Legal

SKILMÁLAR OG SKILYRÐI

A. SÖLUSKILMÁLAR
B. SKILMÁLAR MAC APP STORE, APP STORE OG IBOOKS STORE

NEÐANGREINDUR SAMNINGUR ER MILLI ÞÍN OG ITUNES S.A.R.L. ("ITUNES") OG GILDIR HANN UM NOTKUN ÞÍNA Á MAC APP STORE, APP STORE IBOOKS STORE OG APPLE TÓNLIST (“VERSLANIRNAR”). TIL ÞESS AÐ SAMÞYKKJA SKILMÁLA SAMNINGSINS SMELLTU Á "SAMÞYKKJA". EF ÞÚ SAMÞYKKIR EKKI SKILMÁLANA SKALT ÞÚ EKKI SMELLA Á "SAMÞYKKJA" NÉ NOTA MAC APP STORE, APP STORE EÐA IBOOKS STORE. SAMNINGUR ÞESSI GILDIR ÓHÁÐ LEYFI TIL NOTKUNAR HUGBÚNAÐAR SEM ÞÚ KANNT AÐ HAFA FENGIÐ, T.A.M. VARÐANDI NOTKUN ITUNES HUGBÚNAÐARINS.

Til þess að fá frekari upplýsingar um vörur okkar og þjónustu, vinsamlegast heimsækið http://www.apple.com/support/

A. SÖLUSKILMÁLAR

GREIÐSLUR, GJÖLD

iTunes kann að afla samþykkis fyrirfram fyrir greiðslu sem nemur allt að heildarfjárhæð pöntunar. Gjaldtaka fer fram samtímis eða stuttu eftir framkvæmd viðskiptanna. Þegar viðskipti fara fram er inneign (e. content credit) þín fyrst notuð og síðan er kreditkort þitt skuldfært fyrir þeirri upphæð sem umfram er.

Þú samþykkir að greiða fyrir allar vörur sem þú kaupir í gegnum verslanirnar og að iTunes megi skuldfæra þann greiðslumáta sem þú hefur tilgreint fyrir allar keyptar vörur og fyrir allar upphæðir þar að auki (þ.m.t. skatta og eftirfarandi gjöld, eftir því sem við á) sem stofnast til í gegnum eða í tengslum við Reikninginn þinn. Þú ert ábyrg/ur fyrir tímanlegum greiðslum á öllum gjöldum og fyrir að gefa iTunes gildan greiðslumáta til greiðslu allra gjalda.

Heildarfjárhæð þín mun samanstanda af upphæð vörunnar auk VSK eftir því sem við á (sem gildir á þeim degi sem halað er niður).

Þar til kaup fara fram áskilur iTunes sér rétt til að breyta verði á vörum sem standa til boða í verslununum á hverjum tíma, og verslanirnar bjóða ekki upp á verðvernd eða endurgreiðslu jafnvel þó svo að vöruverð lækki síðar meir eða tilboð býðst á vörunni.

Verði vara ófáanleg eftir að viðskiptin eiga sér stað en áður en niðurhal hefst, munt þú líklegast einungis hafa rétt til þess að fá endurgreidda þá upphæð sem þú greiddir fyrir ófáanlegu vöruna. Ef tæknilegir örðugleikar koma í veg fyrir eða óviðundandi töf verður á afhendingu vörunnar, átt þú einungis rétt á að fá annað hvort nýja vöru eða endurgreiðslu, eftir því sem iTunes ákveður.

1-Click®

1-Click er skráð þjónustumerki Amazon.com, Inc., sem notað er samkvæmt leyfi. 1-Click er handhæg leið sem gerir þér kleift að versla í verslununum með einum smelli á músinni þinni eða öðru inntakstæki. Við aðgang að verslununum í gegnum tölvuna þína er hægt að virkja 1-Click kaupleiðina í gegnum glugga sem birtist þegar þú smellir á kaupa-takkann. (Þú hefur tækifæri til þess að breyta þessum valmöguleika hvenær sem er með því að velja "uppfæra viðvaranir" á Reikningi þínum). Við aðgang að verslununum í gegnum Apple-vörur sem keyra iOS, t.a.m. iPad, iPod touch eða iPhone ("iOS tæki"), er hægt að virkja 1-Click fyrir hver viðskipti með því að ýta á takkann sem sýnir verð vörunnar sem birtir þá kaupa-takkann. Þegar 1-Click er virkjað þá hefst niðurhal um leið og ýtt eða smellt er á kaupa-takkann og viðskiptunum er lokið án nokkurra annarra aðgerða.

INNEIGNARKÓÐAR

Ekki er hægt að leysa inneignarkóða út fyrir reiðufé og ekki er hægt að skila þeim og fá til baka reiðufé (nema að því marki sem lög krefjast þess); skipta þeim út; endurselja þá; nota til þess að kaupa gjafir; nota til þess að versla í Apple Online Store eða nota í Apple Retail Stores. Ónotuð inneign er ekki framseljanleg.

Inneignakóðar sem ætlaðir eru til dreifingar á Íslandi er aðeins hægt að leysa út í verslunum á Íslandi.

iTunes er ekki ábyrgt fyrir töpuðum eða stolnum inneignarkóðum.

iTunes áskilur sér rétt til þess að loka reikningum og óska eftir öðrum greiðslumiðlum ef inneignarkóði er sviksamlega fenginn eða notaður í verslununum.

ITUNES OG LEYFISHAFAR ÞESS, HLUTDEILDARFÉLÖG OG LEYFISVEITENDUR TAKAST EKKI Á HENDUR NEINA ÁBYRGÐ, HVORKI BEINT EÐA ÓBEINT, Í TENGSLUM VIÐ INNEIGNARKÓÐANA EÐA VERSLANIRNAR, ÞAR Á MEÐAL OG ÁN TAKMARKANA, HVERS KONAR BEINA EÐA ÓBEINA ÁBYRGÐ Á SÖLUHÆFI EÐA HÆFNI Í ÁKVEÐNUM TILGANGI. Í ÞVÍ TILVIKI AÐ INNEIGNARKÓÐI ER ÓNOTHÆFUR SKALT ÞÚ EINUNGIS EIGA RÉTT Á NÝJUM INNEIGNARKÓÐA. ÞAÐ KANN AÐ VERA AÐ ÞESSAR TAKMARKANIR EIGI EKKI VIÐ UM ÞIG. TILTEKNAR LÖGSÖGUR HEIMILA EKKI TAKMARKANIR Á UNDIRSKILINNI ÁBYRGÐ EÐA UNDANÞÁGU EÐA TAKMARKANIR Á TILTEKNUM BÓTUM. EF ÞESSI LÖG EIGA VIÐ UM ÞIG KUNNA OFANGREINDAR TAKMARKANIR EKKI AÐ EIGA VIÐ UM ÞIG. TILTEKNAR EÐA ALLAR OFANGREINDAR TAKMARKANIR KUNNA AÐ EIGA EKKI VIÐ UM ÞIG OG ÞÚ KANNT JAFNFRAMT AÐ EIGA ANNAN RÉTT.

GJAFIR

Gjafir sem keyptar eru í verslunum mega aðeins vera keyptar fyrir og innleystar af aðilum á Íslandi. Gjafþegar verða að hafa samþýðanlegan vélbúnað og foreldrayfirumsjón til þess að nota tilteknar gjafir.

MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR

Til þess að koma í veg fyrir vöðva-, liðamóta- eða augna- áreynslu við notkun þína á vörum sem boðnar eru í gegnum verslanirnar skalt þú alltaf taka þér regluleg hlé og taka þér lengri hvíld ef þú upplifir hvers konar eymsli, þreytu eða óþægindi. Mjög lítil prósenta fólks kann að upplifa flog eða yfirlið við blikkandi ljós eða mynstur, þ.á m. en ekki eingöngu við spilun á tölvuleikjum eða við myndbandsáhorf. Einkenni geta verið svimi, ógleði, ósjálfráða hreyfingar, meðvitundarleysi, breytingar á sjón, dofi, ógleði eða önnur óþægindi. Ráðfærðu þig við lækni áður en þú notar vörur þær sem aðgengilegar eru í verslununum ef þú hefur einhvern tímann orðið var/vör við sambærileg einkenni og stöðvaðu samstundis notkun á vörunum og farðu til læknis ef slík einkenni koma í ljós við notkun á vörunum. Foreldrar eiga að fylgjast með einkennum hjá börnum sínum við notkun þeirra á þeim vörum sem aðgengilegar eru í verslununum.

FYRIRFRAM PANTANIR

Með því að panta vörur fyrirfram veitir þú verslununum rétt til þess að gjaldfæra Reikning þinn og hala niður vörunni þegar hún verður aðgengileg. Þú hefur rétt til þess að hætta við fyrirfram pantaða vöru fram að þeim tíma er hún verður aðgengileg.

FJÖLSKYLDUSAMNÝTING

Fjölskyldusamnýting gerir þér kleift að deila vörum App Store, Mac App Store og iBooks Store með allt að sex meðlimum (að þér meðtöldum) „fjölskyldu“. Komir þú á fót eða gangir til liðs við fjölskyldu mátt þú horfa á hæfar vörur frá öðrum fjölskyldumeðlimum og halað niður slíkum vörum á samrýmanlegum búnaði eða tölvu. Þú getur einnig kosið að fela kaup þannig að aðrir fjölskyldumeðlimir geti ekki séð eða halið þeim niður frá þér. Þú getur deilt upplýsingum á borð við ljósmyndir eða myndskeið í gegnum Photo app, atburðum í gegnum Family Calendar þitt, áminningum í gegnum Reminders app, upplýsingum um staðsetningu í gegnum Find My Friends, og staðsetningu búnaðar í gegnum Find My iPhone. Fjölskyldusamnýting er eingöngu ætluð til einkanota og ekki til nota í viðskiptatilgangi. Aðgangur að iCloud er nauðsynlegur; iOS 8 og/eða OS X Yosemite er nauðsynlegt til að koma á fót og ganga til liðs við fjölskyldu. Vissar aðgerðir og eiginleikar kunna ekki að vera samrýmanlegir fyrri hugbúnaði og kunna að krefjast uppfærslu hugbúnaðar. Gangir þú til liðs við fjölskyldu virkjast eiginleikar fjölskyldusamnýtingar sjálfkrafa á samrýmanlegum búnaði og tölvum þínum.

„Skipuleggjandi“ fjölskyldu getur boðið öðrum meðlimum að taka þátt í fjölskyldunni. Skipuleggjandinn verður að vera 18 ára eða eldri og að hafa gildan greiðslumáta skráðan hjá iTunes. Ef þú ert skipuleggjandi ábyrgistu að þú sért foreldri eða forráðamaður allra fjölskyldumeðlima sem er undir 13 ára aldri. Greitt er fyrir öll kaup fjölskyldumeðlima sem eru umfram inneign í verslun á aðgangi viðkomandi fjölskyldumeðlims með greiðslumáta skipuleggjandans. Fjölskyldumeðlimir koma fram sem umboðsmenn skipuleggjandans þegar greiðslumáti skipuleggjandans er notaður. Vörur eru tengdar aðgangi þess fjölskyldumeðlims sem átti frumkvæði að færslunni. MEÐ ÞVÍ AÐ BJÓÐA FJÖLSKYLDUMEÐLIMUM AÐ GANGA TIL LIÐS VIÐ FJÖLSKYLDU GENGST SKIPULEGGJANDI VIÐ ÞVÍ AÐ ÖLL GJALDTAKA VEGNA KAUPA FJÖLSKYLDUMEÐLIMA SÉ SAMÞYKKT AF OG Á ÁBYRGÐ SKIPULEGGJANDANS, JAFNVEL ÞÓTT SKIPULEGGJANDA HAFI EKKI VERIÐ KUNNUGT UM TILTEKNA FÆRSLU, FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR HAFI FARIÐ ÚT FYRIR HEIMILD SÍNA FRÁ SKIPULEGGJANDANUM EÐA FLEIRI EN EINN FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR KAUPI SÖMU VÖRUNA. ÞAÐ ER Á ÁBYRGÐ SKIPULEGGJANDANS AÐ FYLGJA HVAÐA SAMKOMULAGI SEM ER VIÐ VEITANDA GREIÐSLUMÁTA SKIPULEGGJANDANS, OG SKIPULEGGJANDINN BER ALLA ÁHÆTTU AF ÞVÍ AÐ VERND SEM VEITANDI GREIÐSLUMÁTANS VEITI TAKMARKIST VEGNA ÞESS AÐ ÖÐRUM SÉ VEITTUR AÐGANGUR AÐ GREIÐSLUMÁTANUM. Skipuleggjandinn getur breytt skráðum greiðslumáta hvenær sem er. Þeim fjölskyldumeðlimi sem keypti vöruna og skipuleggjandanum verður send kvittun vegna kaupanna, jafnvel þótt fjölskyldumeðlimurinn hafi falið kaupin; vinsamlegast notastu við „Tilkynna vandamál“ á kvittun þinni ef þú eða fjölskyldumeðlimir þínir kannist ekki við gjaldtöku á kvittun eða greiðslumátayfirliti.

Skipuleggjandinn getur notað Ask to Buy til að gera börnum undir 18 ára aldri að fá leyfi frá skipuleggjandanum, og/eða öðrum fullorðnum einstaklingum sem skipuleggjandinn útnefndir, til að hala niður vörum sem eru ókeypis eða þarf að greiða fyrir áður en kaup eða niðurhal hefst. Ask to Buy tekur ekki til vara sem er halað niður frá öðrum fjölskyldumeðlimum eða vörum sem eru sóttar í gegnum innlausnarkóða. Ef þú ert skipuleggjandi gengst þú við því að þú og/eða einhver fullorðinn einstaklingur sem hefur verið útnefndur er foreldri eða forráðamaður hvers fjölskyldumeðlims sem Ask to Buy er virkjað fyrir. Ask to Buy er hannað til að virka með iOS 8 og OS X Yosemite; eldri hugbúnaður getur orðið til þess að annað leyfisferli verði notanda sýnilegt eða komið alfarið í veg fyrir kaup, og þörf kann að vera á uppfærslu hugbúnaðar. iTunes ber ekki ábyrgð á nokkru tjóni sem kann að verða vegna tafa á Ask to Buy samþykki eða höfnun.

Skipuleggjandanum er heimilt að fjarlægja hvaða fjölskyldumeðlim sem er úr fjölskyldunni, sem bindur enda á getu þess fjölskyldumeðlims til að standa að heimilum kaupum með greiðslumáta skipuleggjandans og til að sjá og deila vörum og upplýsingum annarra fjölskyldumeðlima. Þegar fjölskyldumeðlimur segir skilið við eða er fjarlægður úr fjölskyldu, eða Apple ID skipuleggjandans er rift af einhverri ástæðu, kunna eftirstandandi fjölskyldumeðlimir ekki að geta séð eða halað niður vörum eða upplýsingum fráfarandi fjölskyldumeðlims, eða nálgast vörur sem áður hefur verið halað niður frá hinum fráfarandi fjölskyldumeðlimi, að meðtöldum kaupum sem gerð hafa verið með greiðslumáta skipuleggjandans þegar fráfarandi meðlimur var enn hluti fjölskyldunnar. Með álíka hætti kann að vera ef þú segir skilið við fjölskyldu að þú getir ekki lengur séð eða halað niður vörum eða upplýsingum frá öðrum fjölskyldumeðlimum, og vörur sem þú halaðir niður frá öðrum fjölskyldumeðlimum á meðan þú varst meðlimur fjölskyldunnar kunna að vera ekki lengur aðgengilegar. Hafir þú gert In-App kaup frá smáforriti sem upphaflega var keypt af fyrrverandi fjölskyldumeðlimi eða halað niður frá fjölskyldumeðlimi og þú ert ekki lengur hluti fjölskyldunnar þarft þú að kaupa smáforritið sjálfur og gera In-App kaupin á ný til að endurheimta aðgang að þeim; vinsamlegast skoðaðu stefnu þróunaraðilans og þann hluta þessa samnings sem er undir yfirskriftinni „In-App kaup“ áður en þú gerir In-App kaup. Þar sem aðeins er hægt að búa til persónulegan reikning fyrir notendur undir 13 ára aldri sem hluta af fjölskyldusamnýtingu felur eyðing slíks reiknings til þess að fjarlægja hann úr fjölskyldu í sér að Apple ID þess fjölskyldumeðlims verður eytt og hann mun ekki geta nálgast þjónustu frá Apple sem krefst Apple ID eða nokkurt efni sem tengist því Apple ID.

Þú getur aðeins tilheyrt einni fjölskyldu í einu og mátt ekki ganga til liðs við neina fjölskyldu oftar en tvisvar á ári. Þú getur ekki breytt verslunarreikningi sem þú tengir við fjölskyldu oftar en einu sinni á 90 dögum. Allir fjölskyldumeðlimir verða að notast við sama land eða svæði í iTunes Store. Fjölskyldusamnýting tekur ekki til allra vara, þar á meðal In-App kaupa, áskrifta og sumra áður keyptra smáforrita. Apple áskilur sér rétt til að leysa upp fjölskyldu til samræmis við riftunarkafla þessa samnings.

RAFRÆNIR SAMNINGAR

Notkun þín á verslununum felur í sér möguleikann á að stofna til samninga og/eða viðskipta rafrænt. Þú staðfestir að rafræn umsókn þín felur í sér samþykki þitt og vilja til þess að vera bundin/n og til þess að greiða fyrir slíka samninga og viðskipti.

Samningur þinn og vilji til að vera bundin/n af rafrænum aðgerðum á við um allar færslur í tengslum við viðskipti þau sem þú stofnar til á þessari síðu, þ.á m. afpantanir, reglur, samninga og hugbúnað. Til þess að fá aðgang að og varðveita rafrænar færslur getur þú þurft að hafa tiltekinn vélbúnað og hugbúnað og er það alfarið á þína eigin ábyrgð.

iTunes ber ekki ábyrgð á prentvillum.

B. SKILMÁLAR OG SKILYRÐI MAC APP STORE, APP STORE OG IBOOKS STORE

SAMNINGUR ÞESSI MILLI ÞÍN OG ITUNES SARL ("ITUNES") GILDIR UM NOTKUN ÞÍNA Á MAC APP STORE, APP STORE OG IBOOKS STORE ("VERSLANIRNAR") OG KAUPUM Á NOTENDALEYFUM FRÁ ÞEIM, SEM ÞÉR ERU SELD AF ITUNES.

MAC APP STORE, APP STORE OG IBOOKS STORE

iTunes stendur að baki verslununum sem heimila þér að versla enda notendaleyfi frá iTunes vegna hugbúnaðarvara frá App Store og Mac App Store (saman "App Store vörur") og stafræns bókaefnis ("iBooks Store vörur") samkvæmt þeim skilmálum og skilyrðum sem kveðið er á um í samningi þessum. App Store vörur og iBooks Store vörur skulu saman nefndar "vörur". Að því er varðar App Store vörur (skilgreindar að neðan), geta endanotendur verið einstaklingar á eigin vegum, eða fyrirtæki eða menntastofnanir.

SKILYRÐI VEGNA NOTKUNAR Á VERSLUNUNUM

Aðeins þeir sem eru 13 ára eða eldri geta stofnað reikninga. Reikningar fyrir einstaklinga sem eru yngri en 13 ára verða einungis stofnaðir af foreldri eða forráðamanni, með því að nota Fjölskyldusamnýtingu. Börn undir 18 ára aldri ættu að fara yfir þennan samning með foreldri eða forráðamanni sínum til að tryggja að barnið og foreldrið eða forráðamaðurinn skilji hann.

Verslanirnar eru einungis aðgengilegar fyrir þig á Íslandi. Þú samþykkir að nota ekki eða reyna að nota verslanirnar utan þess landsvæðis. iTunes kann að nota tækniráðstafanir til að sannreyna að ekki sé brotið á þessu.

Notkun verslananna krefst samrýmanlegra tækja, aðgangs að veraldarvefnum og ákveðins hugbúnaðar (gjaldtaka getur komið til); hún getur krafist reglubundinna uppfærslna og/eða krafist niðurhals á efni byggt á notkun á smáforritum og aðgangstakmörkunum (sem kunna að nota farsímagögn) og þessir þættir geta haft áhrif á notkun verslananna.

Eindregið er mælt með því að háhraða nettenging sé notuð. Mælt er með því að nýjasta útgáfa af viðeigandi hugbúnaði sé notaður (þar með talið en ekki takmarkað við hugbúnað fyrir iOS, iTunes og Mac App Store) til að fá aðgang að verslununum og slíkt getur verið nauðsynlegt fyrir viss viðskipti og eiginleika og til að hala niður vörum sem hafa áður verið keyptar eða fengnar í verslununum. Þú samþykkir að það er á þína ábyrgð að uppfylla þessi skilyrði, sem kunna að breytast á hverjum tíma. Verslanirnar eru ekki hluti af öðrum vörum eða framboði og ekki skal litið svo á að önnur kaup eða veiting annarra vara standi fyrir eða tryggi aðgang að verslununum.

REIKNINGUR ÞINN

Sem skráður notandi verslananna, verður þú að stofna reikning ("Reikning"). Ekki veita öðrum aðilum aðgang að upplýsingum þeim sem veittar eru á Reikningi þínum. Þú ein/n ert ábyrg/ur fyrir því að viðhalda trúnaði og öryggi yfir þínum Reikningi og vegna allra athafna sem eiga sér stað í gegnum þinn Reikning, og þú samþykkir að tilkynna iTunes þegar í stað um öll brot á öryggi sem verða á Reikningi þínum. iTunes ábyrgist ekki tjón vegna óheimilar notkunar á Reikningi þínum.

Til þess að kaupa eða hala niður App Store vörum frá verslununum, verður þú að skrá Apple notendanafn þitt og lykilorð eða nota Touch ID auðkenni til að staðfesta Reikning þinn fyrir færslu. Þegar þú hefur staðfest Reikning þinn með Apple ID notandanafni þínu og lykilorði þarf ekki að staðfesta aðganginn aftur í fimmtán mínútur. Innan þessa tíma getur þú keypt og halað niður App Store vörum án þess að slá aftur inn lykilorð þitt. Þú getur líka valið að krafist sé lykilorðs fyrir hverja færslu og að tækið þitt muni aðeins lykilorðið fyrir ókeypis færslur. Þú getur aftengt þann möguleika að hægt sé að eiga viðskipti meðApp Store vörur eða breytta stillingum þannig að krafist sé lykilorðs fyrir hverja færslu fyrir App og Book vörur með því að breyta stillingum á tækinu þínu. Nánari upplýsingar má finna á: http://support.apple.com/kb/HT1904 og á http://support.apple.com/kb/HT4213.

Þú samþykkir að veita réttar og fullnægjandi upplýsingar þegar þú skráir þig, og þegar þú notar verslanirnar ("skráningarupplýsingar") og þú samþykkir að uppfæra skráningarupplýsingar þínar og halda þeim réttum og fullnægjandi. Þú samþykkir að iTunes megi geyma og nota skráningarupplýsingarnar sem þú gefur upp í tengslum við viðhald og gjaldtöku á Reikningi þínum.

SJÁLFKRAFA SENDINGAR OG NIÐURHAL Á ÁÐUR KEYPTUM VÖRUM

Þegar þú kaupir vörur í fyrsta sinn (að undanskildum vörum keyptum frá Mac App Store) frá verslununum (saman, "hæft efni"), getur þú valið að taka sjálfkrafa á móti eintökum af slíku hæfu efni á viðurkenndar auka samþýðanlegan Apple vélbúnað með samrýmanlegum hugbúnaði með því að tengja slíkan hugbúnað í samræmi við skilmálana hér að neðan (hvert, "auka tæki"). Fyrir hvert auka tæki, verður þú að skilgreina hvaða tegund af hæfu efni, ef eitthvað, tækið má sjálfkrafa taka við í niðurhali. Á auka tæki sem taka við tilkynningum um framfylgni (e. push notifications) ("ýti-virkni"), þar á meðal iOS tækin, mun vörunum verða halað niður sjálfkrafa á það tengda tæki þegar það er tengt við veraldarvefinn; á tengt tæki sem er ekki með ýti-virkni. Hæft efni mun sjálfkrafa birtast í niðurhals röðinni og þú getur handvirkt sett af stað niðurhal innan iTunes.

Þér til hagræðingar, eftir að hafa keypt hæft efni, getur þú halað niður slíku áður fengnu hæfu efni inn á öll tengd tæki. Sumt hæft efni sem þú hefur áður fengnu er hugsanlega ekki fáanlegt til niðurhals síðar, á hvaða tíma sem er, og iTunes ber enga ábyrgð gagnvart þér í slíkum tilvikum. Þar sem þú getur hugsanlega ekki halað niður áður fengnu hæfu efni, þegar þú halar niður hæfu efni, er það á þína ábyrgð að tapa ekki, eyðileggja eða skaða það, og þú vilt hugsanlega gera eintak til vara.

Samband tengdra tækja er háð eftirfarandi skilmálum:

(i) Þú getur sjálfkrafa halað niður hæfu efni eða halað niður áður fengnu hæfu efni frá Reikningi allt að 10 tengdra tækja, að því gefnu að ekki sé um að ræða fleiri en 5 viðurkenndar iTunes tölvur.

(ii) Tengt tæki getur aðeins tengst einum Reikningi á hverjum tíma.

(iii) Þú getur breytt tengdu tæki yfir á annan Reikning einu sinni á 90 daga fresti.

(iv) Þú getur halað niður áður fengnu fríu efni yfir á ótakmarkaðan fjölda tækja, meðan efnið er frítt í verslununum, en ekki á fleiri en 5 viðurkenndar iTunes tölvur.

Ofangreindir skilmálar (i) til (iv) eiga ekki við um App Store vörur.

Sumir hlutir af hæfu efni geta verið stórir eða leitt til viðvarandi afhendingar á efni á grundvelli notkunar og aðgangskmarkana, og umtalsverð gagnaskráning getur leitt af sendingum á slíku hæfu efni í gegnum gagnasamband.

SJÁLFVIRKAR UPPFÆRSLUR

Tæki þitt eða tölva munu leita reglulega í App Store og Mac App Store eftir uppfærslum á forritunum í tæki þínu eða tölvu og, ef slíkt stendur til boða, hala niður uppfærslunni og setja hana upp sjálfkrafa. Einstakar App Store vörur geta jafnframt með viðvarandi hætti halið niður auka efni, svo sem borð í leikjum eða kafla, á grundvelli notkunar eða aðgangstakmarkana. Þú samþykkir að Apple, í gegnum App Store og Mac App Store, sé heimilt að hala niður og setja upp uppfærslur og efni í tæki þínu/tækjum þínum eða tölvu. Þú getur hvenær sem er slökkt alveg á sjálfvirkum uppfærslum með því að breyta stillingum fyrir sjálfvirkar uppfærslur í tæki þínu eða tölvu. Til þess að koma í veg fyrir niðurhal á efni í tengslum við App Store vöru þá skaltu eyða App Store vörunni af tækinu þínu.

APP-VÖNDLA

Sumar App Store vörur kunna að geyma fleiri en einn hlut („App-vöndull“). Verðið sem er gefið upp með App-vöndli er verðið sem þú verður krafinn um þegar þú kaupir App-vöndulinn. Verð App-vöndulsins kann að vera lækkað vegna App Store vara sem þú hefur þegar keypt eða eignast, en kann að fela í sér lágmarksverð til að fullgera App-vöndulinn.

FRIÐHELGI

Nema á annan veg sé mælt fyrir í samningi þessum eru verslanirnar háðar reglum Apple um meðferð persónuupplýsinga sem aðgengilegar eru hér: http://www.apple.com/legal/privacy/

NOTKUN Á VÖRUM OG VERSLUNUM

iTunes selur þér leyfi til að nota vörurnar. Þegar leyfi hefur verið keypt frá iTunes kemst á beinn og bindandi samningur milli þín og útgefanda vörunnar ("útgefandinn") sem gildir um notkun þína á vörunni. Þú skilur að verslanirnar og ákveðnar vörur fela í sér öryggisráðstafanir með notkun á tækni sem verndar stafrænar upplýsingar og takmarkar notkun þína á vörunum við ákveðnar notendareglur ("öryggisráðstafanir") ákvarðaðar af iTunes og útgefendum og hvort sem vörur eru háðar takmörkunum samkvæmt öryggisráðstöfunum eða ekki, ber þér að nota vörurnar í samræmi við viðeigandi notendareglur ákvarðaðar af iTunes og af útgefendum ("notendareglur") og öll önnur notkun varanna getur talist fela í sér brot á höfundarrétti. Allar öryggisráðstafanir teljast fela í sér óaðskiljanlegan hluta varanna. iTunes áskilur sér rétt til að breyta hvenær sem er notendareglum hvað varðar framtíðarviðskipti við verslanirnar. Slíkar breytingar munu þó ekki hafa áhrif á vörur sem þú hefur þegar keypt í verslununum. Þér mun verða tilkynnt um allar breytingar á notendareglunum. Ef til þess kemur að þú neitar að samþykkja nýjar notendareglur, getur þú ekki lengur keypt vörur frá verslununum.

ÖRYGGI

Þú samþykkir að brjóta ekki, fara á svig við, umbreyta, þýða, taka í sundur eða á annan hátt eiga við neinn hluta af öryggisráðstöfunum eða reyna slíkt eða aðstoða annan aðila við slíkt. iTunes getur stjórnað og fylgt eftir notendareglunum og áskilur sér rétt til að fylgja eftir slíkum reglum án þess að tilkynna þér það sérstaklega.

ÖRYGGI VERSLANA

Þú samþykkir að fara ekki undir neinum kringumstæðum inn í verslanirnar nema með hugbúnaði frá Apple Inc. eða hlutdeildarfélögum þess ("Apple"). Þú samþykkir að breyta ekki hugbúnaðinum sem Apple skaffar til þess að fara inn í verslanirnar á nokkurn hátt eða í einhverri mynd eða að nota breytta útgáfu af hugbúnaðinum, í einhverjum tilgangi og þar með talið til þess að öðlast óheimilan aðgang að verslununum. Þú skalt ekki fara inn á eða reyna að fara inn á Reikning sem þér er óheimilt að fara inn á. Brot gegn öryggi kerfa eða netkerfa getur leitt til einkaréttar- eða refsiábyrgðar.

Afhending vara til þín felur ekki í sér rétt til að nota vöruna í auglýsingarskyni.

Þú viðurkennir að sum atriði er varða verslanirnar, vörurnar og framkvæmd notendareglna hafa í för með sér viðvarandi aðkomu iTunes þrátt fyrir að iTunes sé ekki aðili að leyfinu milli þín og útgefanda vörunnar.

FRAMLAG TIL VERSLANANNA

Verslanirnar kunna að bjóða upp á gagnvirka eiginleika sem heimila þér að leggja til efni (þ.m.t. hlekki á efni þriðju aðila) á svæði verslananna sem eru aðgengileg og sýnileg öðrum notendum verslananna og almenningi. Þú samþykkir að öll notkun þín á slíkum eiginleikum, að meðtöldu öllu efni sem þú leggur til á þennan hátt, er á þína eigin ábyrgð, skal ekki ganga gegn eða brjóta gegn rétti annars aðila eða fela í sér brot á nokkrum lögum, stuðla að eða hvetja til brots eða að öðru leyti stuðla að ólögmætri hegðun eða vera klámfengið, hneykslanlegt eða ósmekklegt. Þú samþykkir einnig að þú hefur öðlast öll nauðsynleg réttindi og leyfi. Þú samþykkir að leggja fram réttar og fullnægjandi upplýsingar í tengslum við framlagningu þína á öllu efni til verslananna. Þú veitir iTunes hér með óafturkallanlegt og endurgjaldslaust leyfi, án einkaréttar, um allan heiminn til þess að nota slíkt efni sem hluta af verslununum og í tengslum við vörurnar án nokkurrar þóknunar eða skuldbindingar gagnvart þér. iTunes áskilur sér rétt til þess að tilkynna ekki né birta efni, sem og að fjarlægja eða breyta efni, hvenær sem er og að eigin vild og án viðvörunar eða ábyrgðar. Þú mátt leggja til gagnrýni eða mat á niðurhöluðum App Store vörum með notkun auglýsingaefniskóða.

iTunes hefur rétt, en ber ekki skyldu, til að stjórna öllu efni sem þú leggur fram eða sem er að öðru leyti gert aðgengilegt í verslununum, til að rannsaka allar tilkynningar um brot eða augljós brot á samningi þessum, og grípa til hvaða aðgerða sem er, sem iTunes álítur viðeigandi, þar með talið, án takmarkana, að rifta samningi þessum eða á grundvelli höfundaréttarreglna Apple (http://www.apple.com/legal/copyright.html).

EFNI ÞRIÐJU AÐILA

Ákveðið efni, vörur og þjónusta sem er aðgengileg í gegnum verslanirnar geta falið í sér efni frá þriðju aðilum. iTunes kann að veita tengla á vefsíður þriðju aðila þér til þæginda. Þú samþykkir að iTunes ber ekki ábyrgð á að kanna eða meta innihald eða nákvæmni slíks efnis og að iTunes ábyrgist ekki og mun ekki bera neina ábyrgð eða skyldur vegna efnis þriðju aðila eða vefsíðna þeirra, eða á nokkru öðru efni, vörum eða þjónustu þriðju aðila. Þú samþykkir að þú munt ekki nota nokkurt efni frá þriðja aðila á þann hátt að það brjóti gegn eða fari gegn rétti annars aðila og að iTunes ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á slíkri notkun af þinni hálfu.

HNEYKSLANLEGT EFNI

Þú skilur að með því að nota verslanirnar, getur þú fundið efni sem þú getur álitið móðgandi, ósæmilegt, hneykslanlegt og djarft. Engu að síður, samþykkir þú að nota verslanirnar á eigin ábyrgð og iTunes ber enga ábyrgð gagnvart þér vegna efnis sem getur talist móðgandi, ósæmilegt eða hneykslanlegt. Vörutegundir og vörulýsingar eru settar fram til hægðarauka og þú samþykkir að iTunes ábyrgist ekki nákvæmni þeirra.

HUGVERKARÉTTUR

Þú samþykkir að verslanirnar, þar með talið en ekki takmarkað við, vörur þeirra, myndefni, notendaviðmót, hljóðbúta, ritstjórnargreinar sem og handrit og hugbúnaður sem notaður er til að útfæra verslanirnar, fela í sér eignaréttarvarið efni og efni sem er í eigu iTunes og/eða útgefandans, og verndað er af viðeigandi hugverkarétti og öðrum lögum, þar með en ekki bundið við höfundarrétt. Þú samþykkir að þú munt ekki nota slíkt eignaréttarvarið efni eða upplýsingar á nokkurn hátt nema til þess að nota verslanirnar í samræmi við ákvæði þessa samnings. Enga hluta verslananna má endurgera í neinni mynd eða á nokkurn hátt nema það sé skýrt tekið fram í skilmálum þessum. Þú samþykkir að breyta ekki, leigja, lána, selja, dreifa eða búa til aðlöguð verk byggð á verslununum með nokkrum hætti, og þér er óheimilt að nota verslanirnar á hvers kyns ólögmætan hátt, þar með talið en ekki takmarkað við, til að misnota eða íþyngja netflutningsgetu.

Þrátt fyrir öll önnur skilyrði samnings þessa, áskilja iTunes og útgefandinn sér rétt til að breyta, víkja, fjarlægja eða óvirkja aðgang að vörunum, efni eða öðru því sem telst hluti af verslununum á hvaða tíma sem er og án fyrirvara. iTunes verður ekki í neinum tilvikum ábyrgt vegna slíkra breytinga. iTunes getur jafnframt sett takmörk á notkun eða aðgang að ákveðnum eiginleikum eða hlutum verslananna, í öllum tilvikum án fyrirvara og/eða ábyrgðar. Flutningur vara úr verslunum skal ekki hafa áhrif á vörur sem þú hefur þegar keypt í verslununum.

iTunes og/eða leyfisveitendur þess eiga höfundarrétt á verslununum, þar með á samansafni efnis, færslna og tengla á aðrar vefsíður á veraldarvefnum og á lýsingu á slíkum síðum. Notkun á hvaða hluta verslananna sem er, að frátalinni notkun verslananna sem hér er leyfð, er stranglega bönnuð og brýtur gegn hugverkarétti annarra og getur haft í för með sér einkaréttar- og refsiviðurlög og mögulega fjársektir vegna brota á höfundarétti.

Apple, vörumerki Apple, iTunes, App Store og önnur Apple vörumerki, þjónustumerki, tákn og merki sem notuð eru í tengslum við verslanirnar eru vörumerki eða skrásett vörumerki Apple Inc. í Bandaríkjunum og/eða í öðrum löndum. Önnur vörumerki, þjónustumerki, tákn og merki sem notuð í tengslum við verslanirnar geta verið vörumerki hlutaðeigandi eiganda. Þér er ekki veittur réttur eða leyfi til notkunar á slíkum vörumerkjum.

RIFTUN

Ef þú vanefnir, eða iTunes hefur gilda ástæðu til að ætla að þú hafir vanefnt, eitthvað ákvæði þessa samnings, er iTunes heimilt, samkvæmt eigin ákvörðun og án tilkynningar til þín, að: (i) rifta samningi þessum og/eða Reikningi þínum en þú verður áfram ábyrg/ur fyrir ógreiddum gjöldum vegna Reiknings þíns fram að og að meðtöldum þeim degi sem Reikningnum er eytt; og/eða (ii) sjá til þess að leyfi fyrir hugbúnaði verði rift; og/eða (iii) koma í veg fyrir aðgang að verslununum (eða einhverja hluta þeirra).

iTunes áskilur sér rétt til að breyta, hætta með eða leggja niður verslanirnar (eða einhvern hluta þeirra eða efni þeirra) hvenær sem er. iTunes ber ekki ábyrgð gagnvart þér eða þriðja aðila þó sá réttur verði nýttur. Að því marki sem er mögulegt mun iTunes gefa þér viðvörun með fyrirvara vegna allra breytinga eða lokana verslananna. Lokun verslananna mun ekki hafa áhrif á þær vörur sem þú hefur þegar keypt. Þó getur verið að þú getir ekki heimilað öðrum viðurkenndum auka tölvum að nota vöruna.

RÉTTUR ÞINN VEGNA AFHENDINGARDRÁTTAR EÐA GALLA; TAKMÖRKUN Á ÁBYRGÐ

a. iTunes mun sjá verslununum fyrir eðlilegri umsjón og kunnáttu. Í tilviki afhendingardráttar eða galla átt þú rétt á nýrri vöru eða endurgreiðslu. Ef afhendingardrátturinn eða gallinn er verulegur átt þú rétt á að rifta kaupunum. Þú átt jafnframt rétt á að krefjast skaðabóta fyrir fjárhagslegt tjón sem er bein afleiðing af afhendingardrætti eða galla. Ábyrgð iTunes samkvæmt ákvæði þessu er háð eftirfarandi takmörkunum:

(i) Þú getur ekki krafist skaðabóta ef afhendingardráttinn eða gallann má rekja til orsaka sem iTunes fær ekki ráðið við og ekki er hægt að ætlast til að iTunes hefði með sanngirni geta tekið mið af á þeim tíma sem samningur var gerður eða að það hafi getað forðast eða komist hjá.

(ii) Ef afhendingardráttinn eða gallann má rekja til sjálfstæðs afhendingaraðila sem með samningi við iTunes ber ábyrgð á að inna þjónustu af henni gagnvart þér, getur iTunes aðeins borið ábyrgð ef afhendingaraðilinn myndi jafnframt teljast ábyrgur á grundvelli (a) liðar hér að ofan. Slíkir sjálfstæðir afhendingaraðilar sjá um dreifingu á iTunes hugbúnaði að því marki sem slíkur hugbúnaður er notaður til að afhenda vöruna, hýsingaraðilar og þeir sem afhenda lausnir og iTunes hefur gert samning við. Þetta tekur þó ekki til (án takmarkana) þjónustuveitenda þinna, þeirra sem veita efni eða greiðsluveitendur.

(iii) Undantekningarnar hér að ofan eiga við svo lengi sem hindrun er fyrir hendi. Falli hún brott er unnt að koma fram ábyrgð enda sé iTunes skylt að uppfylla samninginn en hafi látið það hjá líða.

(iv) iTunes ábyrgist ekki að verslanirnar verði ekki fyrir tjóni, aflögun, árásum, vírusum, truflunum, hökkunum eða öðrum ágangi. Svo lengi sem iTunes hefur gert það sem með sanngirni má ætlast til af því til að forðast eða koma í veg fyrir slíkt tjón, aflaganir, árásir, vírusa, hakkanir og annan ágang gegn öryggi, afsalar iTunes sér allri ábyrgð í tengslum við slík tilvik. Sumum vörum er einungis hægt að hala niður í eitt skipti og eftir að hafa einu sinni verið sóttar er ekki hægt að endurnýja þær ef þær af einhverjum ástæðum tapast. Þú berð ábyrgð á að taka öryggisafrit af kerfi þínu, þ.m.t. af vörum keyptum eða fengnum hjá verslununum.

(v) iTunes ber ekki ábyrgð á óbeinu tjóni, þ.m.t. en ekki bundið við:

1. Tjón vegna samdráttar eða röskunar á framleiðslu eða sölu,

2. Tjón vegna skorts á getu til að nýta vörurnar eins og til var ætlast,

3. Tap á sölutekjum og hagnaði vegna þess að ekki var unnt að standa við samning við þriðja aðila,

4. Tjón eða skemmd á öðrum hlutum en sjálfum vörunum og hlutum sem standa í nánum og beinum tengslum við ætlaða notkun varanna.

(vi) Í öllum tilvikum, getur þú krafist skaðabóta ef tjón má rekja til stórfelldrar eða vísvitandi vanrækslu af hálfu iTunes, eða aðila sem eru undir stjórnendavaldi iTunes.

b. Skaðabótakrafa skal samsvara fjárhagslegu tjóni sem er afleiðing afhendingardráttar eða galla en krafan takmarkast við það tjón sem með sanngirni mátti sjá fyrir sem sennilega afleiðingu vanefnda á samningi þessum.

Ábyrgð iTunes getur takmarkast ef þú hefur ekki gert eðlilegar ráðstafanir til að takmarka tjón þitt. Eðlilegar ráðstafanir fela í sér að gæta öryggis allra tölva og allra endurspilunartækja sem þú notar, halda Reikningsupplýsingum þínum (notandanafni, aðgangsorði og kreditkortaupplýsingum) leyndum, setja upp og endurnýja vírusvarnir, setja upp uppfærslur af hugbúnaði og taka öryggisafrit af vörunum og gögnum sem eru í nánum og beinum tengslum við ætlaða notkun varanna. Ábyrgðin getur einnig takmarkast ef tjónið, vegna umfangs þess eða annarra atvika, er talið óeðlilegt miðað við tjón sem verður venjulega við svipaðar aðstæður.

c. Ábyrgð iTunes á tjóni vegna galla eða afhendingardráttar á efni eða þjónustu sem veitt er án endurgjalds er takmörkuð við aðstæður þar sem brot á samningi má rekja til stórfellds gáleysis eða ásetnings.

d. Ekkert í samningi þessum breytir eða takmarkar ábyrgð iTunes á svikum, dauða eða persónulegum skaða.

e. iTunes skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að varðveita upplýsingar sem þú leggur fram í tengslum við verslanirnar, þ.m.t. gegn óheiðarlegri notkun, en þú viðurkennir og samþykkir að framlag þitt á slíkum upplýsingum er á þína eigin ábyrgð og iTunes afsalar sér allri ábyrgð á tjóni sem verður í tengslum við slíkar upplýsingar. Farið er með upplýsingar sem veittar eru iTunes og falla utan íslensku persónuverndarlaganna samkvæmt reglum um meðferð persónuupplýsinga.

FYRIRVARI OG BÆTUR

Með því að notfæra þér þessa þjónustu, samþykkir þú að halda iTunes, stjórnendum þess, fulltrúum, starfsmönnum, tengiliðum, umboðsaðilum, verktökum og leyfisveitendum skaðlausum gagnvart öllum kröfum sem rísa kunna vegna vanefnda þinna, vegna hvers konar aðgerða iTunes til þess að rannsaka meint brot á samningi þessum, eða vegna niðurstöðu þess að brotið hafi verið á samningnum. Þetta felur í sér að þú munt ekki getað höfðað dómsmál eða krafist skaðabóta frá iTunes, stjórnendum þess, fulltrúum, starfsmönnum, hlutdeildarfélögum, umboðsaðilum, verktökum eða leyfisveitendum á þeim grundvelli að ákveðið hafi verið að fjarlægja eða neita meðferð á vissum upplýsingum eða efni, að gefa út viðvörun, að fresta eða rifta aðgangi þínum að verslununum eða vegna annarra aðgerða sem gripið hefur verið til í sambandi við rannsókn á meintu broti á samningi þessum eða á grundvelli niðurstöðu iTunes þess efnis að brot hafi átt sér stað. Þetta ákvæði varðandi fyrirvara og skaðleysi á við um allar vanefndir sem lýst er eða gengið er út frá í samningi þessum.

BREYTINGAR

iTunes áskilur sér rétt til þess að breyta samningi þessum og koma inn með nýja skilmála eða viðbótarskilmála varðandi notkun þína á verslununum á hverjum tíma. Slíkar breytingar og viðbótaskilmálar verða tilkynntir þér, og ef samþykkt, munu þær taka gildi þá þegar og teljast hluti af samningi þessum. Ef þú samþykkir ekki slíkar breytingar mun iTunes hafa rétt til þess að rifta samningnum.

ÖNNUR ÁKVÆÐI

Samningur þessi felur í sér heildarsamkomulag milli þín og iTunes og gildir um notkun þína á verslununum og gildir hann framar öðrum samningum milli þín og iTunes. Þú kannt jafnframt að vera bundinn af öðrum skilmálum sem kunna að gilda þegar þú notar tengda þjónustu, tilteknar vörur, efni þriðju aðila eða hugbúnað þriðju aðila. Ef hluti af samningi þessum er talinn ógildur eða óframkvæmanlegur skal skýra þann hluta samningsins í samræmi við viðeigandi löggjöf með þeim hætti að upphaflegur vilji aðila sé virtur eftir fremsta megni en önnur ákvæði samningsins skulu halda gildi sínu að fullu. Fylgi iTunes ekki eftir réttindum sínum samkvæmt einhverjum af ákvæðum þessum samningi skal slíkt ekki fela í sér afsal iTunes á þeim réttindum. iTunes ber ekki ábyrgð á vanefndum við að efna skyldur samkvæmt samningi þessum sem stafa af óviðráðanlegum orsökum.

Verslanirnar eru reknar af iTunes frá skrifstofu þess í Lúxemborg. Þú samþykkir að fylgja hvers konar staðbundnum, fylkjabundnum, ríkisbundnum og landsbundnum lögum, tilskipunum, reglugerðum og reglum sem eiga við um notkun þína á verslununum. Þessi samningur og notkun á verslununum fylgir íslenskum lögum.

iTunes hefur rétt til þess að senda þér tilkynningar tengdar verslunum með tölvupósti í gegnum netfangið þitt, með pósti á heimilisfang þitt eða með tilkynningu í gegnum verslanirnar. Tilkynningarnar taka gildi strax.

iTunes áskilur sér rétt til þess að grípa til aðgerða sem iTunes telur nauðsynlegar eða viðeigandi til að fylgja eftir og/eða staðfesta eftirfylgni við samning þennan eða hluta hans. Þú samþykkir að iTunes hafi rétt, án ábyrgðar gagnvart þér, til þess að afhenda hvers kyns skráningarupplýsingar eða Reikningsupplýsingar til yfirvalda, opinberra stofnana og/eða þriðju aðila, upp að því marki sem iTunes telur nauðsynlegt eða viðeigandi, í því skyni að fylgja eftir og/eða staðfesta eftirfylgni við samning þennan (þar á meðal, án takmarkana, hefur iTunes rétt til þess að hafa samstarf um hvers kyns lagaleg úrræði varðandi notkun þína á verslununum og/eða vörunum, og/eða í tengslum við kröfu þriðju aðila sem lúta að því að notkun á verslunum/vörunum sé ólögleg og/eða brjóti gegn réttindum þriðju aðila).

Um iTunes: Skráninganúmer okkar er RCS Lúxemborg B 101 120 og er skrifstofa okkar skráð að 31 – 33, rue Sainte Zithe, L-2763, Lúxemborg.

FREKARI SKILMÁLAR MAC APP STORE OG APP STORE

LEYFI AÐ VÖRUM MAC APP STORE OG APP STORE

iTunes selur þér leyfi til að nota hugbúnaðarvörur sem veittar eru í gegnum Mac App Store og App Store (saman, "App Store vörur"). Um tvenns (2) konar App Store vörur er um að ræða: (i) þær App Store vörur sem hafa verið þróaðar af Apple og sem iTunes veitir þér notendaleyfi að ("Apple vörur") og (ii) þær App Store vörur sem hafa verið þróaðar af þriðja aðila og viðkomandi aðili veitir þér notendaleyfi að ("vörur þriðju aðila"). Tegund hverrar App Store vöru er skilgreind í Mac App Store og App Store.

Leyfi þitt varðandi hverja App Store vöru er háð endanotenda leyfissamningi þeim sem fram kemur hér að neðan og þú samþykkir að skilmálar hans skuli gilda nema að viðkomandi App Store vara sé háð sérstökum gildandi endanotenda leyfissamningi milli þín og útgefanda viðkomandi App Store vöru ("útgefandi") en í slíkum tilvikum skal leyfissamningur útgefandans gilda um þá App Store vöru. Útgefandinn áskilur sér allan rétt til viðkomandi App Store vöru sem er ekki sérstaklegur veittur þér.

Þú viðurkennir að notendaleyfið fyrir hverja Apple vöru í gegnum Mac App Store eða App Store, eða sem þú tengir við Reikning þinn, felur í sér bindandi samning milli þín og iTunes. Þú viðurkennir að: þegar þú færð vöru þriðja aðila frá iTunes þá gerir þú bindandi samning við viðkomandi útgefanda sem gildir um notkun á þeirri vöru; og að iTunes er ekki aðili að því leyfi sem gildir milli þín og útgefandans varðandi umrædda vöru þriðja aðilans. Útgefandi hverrar þriðju aðila vöru er ábyrgur fyrir viðkomandi vöru, efni þess, hvers kyns ábyrgðum að því marki sem þær hafa ekki verið undanskildar, og öllum kröfum sem þú eða hvaða annar aðili kann að eiga í tengslum við viðkomandi þriðju aðila vöru.

Þú viðurkennir og samþykkir að iTunes og hlutdeildarfélög þess teljast til þriðju aðila rétthafa (e. third-party beneficiaries) þegar kemur að endanotenda leyfissamningi eða leyfissamningi útgefanda, eftir því sem við á, varðandi hvers konar vörur frá þriðju aðilum. Þú samþykkir jafnframt, með samþykki þínu á skilmálum þeim sem gilda um leyfi á slíkri þriðju aðila vöru, að iTunes hafi heimild (og mun teljast hafa samþykkt slíkan rétt) til þess að fylgja eftir slíku leyfi gagnvart þér sem þriðju aðila rétthafi.

IN-APP KAUP

Tilteknar App Store vörur kunna að innihalda virkni sem veitir þér möguleika á að fá auka þjónustu eða leyfi að auka virkni eða efni til notkunar á viðkomandi App Store vöru ("In App kaup"). In App kaup sem eiga sér stað við notkun á App Store vöru (til dæmis, raunveruleika skotfæri) er ekki hægt að flytja á milli tækja; er aðeins hægt að hala niður einu sinni; og eftir að hafa verið halað niður er ekki hægt að endurnýja. Þegar In App kaup eru fengin og þau eru móttekin af þér skal iTunes ekki bera ábyrgð gagnvart þér í tengslum við missi, eyðingu eða skaða. Litið er á öll In App kaup sem App Store vörur, og litið er á In App kaup sem fengin eru í vörum frá þriðja aðila sem vörur frá þriðja aðila og skal fara um þær sem slíkar í samræmi við skilmála þessa.

In-App kaup verða að vera staðfest sérstaklega með því að færa inn lykilorð þitt þegar beiðni um slíkt kemur fram en þegar þú hefur staðfest In-App kaup hefur þú möguleika á að framkvæma önnur In-App kaup í fimmtán mínútur þar á eftir án þess að slá inn lykilorð þitt aftur. Þú getur gert möguleikann á að framkvæma In-App kaup á iOS tækinu þínu óvirkan með því að fara inn í stillingar, velja "almennt" og svo "takmarkanir", eins og nánar er útskýrt hér: http://support.apple.com/kb/HT4213.

IN-APP ÁSKRIFT

Tilteknar App Store vörur kunna að veita þér möguleika á að fá efni í áskrift ("In-App áskrift"). In-App áskrift endurnýjast sjálfkrafa á því tímabili sem þú hefur valið og þú munt ekki verða gjaldfærð/ur, þar sem við á, í gegnum Reikning þinn lengur en 24 tímum áður en slíkt In-App áskriftartímabil rennur út. Þú getur hætt við sjálfkrafa endurnýjun greiddrar In-App áskriftar með því að smella á stjórnun App áskrifta á Reikningi þínum og velja þá áskriftarleið sem þú vilt breyta. Í tilviki verðhækkana þá mun In-App áskriftin halda áfram á nýja verðinu að því tilskyldu að þér hafi verið tilkynnt um hækkunina fyrirfram, nema að þú hafir hætt við sjálfkrafa endurnýjun. Þú getur afturkallað ókeypis In-App áskrift með því að eyða App Store vörunni úr tæki þínu. Tilteknar greiddarIn-App áskriftir kunna að bjóða þér ókeypis prufutímabil áður en Reikningur þinn verður gjaldfærður. Ákveðir þú að þú viljir ekki kaupa In-App áskriftina skaltu slökkva á sjálfkrafa endurnýjun í stillingum á Reikningi þínum á meðan ókeypis prufutímabilinu stendur. In-App áskriftir kunna að vera hannaðar sem vörur í formi tímarita og frétta Þú skalt lesa viðbótarupplýsingar varðandi tilboð á á tímaritum og fréttum við kaup á slíkum áskriftum undir viðkomandi App Store vöru. Við kunnum að óska eftir leyfi þínu til þess að veita útgefanda á áskriftum af slíkum tímaritum og fréttum upplýsingar um nafn, netfang og póstfang sem þú hefur skráð á Reikningi þínum í þeim tilgangi að útgefandinn geti sent þér markaðspóst varðandi sínar eigin vörur í samræmi við reglur hans um meðferð persónuupplýsinga. Um leið og útgefandinn hefur fengið slíkar upplýsingar fer um þær eftir reglum útgefandans um meðferð persónuupplýsinga. Við hvetjum þig til að kynna þér slíkar reglur útgefanda áður en þú samþykkir að honum sé veittur aðgangur að persónuupplýsingum þínum. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast skoðaðu reglur útgefandans um meðferð persónuupplýsinga eða hafðu samband við útgefandann beint. Endurgreiðslur eru mögulegar innan 14 almanaksdaga frá þeim degi þegar kvittun barst fyrir hinni keyptu áskrift með því að fylla út form það sem aðgengilegt er í gegnum http://www.apple.com/emea/support/itunes/. Ekki er um að ræða aðrar endurgreiðslur, skilanir eða afpantanir eftir að kaup eru gerð.

POPULAR NEAR ME

Við val á Popular Near Me í gegnum staðsetningarþjónustu mun Apple, öðru hvoru, sjálfkrafa safna upplýsingum varðandi tilteknar App Store vörur þínar, svo sem upplýsingar um þann tíma sem þú notar hverja App Store vöru og fjölda skipta sem hver App Store vara er sett í gang. Þessar upplýsingar eru vistaðar nafnlaust og munu ekki tengjast nafni þínu eða Reikningi. Apple mun nota þessar upplýsingar, sem og aðrar upplýsingar eins og sögu þína um App Store vörur, til þess að veita þér persónulegar ráðleggingar.

Apple getur notað þessar upplýsingar og sameinað þær upplýsingum frá öðrum notendum sem hafa samþykkt þessa aðgerð, iTunes Store kaupsögu þinni, upplýsingum um App Store niðurhal, upplýsingum um App Store niðurhal frá öðrum notendum og öðrum upplýsingum eins og einkunnargjöf notenda á App Store vörum, til þess að:

• Veita þér ráðleggingar varðandi hugbúnað, miðla og aðrar vörur og þjónustu sem þú kannt að vilja kaupa, hala niður eða nota.

•Veita öðrum notendum ráðleggingar.

Undir öllum kringumstæðum er farið með persónuupplýsingar þínar í samræmi við reglur Apple um notkun persónuupplýsinga.

Ef þú kýst heldur að við söfnum ekki eða notum upplýsingar frá tækjum þínum með þessum hætti skalt þú ekki veljastaðsetningarþjónustu eða nota Popular Near Me. Þú getur aftengt eiginleikann á hverjum tíma með því að aftengja Popular Near Me í kerfisþjónustu valmyndinni fyrir stillingarnar á staðsetningarþjónustunni á þínu tæki.

NOTENDAREGLUR MAC APP STORE VÖRU

Nema að annað komi fram,

(i) Ef þú ert einstaklingur á eigin vegum mátt þú hala niður og nota vörur frá Mac App Store ("Mac App Store vörur") til persónulegra nota, en ekki í viðskiptalegum tilgangi, á hvers konar Apple vörum sem keyra Mac OS X ("Mac tölva") sem þú átt eða stjórnar.

(ii) Ef þú ert fyrirtæki eða menntastofnun hefur þú heimild til þess að hala niður Mac App Store vöru vegna notkunar (a) á tiltekinni Mac tölvu sem notuð er af einstaklingi sem þú átt eða stjórnar, eða (b) fjölda einstaklinga á einni sameiginlegri Mac tölvu sem þú átt eða stjórnar. Sem dæmi, einstakur starfsmaður má nota Mac App Store vöru bæði á skjáborði Mac tölvu starfsmannsins og á Mac fartölvu, eins má fjöldi nemenda nota Mac App Store vöru á einni tiltekinni Mac tölvu sem staðsett er á rannsóknarstofu eða á bókasafni. Til skýringa, hver Mac tölva sem notuð er af mörgum notendum þarf sérstakt leyfi.

(iii) Við notkun Mac App Store vara kann að þurfa að að skrá sig inn með Apple notendanafni sem notað er til að hala niður Mac App Store vöru frá Mac App Store. Mac App vörur geta aðeins verið uppfærðar í gegnum Mac App Store.

NOTENDAREGLUR APP STORE VÖRU

(i) Ef þú ert einstaklingur á eigin vegum mátt þú hala niður og samræma App Store vöru til persónulegra nota, en ekki í viðskiptalegum tilgangi, á hvers konar iOS tæki sem þú átt eða stjórnar.

(ii) Ef þú ert fyrirtæki eða menntastofnun hefur þú heimild til þess að hala niður App Store vöru vegna notkunar (a) eins tiltekins aðila á einu eða fleiri iOS tæki sem notað er af þeim aðila sem þú átt eða stjórnar, eða (b) fjölda einstaklinga á einu sameiginlegu iOS tæki sem þú átt eða stjórnar. Sem dæmi, einstakur starfsmaður má nota App Store vöru bæði á iPhone og iPad sem starfsmaðurinn á, eins má fjöldi nemenda nota App Store vöru á einni tiltekinni iPad sem staðsett er á rannsóknarstofu eða bókasafni. Til skýringa, hvert iOS tæki sem notað er í röð eða á sama tíma af mörgum notendum þarf sérstakt leyfi.

(iii) Þú átt að hafa möguleika á því að geyma App Store vörur á allt að fimm mismunandi Reikningum hverju sinni á samrýmanlegum iOS tækjum.

(iv) Þú átt að hafa möguleika á að samræma handvirkt App Store vörur frá að minnsta kosti einu iTunes-viðurkenndu tæki yfir í iOS tæki sem hefur að geyma handvirkt samræmingarviðmót, að því tilskildu að App Store varan sé tengd Reikningi á aðal iTunes-viðurkennda tækinu, þar sem aðal iTunes-viðurkennda tækið er það sem fyrst var samræmt iOS tækinu eða það sem þú hefur útnefnt sem aðal tækið við notkun á möguleikum iTunes.

VIÐHALD OG ÞJÓNUSTA MAC APP STORE VARA OG APP STORE VARA

iTunes skal bera ábyrgð á að veita hvers konar viðhald og þjónustu í tengslum við Apple vörur, í samræmi við það sem fram kemur í endanotenda leyfissamningnum eða sérstökum endanotenda leyfissamningi, eftir því sem við á, eða eftir því sem landslög kveða um. Útgefandi hvers konar þriðju aðila vöru skal vera ábyrgur fyrir því að veita viðhald og aðra þjónustu í tengslum við slíkar vörur, í samræmi við það sem fram kemur í endanotenda leyfissamningnum eða sérstökum endanotenda leyfissamningi útgefandans, eftir því sem við á, eða eftir því sem landslög kveða á um.

ENDANOTENDA LEYFISSAMNINGUR

Mac App Store vörurnar og App Store vörurnar (sameiginlega, "App Store vörurnar") sem aðgengilegar eru í gegnum Mac App Store og App Store (sameiginlega, "App Stores") eru ekki seldar til þín heldur er þér veitt leyfi til notkunar á þeim. Leyfi þitt að hverri App Store vöru sem þú færð í gegnum App Stores eða tengir við þinn Reikning er háð fyrirfram gefnu samþykki þínu á þessum endanotenda leyfissamningi ("staðlaður leyfissamningur") og þú samþykkir að skilmálar þessa staðlaða leyfissamnings skulu gilda um hverja þá vöru sem þú færð leyfi að í gegnum App Stores, nema að sérstakur gildandi leyfissamningur milli þín og útgefanda viðkomandi App Store vara gildi um vöruna, en í slíkum tilvikum gilda ákvæði slíks samnings. Leyfi þitt til notkunar hvers konar App vöru samkvæmt þessum staðlaða leyfissamningi er veitt af iTunes, og leyfi þitt til notkunar á hvers konar vöru þriðja aðila samkvæmt þessum staðlaða leyfissamningi eða samkvæmt sérstökum leyfissamningi er veitt af útgefanda viðkomandi þriðju aðila vöru. Hvers konar App Store vara sem er háð leyfi því sem veitt er með þessum staðlaða leyfissamningi er vísað til sem "leyfisskyldrar vöru". Útgefandinn eða iTunes, eftir því sem við á ("leyfisveitandinn") áskilur sér allan rétt til hinnar leyfisskyldu vöru sem þér er ekki sérstaklega veitt með þessum staðlaða leyfissamningi.

a. Umfang leyfis: Það leyfi sem þér er veitt að hinni leyfisskyldu vöru af leyfisveitandanum felur í sér takmarkað óframseljanlegt leyfi til að nota hina leyfisskyldu vöru á Apple vöru sem keyrir iOS (þar á meðal, þó ekki takmarkað við, iPad, iPhone og iPod touch) ("iOS tæki"),Mac OS X ("Mac tölvur"), eftir því sem við á (sameiginlega, "Apple tæki") sem þú átt eða stjórnar og að því marki sem samrýmist notendareglum þeim sem gilda um Mac App Store, App Store og iBooks Store ("notendareglur"). Notendaleyfið veitir þér ekki rétt til að nota hina leyfisskyldu vöru á Apple tæki sem þú hvorki átt né stjórnar, og, nema að annað komi fram í notendareglunum, þá er þér óheimilt að dreifa eða birta hina leyfisskyldu vöru á netkerfi þar sem hin leyfisskylda vara kann að vera notuð á mörgum tækjum á sama tíma. Þér er óheimilt að leigja, lána, selja, framselja, endurdreifa eða veita öðrum leyfi til að nota hina leyfisskyldu vöru, og ef þú selur Mac tölvuna þína eða iOS tækið til þriðja aðila, ber þér að eyða hinni leyfisskyldu vöru af Mac tölvunni eða iOS tækinu fyrir slíka sölu. Þér er óheimilt að afrita (nema slíkt sé heimilt á grundvelli þessa leyfis og á grundvelli notendareglnanna), þýða, hermismíða, leyna eða reyna að komast að frumkóða, breyta eða gera afleidd verk af hinni leyfisskyldu vöru, hvers konar uppfærslum eða hlutum (nema og aðeins að því marki sem slík takmörkun er óheimil samkvæmt viðkomandi landslögum eða að því marki sem slíkt kann að vera heimilt á grundvelli leyfisskilmála þeirra sem gilda um opin hugbúnað sem kann að vera innifalinn í hinni leyfisskyldu vöru). Allar tilraunir til ofangreinds fela í sér brot gegn réttindum leyfisveitandans og leyfisveitenda hans. Ef þú brýtur gegn þessum takmörkunum kannt þú að verða lögsótt/ur og krafin/n um skaðabætur.

Skilmálar þessa samnings skulu eiga við um hvers konar uppfærslur leyfisveitandans sem koma í staðinn fyrir og/eða fela í sér viðbót við hina leyfisskyldu vöru, nema að slík uppfærsla skuli lúta sérstöku leyfi en undir slíkum kringumstæðum skulu skilmálar slíks leyfis gilda.

b. Samþykki á notkun gagna. Þú samþykkir að leyfisveitanda sé heimilt að safna og nota tæknileg gögn og tengdar upplýsingar – þar á meðal, en ekki takmarkað við, tæknilegar upplýsingar um tækið þitt, kerfi og hugbúnað og fylgibúnað – sem er safnað saman reglulega í því skyni að greiða fyrir veitingu á hugbúnaðaruppfærslum og annarri þjónustu til þín (ef einhverri) í tengslum við hina leyfisskyldu vörum. Leyfisveitandi hefur heimild til þess að nota þessar upplýsingar, svo lengi sem þær eru ekki á persónugreinanlegu formi, til þess að bæta vörur sínar og til þess að veita þér þjónustu og tækni.

c. Riftun. Leyfið skal gilda þar til leyfisveitandinn eða þú riftir því. Réttindi þín samkvæmt þessu leyfi skal þó sjálfkrafa líða undir lok, án sérstakrar tilkynningar frá leyfisveitandanum, ef þú vanefnir einhverja skilmála þessa leyfis. Við riftun á leyfinu ber þér að stöðva alla notkun á hinni leyfisskyldu vöru og eyða öllum afritum af hinni leyfisskyldu vöru, hvort sem þau eru afrit af vörunni í heild eða hluta.

d. Þjónusta; efni þriðju aðila. Hin leyfisskylda vara kann að veita aðgang að þjónustu eða vefsíðu leyfishafa eða þriðja aðila (sameiginlega og í sitt hvoru lagi, "tengd þjónusta"). Notkun á tengdri þjónustu þarfnast aðgangs að veraldarvefnum og samþykkis á sérstökum skilmálum varðandi notkun á hinni tengdu þjónustu.

Þú áttar þig á því að með notkun á tengdri þjónustu kannt þú að rekast á efni sem kann að teljast móðgandi, ósæmilegt, hneykslanlegt eða djarft, og með því að nota leitarmöguleika eða velja tiltekna slóð kunna tenglar og tilvísanir sjálfkrafa að koma upp með hneykslanlegu efni. Þrátt fyrir það samþykkir þú að nota tengt efni á þína eigin áhættu og að hvorki leyfisveitandinn né umboðsaðilar hans skulu teljast bera ábyrgð gagnvart þér varðandi efni sem talið er móðgandi, ósæmilegt eða hneykslanlegt.

Sumar tengdar þjónustur kunna að sýna, innihalda eða birta efni, gögn, upplýsingar eða efni frá þriðju aðilum ("efni þriðju aðila") eða veita tengla á vefsíður þriðju aðila. Með notkun á tengdri þjónustu, viðurkennir þú og samþykkir að hvorki leyfisveitandinn né umboðsaðilar hans eru ábyrgir fyrir að skoða eða meta efnið, nákvæmni þess, fylgni, tímalengd, lögmæti, höfundarétt, eftirfylgni, siðsemi, gæði eða nokkra aðra hlið slíks efnis þriðju aðila eða vefsíðna þeirra. Leyfisveitandinn, umboðsaðilar hans, fulltrúar, hlutdeildarfélög og dótturfélög, ábyrgjast ekki, samþykkja eða taka að sér að axla hvers konar skaðabótaskyldu eða ábyrgð gagnvart þér eða öðrum aðilum í tengslum við tengda þjónustu, efni þriðju aðila eða vefsíður þeirra, eða varðandi nokkurt annað efni, vöru eða þjónustu þriðju aðila. Efni þriðju aðila og tenglar á vefsíður þeirra eru aðeins veitt þér til hægðarauka.

Líta verður á fjárhagsupplýsingar sem birtar eru í gegnum tengda þjónustu aðeins sem almennar upplýsingar sem ekki ber að treysta á í tengslum við val á fjárfestingakostum. Áður en þú tekur ákvarðanir um verðbréfakaup er byggja á upplýsingum sem þú hefur fengið í gegnum tengda þjónustu ættir þú að ráðfæra þig við viðskiptafræðing eða sérfræðing í verðbréfaviðskiptum sem er lagalega hæfur til að veita þér fjárhagslegar ráðleggingar þar sem þú býrð. Læknisfræðilegar upplýsingar sem nokkur App Store vara eða ytri þjónusta sýnir er eingöngu ætlað að vera almenns eðlis og ekki skal styðjast við slíkar upplýsingar við sjúkdómsgreiningu eða meðferðarráðgjöf nema eftir því sem læknir mælir fyrir um. Þú ættir að ráðfæra þig við sérfræðing á sviði læknisfræði áður en þú reiðir þig á læknisfræðilegar upplýsingar sem má nálgast í gegnum App Store vöru. Upplýsingar um staðsetningar sem aðgengilegar eru í gegnum tengda þjónustu er einungis ætlað að fela í sér grundvallar leiðbeiningar en þeim er ekki ætlað að vera notaðar í tilvikum þar sem nákvæmrar staðsetningar er krafist eða þar sem ósannar, ónákvæmar, tímatengdar eða ófullnægjandi upplýsingar um staðsetningu geta leitt til dauða eða skaða á persónum, eignum eða umhverfi. Hvorki leyfisveitandinn, umboðsmenn hans, fulltrúar eða þeir sem veita viðkomandi efni tryggja aðgengileika þess, nákvæmni, fullkomnun eða áreiðanleika, upplýsingar um hlutabréf, staðsetningu eða hvers konar aðrar upplýsingar sem birtar eru í gegnum tengda þjónustu.

Þú samþykkir að tengda þjónustan innihaldi eignaréttarvarið efni, upplýsingar og efni sem leyfisveitandinn og/eða umboðsmenn hans eða leyfisveitendur eiga, og verndað kann að vera sem hugverk og af öðrum lögum, þar á meðal en án þess að takmarkast við höfundavernd, og að þú munir ekki nota slíkt eignaréttarvarið efni, upplýsingar eða efni með beinum hætti nema að því marki sem heimilt er, eða að því marki sem ekki samræmist skilmálum þessa staðlaða leyfissamnings eða sem brýtur gegn hugverkaréttindum þriðju aðila, iTunes eða Apple. Óheimilt er að endurskapa hina tengdu þjónustu sama með hvaða hætti. Þú samþykkir að breyta ekki, leigja, lána, selja, dreifa eða gera afleidd verk sem byggja á hinni tengdu þjónustu, með hvaða hætti sem er, og þér er óheimilt að nýta tengda efnið með óheimilum hætti, þar á meðal en án þess að takmarkast við, með því að flytja tölvuvírusa, orma, Trojan hesta eða sambærilegt eða til þess að níðast á eða íþyngja virkni netkerfa. Þú samþykkir ennfremur að nota ekki hina tengdu þjónustu til þess að áreita, misnota, sitja um, hóta, ærumeiða eða með öðrum hætti brjóta gegn réttindum annarra aðila, og hvorki leyfisveitandinn né umboðsaðilar hans skulu teljast með nokkrum hætti ábyrgir fyrir slíkri notkun þinni eða fyrir áreiti, hótanir, ærumeiðingar, árásir eða ólögmæt skilaboð sem þér kann að berast í tengslum við notkun á hinni tengdu þjónustu.

Þar að auki skal tekið fram að tengda þjónustan og efni þriðju aðila, sem aðgengilegt kann að vera, birt eða tengt Apple tækjunum er ekki aðgengilegt á öllum tungumálum eða á öllum landsvæðum. Leyfisveitandinn ábyrgist ekki að slíkt tengd þjónusta eða efni sé viðeigandi eða aðgengileg til notkunar á tilteknum svæðum. Að því marki sem þú velur að nota eða nálgast tengda þjónustu eða efnið þá gerir þú það af eigin frumkvæði og þú ert ábyrg/ur fyrir því að fylgja viðeigandi lögum, þar á meðal en ekki takmarkað við gildandi landslög. Leyfisveitandinn áskilur sér rétt til að breyta, fresta, taka eða gera óvirkan aðgang að hvers konar tengdri þjónustu á hvaða tíma sem er án tilkynningar þar um. Undir engum kringumstæðum skal leyfisveitandinn teljast ábyrgur fyrir að fjarlægja eða gera óvirkan aðgang að slíkri tengdri þjónustu. Leyfisveitandanum er jafnframt heimilt að takmarka notkun eða aðgang að tiltekinni tengdri þjónustu, án tilkynningar og ábyrgðar.

e. ENGIN ÁBYRGÐ: Leyfisveitandinn mun sýna af sér sanngjarna aðgát og kunnáttu í tengslum við ráðstafanir tengdum hinni leyfisskyldu vöru og hvers konar tengdri þjónustu sem veitt er eða þér er gerð aðgengileg með hinum leyfisskyldu vörum. Leyfisveitandinn veitir ekki önnur loforð eða tryggingar varðandi hina tengdu þjónustu og sérstaklega skal tekið fram að hann ábyrgist ekki:

(i) að notkun þín á hinni tengdu þjónustu muni vera ótrufluð eða villulaus;

(ii) að hin tengda þjónusta muni vera laus við tjón, spillingu, árásir, vírusa, afskipti, hakk eða önnur brot á öryggi og leyfisveitandinn undanskilur sig hvers konar ábyrgð í tengslum við slíkt. Þú berð ábyrgð á því að taka afrit af eigin kerfi, þar á meðal hvers konar leyfisskyldum vörum sem geymdar eru á kerfum þínum.

f. Takmörkun á ábyrgð.

(i) Nema í þeim tilvikum sem talin eru upp í (ii) hér að neðan, skal leyfisveitandinn, stjórnendur hans, fulltrúar, starfsmenn, hlutdeildarfélög, umboðsmenn, verktakar, umbjóðendur eða leyfisveitendur vera ábyrgir fyrir tjóni eða skaða sem rekja má til leyfisveitandans, starfsmanna hans eða fulltrúa þar sem:

(1) ekki er um að ræða brot á aðgæsluskyldu leyfisveitandans, starfsmanna hans eða fulltrúa, gagnvart þér;

(2) ekki er um að ræða fyrirsjáanlegar afleiðingar af broti;

(3) hvers konar aukning á tjóni eða skaða má rekja til vanefnda af þinni hálfu af einhverjum af þeim skilyrðum sem finna má í þessum endanotenda leyfissamningi ("samningi");

(4) rekja má tjónið eða skaðann til ákvörðunar leyfisveitandans um að aðvara þig, fresta eða rifta aðgangi þínum að tengdri þjónustu, að grípa til annarra aðgerða í tengslum við rannsókn á meintu broti eða vegna þeirrar niðurstöðu leyfisveitandans að brot á þessum samningi hafi átt sér stað;

(5) tjónið eða skaðinn varðar missi á innkomu, viðskiptum eða hagnaði, eða hvers konar missi eða brenglun á gögnum í tengslum við notkun þína á hinni leyfisskyldu vöru.

(ii) Ekkert í samningi þessum útilokar eða takmarkar ábyrgð leyfisveitandans sem grundvallast á svikum, stórfelldu gáleysi eða ásetningi, eða ábyrgðar vegna dauða eða persónuskaða sem kemur til vegna gáleysis leyfisveitandans.

g. Þér er óheimilt að nota, flytja út eða endur útflytja hina leyfisskyldu vöru nema að því marki sem heimilt samkvæmt bandarískum lögum og þeim lögum sem gilda í lögsögu þeirri þar sem viðkomandi leyfi var fengið. Sérstaklega, þó ekki takmarkað við, er óheimilt að flytja út eða endur útflytja hina leyfisskyldu vöru (a) til landa þar sem verslunarbann ríkir gagnvart Bandaríkjunum eða (b) til einhvers sem er á lista bandaríska fjármálaráðuneytisins eða viðskiptaráðuneytisins um bannaða einstaklinga og fyrirtæki. Með notkun á hinni leyfisskyldu vöru ábyrgist þú að þú ert ekki staðsettur í slíku landi eða á slíkum lista. Þú samþykkir jafnframt að þú munt ekki nota vörurnar með þeim hætti sem óheimilt er samkvæmt bandarískum lögum, þar á meðal en án takmarkana, í tengslum við þróun, hönnun, framleiðslu eða vinnslu á kjarnorku, eldflaugum eða efna- eða líffræðilegum vopnum.

h. Hin leyfisskylda vara og tengd skjöl teljast "viðskiptaleg vara" eins og það hugtak er skilgreint í 48 C.F.R §2.101, sem samanstendur af "viðskiptalegum tölvuhugbúnaði" og "viðskiptalegum tölvuhugbúnaðargögnum", eins og þau hugtök eru notuð í 48 C.F.R. §12.212 eða 48 C.F.R. §227.7202, eftir því sem við á. Í samræmi við 48 C.F.R. §12.212 eða 48 C.F.R. §227.7202-1 til og með 227.7202-4, eftir því sem við á, er leyfi að hinum viðskiptalega tölvuhugbúnaði og hinum viðskiptalegu tölvuhugbúnaðargögnum veitt til bandarískra ríkisins og endanotenda (a) aðeins sem viðskiptaleg vara og (b) aðeins með þeim réttindum sem eru veitt öllum öðrum endanotendum samkvæmt þessum skilmálum. Óbirt réttindi eru áskilin undir höfundaréttarlögum Bandaríkjanna.

i. Íslensk lög gilda um leyfi þetta og notkun þína á hinni leyfisskyldu vöru. Notkun þín á hinni leyfisskyldu vöru kann þó jafnframt að vera háð öðrum svæðisbundnum, fylkisbundnum, landsbundnum eða alþjóðlegum lögum.

FREKARI SKILMÁLAR IBOOKS STORE

NOTENDALEYFI AÐ IBOOKS STORE VÖRUM

Þú viðurkennir að iTunes er selja þér leyfi til að nota efni sem aðgengilegt er í gegnum iBooks Store ("iBooks Store vörur"). Þegar þú hefur keypt notendaleyfi frá iTunes felur slíkt leyfi í sér bindandi samning milli þín og útgefanda þeirrar tilteknu iBooks Store vöru sem þú keyptir leyfi að ("útefandi") sem gildir um notkun þína á iBooks Store vörunni; iTunes er ekki aðili að slíku leyfi milli þín og útgefandans hvað varðar viðkomandi iBook Store vöru; útgefandi hverrar iBooks Store vöru fyrir sig áskilur sér rétt til að fylgja eftir notendaskilmálum þeim sem gilda um iBooks Store vörurnar. Útgefandi hverrar iBooks Store vöru er einn ábyrgur fyrir þeirri vöru, efni hennar og hvers kyns ábyrgðum að því marki sem slíkar ábyrgðir hafa ekki verið undanskildar og fyrir hvers konar kröfum sem þú eða aðrir aðilar kunna að eiga í tengslum við viðkomandi iBooks Store vöru eða notkun þína á viðkomandi vörum.

NOTENDAREGLUR IBOOKS STORE VARA

(i) Þér skal vera heimilt að nota iBooks Store vörurnar fyrir persónuleg not, en ekki í viðskiptalegum tilgangi.

(ii) Þér skal vera heimilt að geyma iBooks Store vörurnar á allt að fimm mismunandi Reikningum á hverjum tíma á grundvelli iOS tækis, til að mynda á iPad, iPod touch eða iPhone.

(iii) Þér skal vera heimilt að geyma iBooks Store vörur á allt að fimm viðurkenndum iTunes-tækjum (t.d. tölvum) á hverjum tíma.

(iv) Afhending á iBooks Store vörum veitir þér ekki rétt til þess að nota vörurnar í auglýsingaskyni né að brenna iBooks Store vörurnar á disk.

(v) Þér skal vera heimilt að samræma (e. sync) handvirkt iBooks Store vörur frá að minnsta kosti einu viðurkenndu iTunes tæki við tæki sem hefur að geyma handvirkt samræmingarviðmót, að því tilskildu að iBooks Store varan sé tengd Reikningi á aðal iTunes-viðurkennda tækinu, þar sem aðal iTunes-viðurkennda tækið er það sem fyrst var samræmt iOS tækinu eða það sem þú hefur útnefnt sem aðal tækið meðvið notkun á möguleikum iTunes.

Síðast uppfært: 21. október 2015