í tæki þínu, getur þú fjarlægt iCould reikninginn úr tækinu með því að opna stillingar (e. Settings) á tækinu, velja iCould, og velja eyða reikningi (e. Delete Account) takkann. Til að segja Reikningnum upp hafðu samband við stoðþjónustu iCloud á www.apple.com/support/icloud. Þau gjöld sem þú hefur innt af hendi fyrir uppsögn eru óendurgreiðanleg (nema slíkt sé gagngert leyft í Samning þessum), þ.m.t. fyrirframgreiðslur á reikningsárinu sem þú segir upp. Uppsögn Reiknings þíns leysir þig ekki undan neinum skyldum til að borga uppsöfnuð gjöld eða greiðslur.

Uppsögn af hálfu Apple

Apple getur hvenær sem er, að vissum skilyrðum uppfylltum og án tilkynningar fyrirfram, þegar í stað sagt upp og lokað aðgangi að Reikningi þínum í heild eða hluta og/eða aðgangi að Þjónustunni. Ástæður slíkrar uppsagnar geta verið: (a) brot gegn Samningi þessum eða öðrum reglum eða leiðbeiningum sem vísað er til í honum og/eða birtar á Þjónustunni, (b) beiðni þín um að afturkalla eða segja upp Reikningi þínum, (c) beiðni og/eða skipun frá lögreglu, dómsstól, eða annarri opinberri stofnun, (d) þegar Þjónusta sem þér er útveguð er eða gæti orðið ólögleg, (e) óvænt tæknileg eða öryggistengd atriði eða vandamál, (f) þátttaka þín í sviksamlegri eða ólöglegri starfsemi, eða (g) brestur á greiðslu einhvers gjalds sem þú skuldar vegna Þjónustunnar. Apple getur gripið til slíkrar uppsagnar eða tímabundinnar lokunar að sinni eigin vild og Apple mun ekki bera ábyrgð gagnvart þér eða þriðja aðila vegna neins tjóns sem kann að verða vegna slíkrar uppsagnar eða tímabundinnar lokunnar á Reikningi þínum og/eða aðgangi að Þjónustunni. Að auki getur Apple lokað Reikningi þínum eftir fyrirframgefna tilkynningu með tölvupósti á það netfang sem tengist Reikningi þinum ef (a) Reikningur þinn hefur verið óvirkur í eitt (1) ár, eða (b) um almenna stöðvun eða breytingar á efni Þjónustunnar eða hluta hennar er að ræða. Allar slíkar uppsagnir eða tímabundnar lokanir á reikningi þínum skal Apple framkvæma samkvæmt eigin ákvörðunarvaldi og Apple mun ekki bera ábyrgð gagnvart þér eða nokkrum þriðja aðila vegna neins tjóns sem kanna að verða vegna slíkra uppsagna eða tímabundinnar lokunar Reiknings þíns og/eða aðgangs að Þjónustunni, þó að það muni endurgreiða hlutfallslega fyrirframgreidd gjöld og upphæðir.

Áhrif uppsagnar

Við uppsögn Reiknings þín munt þú glata öllum aðgangi að Þjónustunni og öllum hlutum hennar, þ.m.t., en ekki takmarkað við, reikningnum þínum, Apple auðkenni, tölvupóstreikningi, og Efni. Að auki, að liðnum vissum tíma, mun Apple eytt upplýsingum og gögnum sem geymd eru í eða sem hluti af reikningnum þínum. Öllum þáttum Þjónustunnar sem þú kannt að hafa notað á grundvelli sérstaks leyfissamnings er einnig sagt upp í samræmi við þá leyfissamninga.

Tenglar og annað efni frá þriðja aðila

Tenglar

Visst efni, þættir eða eiginleikar Þjónustunnar geta innihaldið Efni frá þriðju aðilum og/eða tengla á aðrar síður, staði eða Efni. Þar sem Apple hefur mögulega enga stjórn á slíkum síðum þriðja aðila og/eða efni, viðurkennir þú og samþykkir að Apple beri ekki ábyrgð á fáanleika slíkra síðna eða staða, og hvorki styður né ábyrgist nákvæmni slíkra síða eða staða, og skal ekki með neinum hætti vera bótaskylt eða ábyrgt vegna slíks Efnis, auglýsinga, vara eða innihalds sem er aðgengilegt eða er á slíkum síðum eða stöðum. Ennfremur viðurkennir þú og samþykkir að Apple skuli ekki vera bótaskylt eða bera ábyrgð á nokkurn hátt vegna tjóns sem þú verður fyrir, eða heldur fram að þú verður fyrir, hvorki beinu né óbeinu, vegna notkunar þinnar og/eða vegna þess að þú reiðir þig á slíkt Efni, auglýsingar, vörur eða innihald sem er aðgengilegt eða á slíkum síðum eða stöðum.

Þjónusta Google Maps

Um notkun á Google Maps gilda eftirfarandi auka skilmálar: Þjónustuskilmálar Google Maps eru fáanlegir á http://maps.google.com/help/terms_maps.html og lagalegir fyrirvarar á http://maps.google.com/help/legalnotices_maps.html.

Fyrirvarar um ábyrgð

SUMAR LÖGSÖGUR HEIMILA EKKI VISSAR ÁBYRGÐARTAKMARKANIR, SEM SLÍKAR, AÐ ÞVÍ MARKI SEM SLÍK UNDANSKIL ERU SÉRSTAKLEGA BÖNNUÐ AÐ LÖGUM, KUNNA SUM UNDANSKIL SEM MÆLT ER FYRIR UM HÉR AÐ NEÐAN EKKI AÐ GILDA UM ÞIG.

APPLE SKAL SÝNA TILHLÝÐILEGA KUNNÁTTU OG AÐGÁT ÞEGAR ÞAÐ VEITIR ÞJÓNUSTUNA. EFTIRFRANDI FYRIRVARAR ERU HÁÐIR ÞESSARI GAGNGERU ÁBYRGÐ.

APPLE TRYGGIR EKKI, LÝSIR EKKI YFIR, EÐA ÁBYRGIST AÐ NOKTUN ÞÍN Á ÞJÓNUSTUNNI VERÐI ÓTRUFLUÐ EÐA VILLULAUS, OG ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ VIÐ OG VIÐ KUNNI APPLE AÐ FJARLÆGJA ÞJÓNUSTUNA Í ÓÁKVEÐINN TÍMA, EÐA HÆTTA VIÐ ÞJÓNUSTUNA Í SAMRÆMI VIÐ SKILMÁLA SAMNINGS ÞESSA.

ÞÚ SKILUR EINKUM OG SAMÞYKKIR AÐ ÞJÓNUSTAN ER VEIT „EINS OG HÚN ER“ OG „EINS OG HÚN ER FÁANLEG“. APPLE, HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS, DÓTTURFÉLÖG, FULLTRÚAR, STJÓRNENDUR, STARFSMENN, UMBOÐSMENN, SAMSTARFSAÐILAR OG LEYFIRVEITENDUR BERA ENGA ÁBYRGÐ AF HVAÐA TAGI SEM ER, HVORT SEM HÚN ER MEÐ BERUM ORÐUM EÐA ÓBEIN, Þ.M.T. EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ, ÓBEINA ÁBYRGÐ Á MARKAÐSHÆFI, HENTUGLEIKA Í SÉRGREINDUM TILGANGI OG AÐ EKKI SÉ BROTIÐ GEGN RÉTTI. EINKUM ÁBYRGIST APPLE, HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS, DÓTTURFÉLÖG, FULLTRÚAR, STJÓRNENDUR, STARFSMENN, UMBOÐSMENN, SAMSTARFSAÐILAR OG LEYFISVEITENDUR EKKI AÐ (I) ÞJÓNUSTAN SÉ Í SAMRÆMI VIÐ KRÖFUR ÞÍNAR, (II) AÐ NOTKUN ÞÍN Á ÞJÓNUSTUNNI VERÐI Á RÉTTUM TÍMA, ÓTRUFLUÐ, ÖRUGG OG VILLULAUS, (III) AÐ UPPLÝSINGAR SEM ÞÚ FÆRÐ Í GEGNUM ÞJÓNUSTUNA SÉU NÁKVÆMAR OG ÁREIÐANLEGAR OG (IV) NOKKUR GALLI EÐA VILLA Í HUGBÚNAÐINUM SEM ÞÉR ER VEITTUR SEM HLUTI AF ÞJÓNUSTUNNI VERÐI LAGAÐAUR.

APPLE LÝSIR HVORKI YFIR NÉ ÁBYRGIST AÐ ÞJÓNUSTAN SÉ LAUS VIÐ TAP, BRENGLUN, ÁRÁS, VÍRUSA, TRUFLANIR, INNBROT EÐA AÐRAR ÖRYGGIS ÁTROÐNINGA, OG APPLE VÍSAR FRÁ SÉR ÁBYRGÐ ÞVÍ TENGDU.

ALLT EFNI SEM HLAÐIÐ ER NIÐUR EÐA FENGIÐ MEÐ ÖÐRUM HÆTTI MEÐ ÞJÓNUSTUNNI ER NOTAÐ SAMKVÆMT ÞÍNU EIGIN ÁKVÖRÐUNARVALDI OG ÁHÆTTU OG ÞÚ EINN BERÐ ÁBYRGÐ Á TJÓNI Á TÆKI ÞÍNU, TÖLVU EÐA GAGNATAPI SEM VERÐUR AF NIÐURHLEÐSLU SLÍKS EFNIS. ENNFREMUR VIÐURKENNIR ÞÚ AÐ ÞJÓNUSTAN SÉ EKKI ÆTLUÐ EÐA HENTUG TIL NOTKUNAR Í AÐSTÆÐUM EÐA UMHVERFI ÞAR SEM BRESTIR EÐA TAFIR, VILLLUR EÐA ÓNÁKVÆMNI Í EFNI, GÖGNUM EÐA UPPLÝSINGUM SEM VEITTAR ERU MEÐ ÞJÓNUSTUNNI GETA LEITT TIL DAUÐA, LÍKAMSTJÓNS, EÐA ALVARLEGS EFNISLEGS EÐA UMHVERFISLEGS SKAÐA.

Takmörkun ábyrgðar

SUMAR LÖGSÖGUR HEIMILA EKKI ÁBYRGÐARTAKMARANIR ÞJÓNUSTUVEITENDA. AÐ ÞVÍ MARKI SEM SLÍK UNDANSKIL OG TAKMARKANIR ERU SÉRSTAKLEGA BANNAÐAR Í GILDANDI LÖGUM, KUNNA SUM UNDANSKILIN OG TAKMARKANIRNAR SEM MÆLT ER FYRIRUM HÉR AÐ NEÐAN EKKI AÐ EIGA VIÐ UM ÞIG.

APPLE SKAL SÝNA TILHLÝÐLILEGA KUNNÁTTU OG AÐGÁT ÞEGAR ÞAÐ VEITIR ÞJÓNUSTUNA. EFTIRFARANDI TAKMARKANIR GILDA EKKI UM TAP VEGNA (A) ÞESS AÐ APPLE SÝNDI EKKI TILHLÝÐILEGA KUNNÁTTU OG AÐGÁT (B) STÓRFELLDS GÁLEYSIS, MISGERÐAR AF ÁSETNINGI EÐA SVIKA AF HÁLFU APPLE EÐA (C) ANDLÁTS EÐA LÍKAMSTJÓNS.

ÞÚ SKILUR EINKUM OG SAMÞYKKIR AÐ APPLE, HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS, DÓTTURFÉLÖG, FULLTRÚAR, STJÓRNENDUR, STARFSMENN, UMBOÐSMENN, SAMSTARFSAÐILAR OG LEYFISVEITENDUR SKULU EKKI VERA ÁBYRGIR GAGNVART ÞÉR VEGNA BEINS, ÓBEINS, TILFALLANDI, SÉRSTAKS EÐA AFLEIDDS TJÓNS EÐA GREIÐA REFSISKAÐABÆTUR, Þ.M.T., EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ, BÆTUR FYRIR GLATAÐAN HAGNAÐ, VIÐSKIPTVILD, NOTKUN, GÖGN, KOSTNAÐ VEGNA ÖFLUNAR STAÐGÖNGUVÖRU EÐA ÞJÓNUSTU EÐA ÖÐRU ÓÁÞREIFANLEGU TJÓNI (JAFNVEL ÞÓ AÐ APPLE HAFI VERIÐ VARAÐ VIÐ MÖGULEIKANUM Á SLÍKU TJÓNI), SEM VERÐUR VEGNA: (I) NOTKUNAR EÐA ÓMÖGULEIKA NOTKUNAR ÞJÓNUSTUNNAR (II) BREYTINGA SEM GERÐAR ERU Á ÞJÓNUSTUNNI EÐA TÍMABUNDINNA EÐA ENDANLEGRAR STÖÐVUNAR Á ÞJÓNUSTUNNI EÐA HLUTA HENNAR (III) ÓHEIMILS AÐGANGS AÐ EÐA BREYTINGA Á SENDINGUM ÞÍNUM EÐA GÖGNUM (IV) EYÐINGAR, BRENGLUNAR EÐA MISBRESTS Á AÐ GEYMA OG/EÐA SENDA EÐA TAKA VIÐ SENDINGUM EÐA GÖGNUM Í EÐA GEGNUM ÞJÓNUSTUNA, (V) YFIRLÝSINGA EÐA HEGÐUNAR ÞRIÐJA AÐILA Á ÞJÓNUSTUNNI OG (VI) EINHVERS ANNARS SEM TENGIST ÞJÓNUSTUNNI.

Skaðleysi

Þú samþykkir að verja og tryggja skaðleysi Apple, hlutdeildarfélaga þess, dótturfélaga, stjórnenda, fulltrúa, starfsmanna, fulltrúa, samstarfsaðila, verktaka og leyfisveitenda vegna allra krafna, þ.m.t. vegna eðlilegrar lögmannsþóknunar, sem þriðju aðilar kunna að hafa uppi, sem rísa vegna: (a) einhvers Efnis sem þú leggur fram, birtir, sendir, eða gerir með öðrum hætti aðgengilegt með Þjónustunni, (b) notkunar þinnar á Þjónustunni, (c) brots af þinni hálfu gegn Samningi þessum, (d) aðgerða sem Apple grípur til vegna rannsóknar á grunuðu broti gegn þessum reglum eða vegna niðurstöðu þess eða ákvörðun um að brot gegn Samningi þessum hafi átt sér stað, eða (e) brots þíns gegn réttindum annars. Þetta merkir að þú getur ekki höfðað mál gegn Apple, hlutdeildarfélögum þess, dótturfélögum, stjórnendum, fulltrúum, starfsmönnum, umboðsmönnum, samstarfsaðilum, verktökum og leyfisveitendum vegna ákvörðunar þess um að fjarlægja eða neita að vinna upplýsingar og Efni, vara þig við, loka tímabundið eða segja upp aðgangi þínum að Þjónustunni, eða grípa til annarra aðgerða á meðan rannsókn stendur á grunuðu broti eða vegna niðurstöðu Apple um að brot gegn Samningi þessum hafi átt sér stað. Þetta afsal og skaðleysisloforð gildir um öll brot sem lýst er eða ber á góma í þessum Samningi. Þessi skylda skal viðhaldast eftir uppsögn eða lok Samnings þessa og/eða notkunar þinnar á Þjónustunni. Þú viðurkennir að þú sért ábyrgur fyrir allri notkun Þjónustunnar þegar þú notar Reikning þinn, og að þessi Samningur gildi um alla notkun á Reikningi þínum. Þú samþykkir að fara að Samningi þessum og verja Apple og halda skaðlausu vegna allra krafna sem upp kunna að rísa vegna notkunar á Reikningi þínum, hvort sem notkunin sé sérstaklega leyfð af þinni hálfu eða ekki.

Tilkynningar

Apple getur komið til þín tilkynningum varðandi Þjónustuna, þ.m.t. breytingar á Samningi þessum, með tölvupósti í iCloud netfangið þitt (og/eða annað netfang tengt Reikningi þínum, ef það er gefið upp), með venjulegum pósti, eða með birtinum á vefsíðum okkar og/eða Þjónustunni.

Gildandi lög

Nema að því marki sem sérstaklega er kveðið á um í eftirfarandi málsgrein, þá gilda lög Kaliforníuríkis um Samning þennan og sambandið milli þín og Apple, að undanskildum ákvæðum þess um lagaskil. Þú og Apple samþykkja persónulega og einskorðaða lögsögu dómstóla innan héraðsins Santa Clara, Kaliforníu, til að leysa úr öllum ágreiningi og kröfum sem kunna að rísa af samningi þessum. Ef (a) þú ert ekki bandarískur ríkisborgari, (b) býrð ekki í Bandaríkjunum, (c) þú hefur ekki aðgengi að Þjónustunni frá Bandaríkjunum og (d) þú ert ríkisborgari í einu af þeim ríkjum sem tilgreind eru að neðan, samþykkir þú að um sérhvern ágreining eða kröfu gildi þau lög sem kveðið er á um hér að neðan, án tillits til nokkurra ákvæða um lagaskil, og þú samþykkir hér með að sæta almennri lögsögu þeirra dómstóla sem staðsettir eru í þeim ríkjum, héruðum eða löndum sem tilgreind hér að neðan og hvers lög gilda:

Ef þú ert ríkisborgari í:

Evrópusambandsland eða Sviss, Noregur eða Ísland;

Gildandi lög og vettvangur:

Lög og dómstólar þar sem þú hefur venjulega búsetu.

Gildi laga sem kallast Samningur Sameinuðu þjóðanna um alþjóðleg lausafjárkaup er sérstaklega undanskilið í Samningi þessum.

Almennt

Samningur þessi felur í sér heildarsamkomulag milli þín og Apple og gildir um notkun þína á Þjónustunni og gildir hann framar öðrum samningum milli þín og Apple um Þjónustuna. Þú kannt jafnframt að vera bundinn af öðrum skilmálum sem kunna að gilda þegar þú notar tengda þjónustu, efni þriðju aðila eða hugbúnað þriðju aðila. Ef hluti af Samningi þessum er talinn ógildur eða óframkvæmanlegur skal skýra þann hluta samningsins í samræmi við viðeigandi löggjöf með þeim hætti að upphaflegur vilji aðila sé virtur eftir fremsta megni en önnur ákvæði samningsins skulu halda gildi sínu að fullu. Fylgi Apple ekki eftir réttindum sínum samkvæmt einhverjum af ákvæðum þessa Samnings skal slíkt ekki teljast fela í sér afsal Apple á þeim réttindum. Þú samþykkir, nema gagngert sé kveðið á um annað í Samningi þessum, að samningur þessi sé ekki í þágu neinna þriðju aðila.

BREYTINGAR

Apple áskilur sér rétt til breyta þessum Samningi hvenær sem er og kveða á um nýja eða viðbótar skilmála eða skilyrði um notkun þína á Þjónustunni. Sért þú ekki samþykkur þeim, verður þú að hætta að nota Þjónustuna og hafa samband við iCloud aðstoð til að endurheimta Efni þitt. Áframhaldandi notkun á Þjónustunni verður talin vera samþykki slíkra breytinga og viðbótar skilmála og skilyrða.

RAFRÆN SAMNINGSGERÐ

Notkun þín á Þjónustunni hefur í för með sér að þú getur gert rafræna samninga og/eða átt í rafrænum viðskiptum. ÞÚ VIÐURKENNIR AÐ ÞAÐ SEM ÞÚ LEGGUR FRAM MEÐ RAFRÆNUM HÆTTI FELUR Í SÉR SAMÞYKKI ÞITT OG ÆTLUN TIL AÐ VERA BUNDINN AF OG TIL AÐ GREIÐA FYRIR SLÍKA SAMNINGA OG VIÐSKIPTI. SAMÞYKKI ÞITT OG ÆTLUN AÐ VERA BUNDINN AF RAFRÆNUM SAMSKIPTUM GILDIR UM ALLAR SKRÁR SEM TENGJAST ÖLLUM VIÐSKIPTUM SEM ÞÁ ÁTT Í TENGSLUM VIÐ ÞESSA ÞJÓNUSTU, Þ.M.T. TILKYNNINGAR UM AFTURKÖLLUN, REGLUR, SAMNINGA OG HUGBÚNAÐ. Til þess að nálgast og geyma rafrænar skrár þínar, er hægt að krefjast þess að þú hafir vissan vébúnað eða hugbúnað, sem er á þína eigin ábyrgð.

Síðast uppfært: September 18, 2013