Legal

iCLOUD SKILMÁLÁR

Velkomin til iCloud

 

ÞESSI SAMNINGUR MILLI ÞÍN OG APPLE GILDIR UM NOTKUN ÞÍNA Á ICLOUD SEM VÖRU, HUGBÚNAÐI, ÞJÓNUSTU OG VEFSÍÐUM (Í HEILD NEFNT „ÞJÓNUSTAN“). ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ ÞÚ LESIR OG SKILJIR EFTIRFARANDI SKILMÁLA. MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á „SAMÞYKKJA“, SAMÞYKKIR ÞÚ GILDI ÞESSARA SKILMÁLA EF ÞÚ KÝST AÐ OPNA EÐA NOTA ÞJÓNUSTUNA.

 

Apple er veitandi Þjónustunnar, sem gerir þér kleift að nota tiltekna Internetþjónustu, þ.m.t. geymslu persónulegs efnis (s.s. tengiliði, dagbækur, myndir, minnispunkta, áminningar, skjöl, gögn í tengslum við öpp og iCloud póstþjónustu) sem þú getur nálgast í gegnum búnað og tölvur og ýmsa staðsetningartengda þjónustu sem Þjónustan styður, einungis samkvæmt þeim skilmálum sem settir eru fram í þessum samningi. Um leið og þú virkjar iCloud er efnið þitt sjálfkrafa sent og geymt af Apple svo þú getir nálgast það efni eða ýtt því þráðlaust inn á annað búnað eða tölvur sem iCloud styður. 

 

I. SKILYRÐI FYRIR NOTKUN ÞJÓNUSTUNNAR

 

          A. Aldur. Þjónustan er aðeins aðgengileg 13 ára og eldri, nema þú sért yngri en 13 ára og hafir fengið Apple-auðkenni að beiðni viðurkenndrar menntastofnunar eða aðgangur stofnaður af foreldri eða forsjáraðila í gegnum fídusinn Family Sharing. Við söfnum ekki vísvitandi, notum eða birtum persónuupplýsingar frá börnum undir 13 ára aldri, eða lágmarksaldri í viðkomandi lögsögu, án sannprófanlegs samþykkis foreldris. Foreldrar og forsjáraðilar ættu jafnframt að minna börn undir lögaldri á að það getur verið hættulegt að tala við ókunnuga á Internetinu og gera viðeigandi ráðstafanir til að vernda börn, þ.m.t. að fylgjast með notkun þeirra á Þjónustunni. 

 

Til að nota Þjónustuna máttu ekki vera persóna sem bannað er að þiggja þjónustuna samkvæmt bandarískum lögum eða viðkomandi lögsögu, þ.m.t. búsetulandi eða þaðan sem þú notar þjónustuna. Með því að samþykkja þennan samning lýsirðu því yfir að þú skiljir og samþykkir framangreint.

 

          B. Tæki og reikningar. Notkun þjónustunnar getur verið háð samhæfðum tækjum, Internetaðgangi og tilteknum hugbúnaði (e.t.v. gegn gjaldi); getur krafist reglubundinna uppfærslna og getur orðið fyrir áhrifum af frammistöðu þessara þátta. Apple áskilur sé rétt til að takmarka fjölda reikninga sem stofna má í gegnum sama tækið og fjölda tækja sem tengjast mega reikningi. Vera kann að tilteknar aðgerðir og eiginleikar krefjist nýjustu útgáfna nauðsynlegs hugbúnaðar. Þú samþykkir að uppfylling þessara krafna er á þína ábyrgð. 

 

          C. Takmörkun notkunar. Þú samþykkir að nota Þjónustuna aðeins í þeim tilgangi sem þessi samningur heimilar og aðeins að því marki sem það er heimilt samkvæmt gildandi lögum, reglum eða almennt viðurkenndum venjum í viðkomandi lögsögu. Þú færð úthlutað 5GB geymslurýmd eins og útlistað er í yfirlitinu yfir eiginleika iCloud. Hægt er að kaupa viðbótargeymslurýmd, eins og lýst er hér að neðan. Óheimilt er að nota bandbreidd umfram það sem boðið er upp á eða eðlilegt telst (t.d. rýmd fyrir öryggisafrit eða tölvupóstreikning) og getur komið í veg fyrir að þú getir tekið öryggisafrit á iCloud, bætt við skjölum eða tekið á móti tölvupósti sem er sendur á iCloud-netfangið þitt. Ef notkun þín á Þjónustunni eða háttsemi þín ógnar getu Apple til að veita Þjónustuna eða önnur kerfi, viljandi eða óviljandi, hefur Apple rétt á því að grípa til hvers kyns réttmætra aðgerða til að vernda Þjónustuna og kerfi Apple, þ.m.t. að meina þér aðgang að Þjónustunni. Endurtekin brot á þessum takmörkunum getur leitt til þess að reikningnum verði lokað. 

 

Ef að þú ert aðili sem hefur aðgang að sjúkraskrám eða heilsufarsupplýsingum, samstarfsaðili eða fulltrúi slíks aðila (eins og það er skilgreint í 45 C.F.R. § 160.103), samþykkirðu að þú munir ekki nota neina hluta, eiginleika eða annan búnað iCloud til að búa til, taka við, viðhalda eða senda „verndaðar heilsufarsupplýsingar“ (eins og það er skilgreint í 45 C.F.R. § 160.103) eða nota iCloud á nokkurn annan hátt sem myndi gera Apple (eða dótturfélög þess) að samstarfsaðila þínum eða þriðja aðila. 

 

        &nbs