iCloud Skilmálár

Velkomin til iCloud

ÞESSI SAMNINGUR MILLI ÞÍN OG APPLE GILDIR UM NOTKUN ÞÍNA Á ICLOUD SEM VÖRU, HUGBÚNAÐI, ÞJÓNUSTU OG VEFSÍÐUM (Í HEILD NEFNT „ÞJÓNUSTAN“). ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ ÞÚ LESIR OG SKILJIR EFTIRFARANDI SKILMÁLA. MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á „SAMÞYKKJA“, SAMÞYKKIR ÞÚ GILDI ÞESSARA SKILMÁLA EF ÞÚ KÝST AÐ OPNA EÐA NOTA ÞJÓNUSTUNA.

Apple er veitandi Þjónustunnar, sem gerir þér kleift að nota tiltekna Internetþjónustu, þ.m.t. geymslu persónulegs efnis (s.s. tengiliði, dagbækur, myndir, minnispunkta, áminningar, skjöl, gögn í tengslum við öpp og iCloud póstþjónustu) sem þú getur nálgast í gegnum búnað og tölvur og ýmsa staðsetningartengda þjónustu sem Þjónustan styður, einungis samkvæmt þeim skilmálum sem settir eru fram í þessum samningi. iCloud virkjast sjálfkrafa á tækjum sem keyra iOS 9 eða nýrri uppfærslur um leið og þú skráir þig inn með Apple-auðkenninu þínu við ræsingu tækisins, nema að þú sért að uppfæra tækið og hafir áður valið að virkja ekki iCloud. Þú getur slökkt á iCloud í Settings. Ef að iCloud er virkjað er efnið þitt sjálfkrafa sent og geymt af Apple svo þú getir nálgast það efni eða ýtt því þráðlaust inn á annað búnað eða tölvur sem iCloud styður. 

I. SKILYRÐI FYRIR NOTKUN ÞJÓNUSTUNNAR

          A. Aldur. Þjónustan er aðeins aðgengileg 13 ára og eldri (eða sambærilegur lágmarksaldur í viðkomandi lögsögu), nema þú sért yngri en 13 ára og hafir fengið Apple-auðkenni að beiðni viðurkenndrar menntastofnunar eða aðgangur stofnaður af foreldri eða forsjáraðila í gegnum fídusinn Family Sharing. Við söfnum ekki vísvitandi, notum eða birtum persónuupplýsingar frá börnum undir 13 ára aldri, eða lágmarksaldri í viðkomandi lögsögu, án sannprófanlegs samþykkis foreldris. Foreldrar og forsjáraðilar ættu jafnframt að minna börn undir lögaldri á að það getur verið hættulegt að tala við ókunnuga á Internetinu og gera viðeigandi ráðstafanir til að vernda börn, þ.m.t. að fylgjast með notkun þeirra á Þjónustunni. 

Til að nota Þjónustuna máttu ekki vera persóna sem bannað er að þiggja þjónustuna samkvæmt bandarískum lögum eða viðkomandi lögsögu, þ.m.t. búsetulandi eða þaðan sem þú notar þjónustuna. Með því að samþykkja þennan samning lýsirðu því yfir að þú skiljir og samþykkir framangreint.

          B. Tæki og reikningar. Notkun þjónustunnar getur verið háð samhæfðum tækjum, Internetaðgangi og tilteknum hugbúnaði (e.t.v. gegn gjaldi); getur krafist reglubundinna uppfærslna og getur orðið fyrir áhrifum af frammistöðu þessara þátta. Apple áskilur sé rétt til að takmarka fjölda reikninga sem stofna má í gegnum sama tækið og fjölda tækja sem tengjast mega reikningi. Vera kann að tilteknar aðgerðir og eiginleikar krefjist nýjustu útgáfna nauðsynlegs hugbúnaðar. Þú samþykkir að uppfylling þessara krafna er á þína ábyrgð. 

          C. Takmörkun notkunar. Þú samþykkir að nota Þjónustuna aðeins í þeim tilgangi sem þessi samningur heimilar og aðeins að því marki sem það er heimilt samkvæmt gildandi lögum, reglum eða almennt viðurkenndum venjum í viðkomandi lögsögu. Þú færð úthlutað 5GB geymslurýmd eins og útlistað er í yfirlitinu yfir eiginleika iCloud. Hægt er að kaupa viðbótargeymslurýmd, eins og lýst er hér að neðan. Óheimilt er að nota bandbreidd umfram það sem boðið er upp á eða eðlilegt telst (t.d. rýmd fyrir öryggisafrit eða tölvupóstreikning) og getur komið í veg fyrir að þú getir tekið öryggisafrit á iCloud, bætt við skjölum eða tekið á móti tölvupósti sem er sendur á iCloud-netfangið þitt. Ef notkun þín á Þjónustunni eða háttsemi þín ógnar getu Apple til að veita Þjónustuna eða önnur kerfi, viljandi eða óviljandi, hefur Apple rétt á því að grípa til hvers kyns réttmætra aðgerða til að vernda Þjónustuna og kerfi Apple, þ.m.t. að meina þér aðgang að Þjónustunni. Endurtekin brot á þessum takmörkunum getur leitt til þess að reikningnum verði lokað. 

Ef að þú ert aðili sem hefur aðgang að sjúkraskrám eða heilsufarsupplýsingum, samstarfsaðili eða fulltrúi slíks aðila (eins og það er skilgreint í 45 C.F.R. § 160.103), samþykkirðu að þú munir ekki nota neina hluta, eiginleika eða annan búnað iCloud til að búa til, taka við, viðhalda eða senda „verndaðar heilsufarsupplýsingar“ (eins og það er skilgreint í 45 C.F.R. § 160.103) eða nota iCloud á nokkurn annan hátt sem myndi gera Apple (eða dótturfélög þess) að samstarfsaðila þínum eða þriðja aðila.

          D. Tiltækileiki Þjónustunnar Vera má að þjónustan, einstakir þættir eða hlutar hennar, séu ekki tiltækir á öllum tungumálum eða í öllum löndum og Apple svarar ekki fyrir að þjónustan eða einstakir þættir eða hlutar hennar séu viðeigandi eða til taks á einstökum stöðum.  Að því marki sem þú kýst að opna og nota Þjónustuna, gerir þú það að eigin frumkvæði og berð ábyrgð á samkvæmni við gildandi lög.

          E. Að breyta Þjónustunni. Apple áskilur sér rétt til að breyta þessum samningi hvenær sem er og til að setja inn nýja skilmála um notkun þína á þjónustunni eða bæta við skilmálum, að því gefnu að Apple tilkynni þér um hverja þá breytingu sem hefur neikvæð áhrif á efni þjónustunnar eða viðeigandi þjónustuskilmála með 30 daga fyrirvara, nema í þeim tilvikum þegar aðstæður vegna laga, reglugerða eða athafna ríkisstjórna heimila ekki slíkar breytingar; að því er varðar öryggi notanda, persónuvernd notanda eða tæknileg heilindi; í því skyni að koma í veg fyrir truflanir á þjónustu við aðra notendur; eða vegna náttúruhamfara, stórslyss, stríðsátaka eða annarra svipaðra tilvika sem Apple hefur ekki stjórn á. Að því er varðar geymsluþjónustu í skýi sem greitt er fyrir mun Apple ekki gera neinar breytingar sem hafa neikvæð áhrif á efni þjónustunnar áður en núverandi tímabili sem þú hefur greitt fyrir lýkur, nema breytingin teljist nauðsynleg til að taka á málum sem varða öryggi notanda, persónuvernd notanda eða tæknileg heilindi; í því skyni að koma í veg fyrir truflanir á þjónustu við aðra notendur; eða til að forðast vandamál sem koma upp vegna náttúruhamfara, stórslyss, stríðsátaka eða annarra svipaðra tilvika sem Apple hefur ekki stjórn á. Komi til þess að Apple geri breytingar sem hafa neikvæð áhrif á efni þjónustunnar eða notkunarskilmálana hefurðu rétt á að rifta þessum samningi og loka reikningnum þínum, en í því tilviki mun Apple endurgreiða þér upphæð sem er í réttu hlutfalli við hverja þá upphæð sem þú hefur þegar greitt fyrir viðkomandi tímabil. Apple er ekki bótaskylt gagnvart þér fyrir neinar breytingar á þjónustunni eða þjónustuskilmálunum sem gerðar eru í samræmi við þennan kafla IE.

II. FÍDUSAR OG ÞJÓNUSTA

          A. Notkun staðsetningartengdrar þjónustu

Apple, samstarfsaðilar þess og leyfisveitendur kunna að bjóða upp á tiltekna fídusa eða þjónustu (s.s. Find My iPhone, Find My Friends) sem reiða sig á staðsetningarupplýsingar frá tækjum í gegnum GPS (ef tiltækt), hóptak á tengireitum og senda. Til að bjóða upp á slíka fídusa eða þjónustu, ef tiltæk, verða Apple, samstarfsaðilar þess og leyfisveitendur að safna, vinna úr og varðveita staðsetningargögnin þín, þ.m.t., en án þess að takmarkast við, landfræðilega staðsetningu tækis, upplýsingar í tengslum við iCloud-reikninginn þinn (“Reikningur”) og öll tæki sem þar eru skráð, þ.m.t., en án þess að takmarkast við, Apple-auðkennið þitt, auðkenni tækis, heiti þess og tegund. 

Þú getur dregið samþykki þitt til Apple, samstarfsaðila þess og leyfisveitendur, um söfnun, notkun, sendingu, vinnslu og varðveislu staðsetningar- og reikningsupplýsingar, til baka hvenær sem er með því að nota ekki staðsetningartengda fídusa og slökkva á Find My iPhone, Find My Friends eða stillingum staðsetningarþjónustu (ef við á) á tækinu þínu. Þegar Þjónustan notast við þjónustu frá þriðja aðila sem notar eða veitir staðsetningargögn, gilda skilmálar og stefna þriðja aðila um friðhelgi einkalífs um notkun staðsetningargagna slíkrar þjónustu þriðja aðila. Öll staðsetningartengd gögn sem Þjónustan býður upp á eru ekki ætluð til að reiða sig á við aðstæður sem krefjast nákvæmra upplýsinga um staðsetningu eða þar sem röng, ónákvæm, seinfengin eða ófullkomin staðsetningargögn geta leitt til dauða, líkamstjóns eða tjóns á eigum eða umhverfi. Apple skal nota tilhlýðilega kunnáttu og sýna tilhlýðilega aðgát við veitingu Þjónustunnar, en hvorki Apple né nokkrir af veitendum þjónustu þess og/eða efnis, ábyrgist tiltækileika, nákvæmni, ítarleika, áreiðanleika eða tímanleika staðsetningargagna eða annarra gagna sem Þjónustan birtir. STAÐSETNINGARTENGD ÞJÓNUSTA ER EKKI ÆTLUÐ FYRIR OG HENTAR EKKI SEM NEYÐARSTAÐSETNINGARKERFI.

          B. Find My iPhone

Find My iPhone virkjast sjálfkrafa í iOS-tækjum sem keyra iOS 8 eða nýrri útgáfur, sem og með þeim Apple-aukahlutum sem paraðir eru við iPhone-símann þinn, þegar iCloud er virkjað. Við virkjun Find My iPhone í iOS-tækjum sem keyra iOS 7 eða síðari útgáfur, er iOS-tækið þitt sjálfkrafa tengt við Apple-auðkennið þitt. Lykilorð Apple-auðkennis er krafist áður en nokkur (þ.á.m. þú) getur slökkt á Find My iPhone, skráð þig út af iCloud, strokað út eða virkjað tækið. Apple og viðurkenndir umboðsaðilar þess mega ekki veita stoðþjónustu á vélbúnaði eða hugbúnaði, þ.m.t. þjónustu samkvæmt ábyrgðaryfirlýsingu Apple, nema þú slökkvir á Find My iPhone áður en þjónustan er veitt. Apple ber enga ábyrgð á því ef þér tekst ekki að vernda iOS-tækið þitt með lykilorði, virkjun Lost Mode og/eða taka við eða svara tilkynningum og samskiptum. Apple ber enga ábyrgð á því að koma iOS-tækinu aftur til þín eða glötun gagna af iOS-tækinu þínu.

          C. Öryggisafrit

iCloud Backup tekur reglulega sjálfkrafa öryggisafrit fyrir iOS-tæki þegar skjárinn er læstur á tækinu, það er tengt við rafmagn og tengt Internetinu í gegnum Wi-Fi-net. Ef öryggisafrit hefur ekki verið vistað á iCloud í eitthundraðogáttatíu (180) daga, áskilur Apple sér rétt til að eyða öllum öryggisafritum fyrir viðkomandi tæki. Öryggisafrit geta átt við stillingar tækis, eiginleika tækis, myndir og myndskeið, skjöl, skilaboðin þín, hringitóna, gögn í heilsuappi sem og gögn í öðrum öppum. Vinsamlega farið á vefslóðina https://support.apple.com/en-is/HT207428 fyrir frekari upplýsingar. Ekki verður tekið iCloud-öryggisafrit af eftirfarandi efni: efni sem keypt er á iTunes Store, App Store eða iBooks Store, annað efni sem er samstillt við tölvuna þína, sem og myndasafn ef þú hefur virkjað iCloud Photo Library. Apple skal nota tilhlýðilega kunnáttu og sýna tilhlýðilega aðgát við veitingu Þjónustunnar, en, AÐ ÞVÍ MARKI SEM GILDANDI LÖG LEYFA, ÁBYRGIST EÐA TRYGGIR APPLE EKKI AÐ HVERT ÞAÐ EFNI SEM ÞÚ KANNT AÐ GEYMA EÐA NÁLGAST Í GEGNUM ÞJÓNUSTUNA VERÐI EKKI FYRIR SKEMMDUM FYRIR SLYSNI, BRENGLUN, TJÓNI EÐA VERÐI FJARLÆGT Í SAMRÆMI VIÐ SKILMÁLA ÞESSA SAMNINGS, OG APPLE VERÐUR EKKI GERT ÁBYRGT FYRIR SLÍKUM SKEMMDUM, TJÓNI EÐA FJARLÆGINGU. Það er á þína ábyrgð að taka annað afrit af upplýsingum og gögnum. 

          D. Myndir 

          1. iCloud Photo Library. Þegar þú virkjar iCloud Photo Library, eru myndirnar þínar, myndskeiðin, lýsigögn og allar frekari breytingar sem þú gerir með Photos-appinu á iOS-tækinu þínu, macOS-tölvunni eða Windows PC-tölvunni þinni, sjálfkrafa hlaðið upp og geymd í iCloud, og ýtt á öll tækin þín og tölvurnar sem eru með iCloud Photo Library virkjað. Upplausn mynda og myndskeiða getur verið breytileg eftir stillingum tækisins og lausu geymsluplássi. Þú getur sótt myndir og myndskeið í fullri upplausn hvenær sem er. 

          2. iCloud Photo Sharing. Þegar þú notar fídusinn iCloud Photo Sharing mun Apple geyma allar þær myndir og myndskeið sem þú deilir þar til þú eyðir þeim. Þú getur nálgast þær myndir og myndskeið sem þú deilir á öllum þeim Apple-tækjum þar sem iCloud Photo Sharing hefur verið virkjað. Þeir aðilar sem þú deilir myndaalbúmum með fá að sjá, vista, afrita og deila þessum myndum og myndskeiðum, sem og að bæta við myndum og myndskeiðum og skrifa athugasemdir. Ef þú velur að nota iCloud Photo Sharing til að deila myndum á vefslóð verða þær myndir aðgengilegar öllum sem hafa fengið sendan eða hafa aðgang að vefslóðinni. Ef þú vilt hætta að deila einstökum myndum, myndskeiðum, athugasemdum eða deildum myndaalbúmum í heildina getur þú eytt þeim hvenær sem er. Hins vegar verður öllu því efni sem áður hefur verið afritað af deildu albúmi eða hlaðið niður í annað tæki eða tölvur ekki eytt.

          3. My Photo Stream. Þegar þú notar fídusinn My Photo Stream, mun Apple geyma myndir sem teknar eru á iOS-tækinu þínu eða hlaðið upp af tölvunni þinni í takmarkaðan tíma og sjálfkrafa senda myndirnar í hin Apple-tækin þín sem eru með My Photo Stream virkjað. Takmarkað magn af myndum gæti verið geymt í iCloud eða á tækjunum þínum á hverjum tíma fyrir sig og eldri myndum er eytt sjálfkrafa út af My Photo Stream með tímanum. Til að geyma þessar myndir varanlega þarf að vista þær á camera roll eða photo library í tölvunni þinni. 

          E. Family Sharing. Með Family Sharing, getur þú deilt tilteknu efni og þjónustu, eins og keyptu efni á iTunes Store, iBooks Store og App Store, áskrift að Apple Music og iCloud-geymsluáskrift, með fjölskyldumeðlimum þínum. Þú getur einnig deilt dagatali, deildum myndaalbúmum og staðsetningu þinni með fjölskyldumeðlimum. Fyrir frekari upplýsingar varðandi deilingu keyptra vara, sjá skilmála Apple Media Services Terms and Conditions á slóðinni: https://www.apple.com/legal/internet-services/itunes/ww/.

F. File Sharing. Þegar þú notar iCloud File Sharing, geymir Apple öll þau skjöl sem þú deilir þar til þú eyðir þeim. Þú getur nálgast þau skjöl sem þú hefur deilt með öllum þeim Apple-tækjum þar sem iCloud Drive hefur verið virkjað. Þú getur gefið aðilum aðgang til að sjá, vista, afrita eða breyta þessum skjölum. Þú hefur valkost um að gefa aðilum rétt til þess að breyta skjölunum eða einungis skoða þau. Ef þú notar iCloud File Sharing til að deila skjölum með vefslóð, verða þessi skjöl opin öllum þeim sem hafa aðgang að veittri vefslóð. Þú getur hætt að deila skjölum hvenær sem er. Ef þú hættir að deila skjölum verða þau fjarlægð af iCloud Drive á tækjum allra aðila. Hins vegar, verður öllum þeim skjölum sem hafa verið afrituð á annað tæki eða tölvu ekki eytt. 

          G. Mail Drop. Ef þú ert skráður inn á iCloud og notar macOS Mail-appið eða iCloud Mail á vefnum til að senda tölvupósta með stórum viðhengjum, stendur þér til boða að nota Mail Drop. Með Mail Drop verða stór viðhengi geymd tímabundið á  iCloud-þjónum til að aðstoða við afhendingu þeirra. Apple sendir viðtakendum annað hvort hlekk eða sýnishorn af viðhenginu, háð tölvupóstsforriti viðtakanda. Tímabundin geymsla stórra viðhengja við tölvupóst reiknast ekki sem notkun á úthlutuðu iCloud-geymsluplássi. Fyrir frekari upplýsingar um Mail Drop, sjá https://support.apple.com/en-is/HT203093.

          H. Öpp þriðju aðila. Ef þú skráir þig inn á tiltekin öpp þriðju aðila með iCloud-auðkenninu þínu, samþykkirðu að leyfa því appi að geyma gögn á iCloud-reikningnum þínum og Apple að safna, geyma og vinna úr slíkum gögnum fyrir hönd viðkomandi þriðja aðila, framleiðanda appsins, i tengslum við notkun þína á Þjónustunni og slíkum öppum. Gögnin sem appið geymir á iCloud-reikningnum þínum reiknast sem notkun á úthlutuðu geymsluplássi. Slíkum gögnum kann að vera deilt með öðru appi sem þú hleður niður frá sama framleiðanda. 

          I. iCloud-vefreikningur. Ef þú skráir þig í Þjónustuna með reikningi sem er aðeins á vefnum eða með tæki eða tölvu sem er ekki frá Apple, er virkni Þjónustunnar takmörkuð. Þú færð 1 GB af ókeypis geymsluplássi og munt ekki geta aukið það með slíkum reikningi. Sem skilyrði fyrir því að opna Þjónustuna með vefreikningi sem er einungis á vefnum, samþykkirðu að allir viðeigandi skilmálar í þessum samningi, þ.m.t., en án þess að takmarkast við, öll skilyrði fyrir notkun Þjónustunnar, takmarkanir við notkun, tiltækileika, opið beta, fyrirvara um ábyrgð, reglur varðandi efnið þitt og háttsemi og uppsögn. Skilmálar í þessum samningi sem fjalla um fídusa sem ekki eru tiltækir fyrir notendur með reikninga einungis á vefnum, eiga ekki við um þig. Þetta á t.d. við um notkun staðsetningartengdrar þjónstu og greiðslu gjalda fyrir uppfærslu iCloud-geymslu. Þú samþykkir ennfremur að ef þú opnar reikninginn þinn sem einungis er á vefnum í tæki eða tölvu frá Apple, hvort sem þú átt sjálfur slíkt tæki eða tölvu, kann Apple að uppfæra vefreikninginn þinn sjálfkrafa í iCloud-reikning með fullri virkni sem veitir þér alla tiltæka virkni Þjónustunnar, þ.m.t. aukna fría geymslurýmd. Ef þú kýst að opna vefreikninginn þinn í tæki eða tölvu frá Apple og færð í kjölfarið uppfærslu í fulla virkni Þjónustunnar, samþykkirðu að allir skilmálar sem hér eru settir fram eigi við um notkun þína á Þjónustunni. Ef þú vilt ekki iCloud-reikning með fulla virkni, ekki skrá þig inn á vefreikning í tæki eða tölvu frá Apple.

          J. Tvöföld auðkenning og sjálfvirkar hringingar/smáskilaboð. Ef þú velur að virkja tvöfalda auðkenningu fyrir Apple-auðkennið þitt, samþykkirðu að (a) gefa upp a.m.k. eitt símanúmer til Apple; og (b) taka á móti sjálfvirkum eða forrituðum hringingum og smáskilaboðum frá Apple í eitthvert uppgefinna símanúmera. Við kunnum að hringja slík símtöl eða senda slík skilaboð til að (i) hjálpa þér að halda reikningnum þínum öruggum við innskráningu; (ii) hjálpa þér að komast inn á reikninginn þinn ef þú hefur gleymt lykilorðinu; eða (iii) ef það er að öðru leyti nauðsynlegt til að þjónusta reikninginn þinn eða framfylgja þessum samningi, reglum okkar, gildandi lögum eða öðrum samningi sem við kann að gilda á milli okkar.   

III. UPPFÆRSLA ÁSKRIFTARGEYMSLU

Viðbótargeymsla er fáanleg gegn kaupum og greiðslu áskriftar.

  1. A. Greiðsla.

Þegar þú uppfærir geymsluna þína í tækinu þínu eða tölvunni, innheimtir Apple sjálfkrafa með reglulegu millibili samkvæmt völdum greiðslumáta Apple-auðkennisins þíns (þ.e., greiðslumátinn sem þú notar til að kaupa í iTunes Store, App Store eða iBooks Store, ef tiltækt) eða völdum greiðslumáta í Family-reikningnum þínum. Ef þú ert Family-skipuleggjandi, samþykkirðu að Apple innheimti samkvæmt völdum greiðslumáta með reglulegu millibili fyrir Family-meðlimi sem uppfæra geymsluna sína. Apple kann jafnframt að fá fyrirfram samþykki fyrir upphæð, allt að upphæð færslunnar, og hafa samband við þig reglulega með tölvupósti í tölvupóstfangið sem tengt er við Apple-auðkennið þitt til að minna þig á reikninga og koma til þín öðrum upplýsingum sem varða geymslureikninginn þinn. 

Þú getur breytt áskriftinni þinni með því að uppfæra eða niðurfæra geymsluna þína í iCloud-hluta Settings í tækinu þínu, eða í iCloud-glugganum í System Preferences í Mac-tölvunni þinni eða iCloud fyrir Windows í PC-tölvunni þinni.

Viðeigandi gjald fyrir uppfærða geymsluáskrift tekur gildi strax; niðurfærslur á geymsluáskriftinni þinni taka gildi næsta árlega eða mánaðarlega gjalddaga. ÞÚ ERT ÁBYRGUR FYRIR TÍMANLEGRI GREIÐSLU ALLRA GJALDA OG FYRIR ÞVÍ AÐ VEITA APPLE GILT KREDITKORTANÚMER EÐA REIKNINGSNÚMER VEGNA GREIÐSLU GJALDA. Ef Apple tekst ekki að innheimta af kreditkortinu þínu eða reikningi á gjalddaga, áskilur Apple sér rétt til að afturkalla eða meina þér aðgang að geymdu efni, eyða geymdu efni eða loka reikningnum þínum. Ef þú vilt tilgreina annað kreditkort eða reikningsnúmer eða ef breytingar verða á stöðu kreditkorta eða reikningum, þarftu að breyta upplýsingum um þig í Account Information á iCloud á netinu; það getur truflað aðgang þinn að Þjónustunni tímabundið á meðan Apple sannprófar nýjar greiðsluupplýsingar. Við kunnum að hafa samband við þig með tölvupósti um atriði sem varða reikninginn þinn, m.a. vegna þess að þú ert að nálgast eða fara yfir úthlutaða geymslurýmd. 

Heildarverðið felur í sér verðið á uppfærslunni auk viðeigandi gjalda fyrir kreditkortafærslur, sölu, notkun, vörur og þjónustu, virðisauka eða aðra sambærilega skatta, samkvæmt gildandi lögum og skatthlutfalls þegar kaup uppfærslunnar eiga sér stað. Við innheimtum skatt þegar við erum skyldug til þess samkvæmt þeim skattalögum sem eiga við um Þjónustuna.

          B. Uppsagnarréttur.

Ef þú kýst að segja upp áskriftinni eftir upphafleg kaup á henni eða ef þú ert með ársáskrift geturðu gert það, í byrjun hvers nýs endurnýjunartímabils, með því að tilkynna það til Apple með skýrum hætti með því að hafa samband við þjónustuverið (sjá tengiliðaupplýsingar í kaflanum „Almennt“ hér á eftir), innan 14 daga frá því að þér barst staðfestingartölvupóstur. Þú þarft ekki að gefa upp ástæðu uppsagnar.

Þú þarft að senda tilkynningu um uppsögn áður 14 daga tímafresturinn rennur út svo að hún taki gildi.

Viðskiptavinir innan ESB og í Noregi mega einnig tilkynna okkur um uppsögn samkvæmt eftirfarandi sniðmáti: 

To: Apple Distribution International, Hollyhill Industrial Estate, Hollyhill, Cork, Írlandi:

I hereby give notice that I withdraw from my contract for the following: 

[ÁSKRIFTARMAGN OG –TÍMABIL, t.d. 200 GB MÁNAÐARLEG ÁSKRIFT AÐ iCLOUD GEYMSLUUPPFÆRSLU]

Pantað þann [dagsetning] 

Nafn neytanda

Heimilisfang neytanda

Dagsetning

Áhrif uppsagnar

Við munum minnka geymsluplássið aftur niður í 5 GB og endurgreiða þér eigi síðar en 14 dögum frá því að við fengum tilkynninguna um uppsögnina. Ef þú hefur notað meira en 5 GB af geymsluplássi yfir þennan tíma, getur verið að þú getir ekki tekið iCloud-afrit eða notað tiltekna fídusa þar til þú hefur minnkað geymsluna þína. Við greiðum þér með sama hætti og þú gerðir og þú munt ekki bera neinn kostnað af slíkri endurgreiðslu.

IV. Notkun þín á Þjónustunni

          A. Reikningurinn þinn

Sem skráður notandi Þjónustunnar, þarftu að stofna reikning. Ekki gefa upp reikningsupplýsingarnar þínar til annarra. Þú einn ert ábyrgur fyrir þagmælsku og öryggi reikningsins þíns og öllum aðgerðum á eða í gegnum reikninginn þinn og samþykkir að tilkynna Apple samstundis um öryggisbrot á reikningnum þínum. Þú viðurkennir og samþykkir ennfremur að Þjónustan er hönnuð og ætluð til persónulegra nota einstaklinga og að þú ættir ekki að deila reikningnum þínum og/eða lykilorði með öðrum einstaklingi. Að því tilskildu að við höfum beitt tilhlýðilegri kunnáttu sýnt tilhlýðilega aðgát, verður Apple ekki gert ábyrgt fyrir tjóni sem rekja má til óheimillar notkunar á reikningnum þínum vegna þess að þú hefur ekki farið eftir þessum reglum.

Til að nota Þjónustuna verðurðu að slá inn Apple-auðkennið þitt og lykilorðið til að sannvotta reikninginn þinn. Þú samþykkir að veita nákvæmar og tæmandi upplýsingar þegar þú skráir þig í og notar þjónustuna (“Service Registration Data”), og þú samþykkir að uppfæra Service Registration Data til að upplýsingarnar séu nákvæmar og tæmandi. Ef þú veitir ekki nákvæmar, uppfærðar og tæmandi Service Registration Data getur það leitt til tímabundinnar og/eða varanlegrar lokunar á reikningnum þínum. Þú samþykkir að Apple kann að geyma og nota Service Registration Data sem þú veitir, til að viðhalds á reikningnum þínum og innheimtu gjalda.  

          B. Notkun annarra vara og þjónustu frá Apple

Tilteknir hlutar eða fídusar Þjónstunnar sem Apple og/eða leyfisveitendur bjóða upp á, þ.m.t., en án þess að takmarkast við, möguleikinn á að hala niður fyrri kaupum og iTunes Match og/eða iCloud Music Library (gegn viðbótargjaldi), þarfnast sérstaks hugbúnaðar eða annarra leyfissamninga eða notkunarskilmála. Þú verður að lesa, gangast við og samþykkja að vera bundinn af hverjum slíkum sérstökum samningi sem skilyrði fyrir notkun þessara tilteknu hluta eða fídusa Þjónustunnar.

          C. Ekkert afsal

Ekkert í þessum samningi skal túlkað sem afsal réttinda, réttar eða leyfis til þín varðandi Apple-auðkenni, tölvupóstfang, lén, iChat-auðkenni eða sambærilegar eignir sem þú notar í sambandi við Þjónustuna.

          D. Enginn réttur til eftirlifenda

Ef að lög kveða ekki á um annað, samþykkir að reikningurinn þinn er óframseljanlegur og að öll réttindi í sambandi við Apple-auðkennið þitt eða efnið á reikningnum þínum falla úr gildi við andlát þitt. Við móttöku afrits af dánarvottorði má loka reikningnum þínum og eyða öllu efni á honum. Hafðu samband við iCloud Support á slóðinni support.apple.com/icloud fyrir frekari aðstoð.

          E. Engin endursala Þjónustu

Þú samþykkir að þú munir ekki fjölfalda, afrita, gera eftirrit, selja, endurselja, leigja eða versla með Þjónustuna (eða nokkurn hluta hennar) í neinum tilgangi.

V. Efni og háttsemi

          A. Efni

“Efni” tekur til allra upplýsingar sem kunna að verða til eða mæta manni við notkun Þjónustunnar, s.s. gagnaskrár, eiginleikar tækis, ritaður texti, hugbúnaður, tónlist, grafík, ljósmyndir, myndir, hljóð, myndskeið, skilaboð og annað svipað efni. Þú skilur að allt efni, hvort sem það er birt opinberlega eða sent einstökum aðilum í gegnum Þjónustuna er á algjöra ábyrgð þess sem það stafar frá. Það þýðir að þú einn, og ekki Apple, berð ábyrgð á öllu efni sem þú hleður upp, hleður niður, birtir, sendir með tölvupósti, sendir, geymir eða gerir tiltækt á annan hátt við notkun þína á Þjónustunni. Þú skilur að með því að nota Þjónustuna geturðu mætt efni sem þér kann að finnast særandi, ósiðlegt eða hneykslanlegt og að þú kannt að gera efni sýnilegt öðrum sem þeim kann að finnast hneykslanlegt. Apple stjórnar ekki efni sem birt er í gegnum Þjónustuna eða ábyrgist nákvæmni, heilleika eða gæði slíks efnis. Þú skilur og samþykkir að notkun þín á Þjónustunni og öllu efni er algjörlega á eigin áhættu.

          B. Háttsemi þín

Þú samþykkir að þú munir EKKI nota Þjónustuna til að:

a. hlaða upp, hlaða niður, birta, senda með tölvupósti, senda, geyma eða gera tiltækt efni sem er ólöglegt, áreitandi, ógnandi, skaðlegt, veldur tjóni, meiðandi, ærumeiðandi, móðgandi, ofbeldisfullt, klúrt, gróft, brýtur gegn friðhelgi annarra, hatursfullt, móðgandi fyrir kynþætti eða þjóðerni eða á annan hátt hneykslanlegt;   

b. sitja um, áreita, hóta eða skaða aðra;

c. ef þú ert fullorðinn, biðja um persónulegar eða aðrar upplýsingar frá einstaklingi undir lögaldri (einstaklingur undir 18 ára aldri eða þeim aldri sem talinn er undir lögaldri) sem þú þekkir ekki persónulega, þ.m.t., en án þess að takmarkast við eftirfarandi: fullt nafn eða seinna nafn, heimilisfang, póstfang, símanúmer, mynd eða heiti á skóla, kirkju, íþróttaliðs eða vina einstaklings undir lögaldri;

d. þykjast vera einhver sem þú ert ekki - þú mátt ekki villa á þér heimildir eða þykjast vera önnur persóna (þ.m.t. frægar persónur), aðili, annar iCloud-notandi, starfsmaður Apple, málsvari borgara eða ríkisstjórnar eða á annan hátt að gera þér upp tengsl við persónu eða aðila (Apple áskilur sér réttinn til að hafna eða blokkera Apple-auðkenni eða tölvupóstfang sem jafnað gæti verið til þess að villa á sér heimildir eða misnota nafn eða persónu annars);

e. brjóta gegn höfundarétti eða öðrum hugverkaréttindum (þ.m.t. að hlaða upp efni sem þú hefur ekki rétt á að hlaða upp) eða opinbera viðskiptaleyndarmál eða trúnaðarupplýsingar sem brjóta gegn trúnaðar- eða ráðningarsamningi;

f. birta, senda, eða á annan hátt gera tiltækan, óumbeðinn eða óheimilan tölvupóst, auglýsingar, kynningarefni, ruslpóst, amapóst eða keðjubréf, þ.m.t., án þess að takmarkast við, auglýsingamagnpóst og tilkynningar;  

g. falsa TCP-IP hausa á pökkum eða hluta af upplýsingum í hausum tölvupósta eða póstum fréttahópa eða á annan hátt að setja upplýsingar í haus til að villa um fyrir viðtakendum hvað varðar uppruna efnis sem sent er í gegnum Þjónustuna (“gabba”); 

h. hlaða upp, birta, senda með tölvupósti, senda, geyma eða gera tiltækt efni sem inniheldur vírusa eða annars konar tölvukóða, skrár eða forrit sem hönnuð eru til að skaða, hindra eða takmarka eðlilega virkni Þjónustunnar (eða hluta hennar) eða annan hug- eða vélbúnað;

i. hindra eða trufla Þjónustuna (þ.m.t. að opna Þjónustuna á sjálfvirkan hátt, s.s. skriftur eða vefskriðla) eða þjóna eða net sem tengd eru við Þjónustuna, stefnur, skilyrði eða reglur um net sem eru tengd við Þjónustuna (þ.m.t. óheimil opnun, notkun eða vöktun gagna eða umferðir þar innan);

j. áforma eða ástunda ólöglega háttsemi; og/eða

k. safna og geyma persónulegar um aðra notendur Þjónustunnar til að nota í tengslum við einhverja af ofangreindri óheimilli háttsemi.

          C. Fjarlæging efnis

Þú viðurkennir að Apple er ekki ábyrgt eða skaðabótaábyrgt á neinn hátt fyrir efni sem aðrir veita og ber enga skyldu til að forskima slíkt efni. Aftur á móti áskilur Apple sér hvenær sem er réttinn til að ákvarða hvort efni er viðeigandi og í samræmi við þennan samning og má forskima, færa, hafna, breyta og/eða fjarlægja efni hvenær sem er, án fyrirvara og að eigin vild, ef að slíkt efni telst brjóta gegn þessum samningi eða er á einhvern hátt hneykslanlegt.

          D. Taktu öryggisafrit af efninu þínu

Þú ert ábyrgur fyrir því að taka öryggisafrit, á þína eigin tölvu eða annað tæki, af mikilvægum skjölum, myndum eða öðru efni sem þú geymir nálgast í gegnum Þjónustuna. Apple skal nota tilhlýðilega kunnáttu og sýna tilhlýðilega aðgát við veitingu Þjónustunnar, en Apple tryggir ekki eða ábyrgist að efni sem þú kannt að geyma eða nálgast í gegnum Þjónustuna verði ekki fyrir skemmdum af slysni, brenglun eða tjóni.

          E. Aðgangur að reikningnum þínum og efni

Apple áskilur sér réttinn til að grípa til aðgerða sem Apple telur nægilega brýnt eða viðeigandi til að framfylgja og/eða sannprófa samkvæmni við hvaða hluta þessa samnings sem er. Þú viðurkennir og samþykkir að Apple kann, án þess að bera ábyrgð gagnvart þér, að nálgast, nota, varðveita og/eða birta upplýsingar um reikninginn þinn og efnið þitt lögregluyfirvöldum, fulltrúum stjórnvalda og/eða þriðja aðila, sem Apple telur nægilega brýnt eða viðeigandi, ef til þess liggur lagalega skylda eða ef Apple, í góðri trú, telur að slíkur aðgangur, notkun, birting eða varðveisla sé nægilega brýn til að: (a) hlíta málsmeðferðarreglum eða verða við beiðni; (b) framfylgja þessum samningi, þ.m.t. rannsókn á hugsanlegu broti gegn honum; (c) greina, koma í veg fyrir eða á annan hátt að taka á málum sem varða öryggi, svik eða tæknileg atriði; eða (d) verja réttindi, eignir eða öryggi Apple, notendur þess, þriðja aðila eða almenning að því leyti sem lög krefjast eða heimila.

          F. Höfundaréttarfyrirvari - DMCA

Ef þú telur að einhver notandi Þjónustunnar hafi gerst sekur um að brjóta gegn höfundarréttindum þínum, hafðu þá samband við höfundaréttarfulltrúa hjá Apple á slóðinni https://www.apple.com/legal/trademark/claimsofcopyright.html. Apple kann, að eigin vild, að loka reikningum notenda tímabundið og/eða varanlega sem verða endurtekið uppvísir að brotum.

          G. Brot á þessum samningi

Ef þú, við notkun Þjónustunnar, rekst á efni sem þér finnst óviðeigandi, eða telur á annan hátt að brjóti gegn þessum samningi, geturðu tilkynnt um það með því að senda tölvupóst á abuse@iCloud.com.

          H. Efni sem þú birtir er eða gerir tiltækt á Þjónustunni

1. Leyfi frá þér. Að undanskildu efni sem við kunnum að veita þér leyfi til, gerir Apple ekki kröfu um eignarrétt á efni sem þú birtir eða gerir tiltækt á Þjónustunni. Aftur á móti, með því að birta slíkt efni á svæðum innan Þjónustunnar sem almenningur hefur og aðrir notendur sem þú samþykkir að deila slíku efni með, veitirðu Apple almennt nytjaleyfi til að nota, dreifa, gera eftirrit af, breyta, aðlaga, gefa út, þýða, flytja og birta opinberlega slíkt efni á þjónustunni á heimsvísu, án rétthafagreiðslna, einungis í þeim tilgangi sem slíkt efni var birt eða gert tiltækt, án þóknunar eða skuldbindingar gagnvart þér. Þú samþykkir að allt efni sem þú birtir er alfarið á þína ábyrgð, skal ekki brjóta gegn réttindum annars aðila eða lögum, stuðla að eða hvetja til brota eða annarrar ólöglegrar háttsemi, vera klúrt, hneykslanlegt eða smekklaust. Með því að birta slíkt efni á svæðum innan Þjónustunnar sem er aðgengilegt almenningi eða öðrum notendum, staðhæfir þú að þú sért eigandi slíks efnis og/eða hafir öll nauðsynleg réttindi, leyfi og heimildir til að dreifa því.

2. Breytingar á efni. Þú skilur að til þess að veita Þjónustuna og gera efnið þitt tiltækt innan hennar, kann Apple að senda efnið þitt á ýmis almenningsnet á ýmsum miðlum og gera breytingar á efninu til samræmis við tæknileg skilyrði til að tengjast netum eða tækjum eða tölvum. Þú samþykkir að þetta leyfi veitir Apple rétt á að grípa til hvers kyns slíkra aðgerða.

3. Upplýsingar um vörumerki. Apple, Apple-lógóið, iCloud og önnur vörumerki Apple, þjónustumerki, grafík og lógó sem notuð eru í tengslum við Þjónustuna eru vörumerki eða skrásett vörumerki í eigu Apple Inc. í Bandaríkjunum og/eða í öðrum löndum. Skrá yfir vörumerki Apple má finna hér - https://www.apple.com/legal/trademark/appletmlist.html. Önnur vörumerki, þjónustumerki, grafík og lógó sem notuð eru í tengslum við Þjónustuna geta verið vörumerki í eigu annarra aðila. Þér er ekki veittur neinn réttur eða leyfi til fyrrnefndra vörumerkja og þú samþykkir einnig að þér er óheimilt að fjarlægja, fela eða breyta fyrirvörum um hugverkaréttindi (þ.m.t. vörumerkjafyrirvörum og höfundaréttarfyrirvörum) sem Þjónustan gæti falið í sér eða innihaldið.

VI. Hugbúnaður

          A. Einkaleyfisréttur Apple. Þú viðurkennir og samþykkir að Apple og/eða leyfishafar þess eiga öll lagaleg réttindi og rétt á og að Þjónustunni, þ.m.t., en án þess að takmarkast við, grafík, notendaviðmót, skriftur og hugbúnað sem notuð eru til að framkvæma Þjónustuna, allan hugbúnað sem þér er veittur sem hluti af og/eða í tengslum við Þjónustuna (“Hugbúnaðurinn”), þ.m.t. hver og öll hugverkaréttindi sem henni fylgja, skrásett eða ekki, hvar sem er í heiminum. Þú samþykkir ennfremur að Þjónustan (þ.m.t. Hugbúnaðurinn, eða einstakir hlutar hans) innihalda einkaleyfisvarðar trúnaðarupplýsingar sem eru verndaðar með viðeigandi hugverkaréttarlögum og öðrum lögum, þ.m.t., en án þess að takmarkast við, höfundarétt. Þú samþykkir að þú munir ekki nota slíkar einkaleyfisvarðar upplýsingar eða efni á nokkurn hátt annan en til notkunar á Þjónustunni í samræmi við þennan samning. Ekki má gera eftirmynd af Þjónustunni í neinu formi eða á neinn hátt, nema því formi á þann hátt sem beinlínis er leyft í þessum skilmálum.

          B. Leyfi frá Apple. NOTKUN HUGBÚNAÐARINS EÐA ANNARRA HLUTA ÞJÓNUSTUNNAR, NEMA ÞEIRRAR NOTKUNAR ÞJÓNUSTUNNAR SEM LEYFÐ ER SAMKVÆMT ÞESSUM SAMNINGI, ER STRANGLEGA BÖNNUÐ OG BRÝTUR GEGN HUGVERKARÉTTINDUM ANNARRA OG GETUR VARÐAÐ SEKTUM OG VIÐURLÖGUM, Þ.M.T. FÉSEKTUM VEGNA BROTA Á HÖFUNDARÉTTI. 

          C. Public Beta. Við og við getur Apple kosið að bjóða upp á nýja og/eða uppfærða fídusa innan Þjónustunnar (“Beta Features”) sem hluta af Public Beta Program (“Program”) í þeim tilgangi að veita Apple endurgjöf í sambandi við gæði og nothæfi Beta Features. Þú skilur og samþykkir að þú tekur þátt í Public Beta Program af fúsum og frjálsum vilja og að þátttaka þín myndar ekki lagalegt samband, umboð eða ráðningarsamband milli þín og Apple og að Apple er ekki skylt að veita þér neina Beta Features. Apple kann að gera slík Beta Features tiltæka fyrir þátttakendur Public Beta Program með skráningu á netinu eða í gegnum Þjónustuna. Þú skilur og samþykkir að Apple kann að safna og nota upplýsingar af reikningnum þínum, tækjum og fylgihlutum til að skrá þig í Program og/eða til að ákvarða þátttökuhæfi þitt. Þú skilur að þegar þú skráir þig í Program getur verið að þú getir ekki snúið aftur í fyrri útgáfur viðkomandi Beta Feature sem eru ekki beta-útgáfur. Í þeim tilvikum sem það er hægt getur verið að þú getir ekki flutt gögn sem verða til í Beta Feature yfir í fyrri útgáfur sem eru ekki beta-útgáfur. Notkun þín á Beta Features og þátttaka þín í Public Beta Program heyrir undir þennan samning og hverja þá viðbótarleyfisskilmála sem kunna að fylgja Beta Features. Beta Features eru veittir “EINS OG ÞEIR KOMA FYRIR” og “EFTIR FRAMBOÐI” og kunna að innihalda villur eða ónákvæmni sem geta valdið bilunum, brenglunum eða glötun gagna og/eða upplýsingar af tækinu þínu og fylgitækjum (þ.m.t., án þess að takmarkast við, þjóna og tölvur) sem eru tengd við tækið. Apple hvetur þig eindregið til þess að taka öryggisafrit af öllum gögnum og upplýsingum á tækinu þínu og fylgitækjum áður en þú tekur þátt í Public Beta Program. Þú viðurkennir og samþykkir að öll notkun þín á Beta Features er á eigin áhættu. ÞÚ BERÐ ALLA ÁHÆTTU OG ALLAN KOSTNAÐ Í TENGSLUM VIÐ ÞÁTTTÖKU ÞÍNA Í PUBLIC BETA PROGRAM, Þ.M.T., ÁN ÞESS AÐ TAKMARKAST VIÐ, GJÖLD FYRIR INTERNETAÐGANG, KOSTNAÐ VIÐ TÖKU ÖRYGGISAFRITA, KOSTNAÐ SEM KEMUR TIL VEGNA NOTKUNAR ÞINNAR Á TÆKINU ÞÍNU OG FYLGITÆKJUM OG TJÓN Á BÚNAÐI, HUGBÚNAÐI, UPPLÝSINGUM EÐA GÖGNUM. Apple kann eða kann ekki að veita þér tæknilega og/eða aðra aðstoð við Beta Features. Ef aðstoð er veitt kemur hún til viðbótar við þá aðstoð sem venjulega er veitt fyrir Þjónustuna og aðeins tiltæk í gegnum Public Beta Program. Þú samþykkir að hlíta reglum eða stefnum varðandi aðstoð sem Apple veitir, svo að þú megir njóta slíkrar aðstoðar. Apple áskilur sér réttinn til að breyta skilmálum eða stefnum Public Beta Program (þ.m.t. að loka því) hvenær sem er, með eða án fyrirvara, og afturkalla þátttöku þína í Program hvenær sem er. Þú viðurkennir að Apple ber engin skylda til að veita þér markaðsútgáfu af Beta Features og að verði slík markaðsútgáfa fáanleg, gæti hún innihaldið fídusa eða virkni ólíka Beta Features. Sem hluta af Public Beta Program, veitir Apple þér tækifæri til að senda athugasemdir, tillögur eða aðra endurgjöf varðandi notkun þína á Beta Features. Þú samþykkir að ef skráðum samningi um hið gagnstæða er ekki til að dreifa, er Apple frjálst að nota alla endurgjöf frá þér í hvaða tilgangi sem er. 

D. Útflutningseftirlit. Notkun Þjónustunnar og Hugbúnaðarins, þ.m.t. flutningur, birting eða upphleðsla gagna, hugbúnaðar eða annars efnis, í gegnum Þjónustuna, kann að heyra undir út- og innflutningslög Bandaríkjanna og annarra landa. Þú samþykkir að fylgja öllum viðeigandi lögum og reglum um inn- og útflutning. Sér í lagi, en án þess að takmarkast við, má ekki flytja út eða endurflytja út Hugbúnaðinn (a) til landa sem eru í viðskiptabanni hjá Bandaríkjunum eða (b) til neins sem er á skrá bandaríska fjármálaráðuneytisins yfir Specially Designated Nationals eða skrá bandaríska viðskiptaráðuneytisins, Denied Person’s List eða Entity List. Með því að nota Hugbúnaðinn eða Þjónustuna, staðhæfir þú og ábyrgist að þú sért ekki staddur í slíku landi eða á slíkri skrá. Þú samþykkir einnig að þú munir ekki nota Hugbúnaðinn eða Þjónustuna í neinum óheimilum tilgangi samkvæmt bandarískum lögum, þ.m.t., án þess að takmarkast við, þróun, hönnun eða framleiðslu skotflauga, kjarnorku-, efna- eða sýklavopna. Þú samþykkir ennfremur að hlaða ekki upp á reikninginn þinn gögnum eða hugbúnaði, sem er: (a) háður reglugerðum um alþjóðlegvopnaviðskipti (e. Traffic in Arms Regulations); (b) sem má ekki flytja út án skriflegs leyfis stjórnvalda, þ.m.t., en án þess að takmarkast við, tilteknar tegundir dulkóðunarhugbúnaðar og frumkóða, án undanfengins leyfis. Þetta loforð og skuldbinding gildir fram yfir lok þessa samnings.

          E. Uppfærslur. Við og við kann Apple að uppfæra Hugbúnaðinn sem Þjónustan notar. Til að halda áfram notkun þinni á Þjónustunni, er hægt að hlaða niður og setja upp slíkar uppfærslur í tækið þitt eða tölvuna á sjálfvirkan hátt. Þessar uppfærslur geta innihaldið lagfæringar á böggum, viðbætur við umbætur á fídusum eða algjörlega nýjar útgáfur Hugbúnaðarins.  

VII. Slit

          A. Uppsögn af þinni hálfu

Þú getur eytt Apple-auðkenninu þínu og/eða hætt að nota Þjónustuna hvenær sem er. Ef þú kýst að hætta að nota iCloud í tækinu þínu, geturðu afvirkjað iCloud í tæki með því að opna Settings í tækinu, slá á iCloud og svo „Sign Out“. Til að loka reikningnum þínum og eyða Apple-auðkenninu þínu, hafðu samband við Apple Support á slóðinni, hafðu samband við iCloud Support á slóðinni support.apple.com/en-is/contact. Ef þú lokar reikningnum þínum og eyðir Apple-auðkenninu hefurðu ekki aðgang að öðrum varningi og þjónustu Apple með viðkomandi auðkenni. Þessi aðgerð getur verið óafturkræf. Gjöld sem þú hefur greitt fyrir lokunina eru ekki endurgreidd (nema það sé beinlínis heimilað í þessum samningi), þ.m.t. fyrirframgreidd árleg gjöld sem þú hefur innt af hendi fyrir árið sem þú lokar reikningnum þínum. Lokun reikningsins þíns leysir þig ekki undan neinum skyldum til að greiða áfallin gjöld.

          B. Uppsögn af hálfu Apple

Apple getur hvenær sem er, við tilteknar aðstæður og án fyrirvara, lokað eða lokað tímabundið reikningnum þínum og/eða aðgangi þínum að Þjónustunni, að hluta eða í heild. Ástæða uppsagnar skal fela í sér: (a) brot á þessum samningi eða einhverjum öðrum stefnum eða reglum sem vísað er til hér og/eða eru birtar í þjónustunni; (b) beiðni frá þér um uppsögn eða lokun reikningsins; (c) beiðni og/eða kröfu frá löggæsluaðila, dómsvaldi eða annarri ríkisstofnun; (d) þegar um er að ræða þjónustuákvæði sem er eða gæti orðið ólöglegt; (e) óvænt tæknileg vandamál eða vandamál tengd öryggi; (f) þátttöku þína í sviksamlegu eða ólöglegu athæfi; eða (g) hvers kyns vangoldna greiðslu í tengslum við þjónustuna af þinni hálfu, að því gefnu að þegar um er að ræða brot sem ekki er tengt efni er Apple aðeins heimilt að rifta samningnum að gefnum 30 daga fyrirvara og aðeins ef þú hefur ekki leiðrétt brotið innan þessa 30 daga tímabils. Hverja slík tímabundna eða varanlega lokun framkvæmir Apple að eigin vild og verður ekki gert ábyrgt gagnvart þér eða þriðja aðila vegna tjóns sem kann að leiða af eða mega rekja til slíkrar tímabundinnar eða varanlegrar lokunar á reikningnum þínum og/eða aðgangi þínum að Þjónustunni. Auk þess getur Apple lokað reikningnum þínum eftir að hafa gefið þér 30 daga fyrirvara með tölvupósti á netfangið sem tengt er reikningnum þínum ef (a) reikningurinn þinn hefur verið óvirkur í eitt (1) ár; eða (b) þjónustan eða einhver hluti hennar hefur almennt verið lagður niður. Tilkynning um almenna niðurfellingu þjónustunnar verður send eins og hér er tilgreint, með þeim fyrirvara að það þyki ekki við hæfi vegna aðstæðna sem lög, reglugerðir eða athafnir ríkisstjórna leiða til; að því er varðar öryggi notanda, persónuvernd notanda eða tæknileg heilindi; í því skyni að koma í veg fyrir truflanir á þjónustu við aðra notendur; eða vegna náttúruhamfara, stórslyss, stríðsátaka eða annarra svipaðra tilvika sem Apple hefur ekki stjórn á. Komi til slíkrar uppsagnar mun Apple endurgreiða þér upphæð sem er í réttu hlutfalli við hverja þá upphæð sem þú hefur þegar greitt fyrir viðkomandi tímabil. Apple er ekki bótaskylt gagnvart þér fyrir neinar breytingar á þjónustunni eða þjónustuskilmálunum sem gerðar eru í samræmi við þennan kafla VIIB.

          C. Áhrif lokunar

Við lokun reikningsins þíns gætir þú misst aðgang að Þjónustunni eða einstökum hlutum hennar, þ.m.t., en á þess að takmarkast við, reikninginn þinn, Apple-auðkenni, tölvupóstreikning og efni. Auk þess mun Apple, að tilteknum tíma liðnum, eyða upplýsingum og gögnum sem vistuð eru á eða eru hluti af reikningnum eða reikningunum þínum. Einstökum hlutum Þjónustunnar sem kannt að hafa notað samkvæmt sérstökum hugbúnaðarleyfissamningum verður einnig lokað í samræmi við þá leyfissamninga.

VIII. Hlekkir og annað efni frá þriðju aðilum

Tiltekið efni, hlutar eða eiginleikar Þjónustunnar kann að innihalda efni frá þriðju aðilum og/eða tengla á aðrar vefsíður, tilföng eða efni. Vegna þess að Apple getur ekki haft stjórn á síðum og/eða efni frá slíkum þriðja aðila, viðurkennirðu og samþykkir að Apple er ekki ábyrgt fyrir tiltækileika slíkra síðna eða tilfanga og styður hvorki né ábyrgist nákvæmni slíkra síðna eða tilfanga og verður ekki á neinn hátt gert ábyrgt eða skaðabótaábyrgt fyrir efni, auglýsingum eða vörum sem eru á eða fáanlegar í gegnum slíkar síður eða tilföng. Þú viðurkennir einnig og samþykkir að Apple verður ekki á nokkurn hátt gert ábyrgt eða skaðabótaábyrgt fyrir tjóni sem þú verður fyrir eða heldur fram að þú hafir orðið fyrir, beint eða óbeint, sem afleiðingu af notkun þinni og/eða trausts á efni, auglýsingum eða vörum sem eru á eða fáanlegar í gegnum slíkar síður eða tilföng.

IX. FYRIRVARI UM ÁBYRGÐ; TAKMÖRKUN ÁBYRÐGAR

SUMAR LÖGSÖGUR LEYFA EKKI AÐ TILTEKNAR ÁBYRGÐIR SÉU UNDANSKILDAR. ÞANNIG, AÐ ÞVÍ MARKI SEM SLÍKAR UNDANÞÁGUR ERU SÉRSTAKLEGA ÓHEIMILAR SAMKVÆMT GILDANDI LÖGUM, MÁ VERA AÐ EINHVERJAR UNDANÞÁGANNA SEM SETTAR ERU FRAM HÉR AÐ NEÐAN EIGI EKKI VIÐ UM ÞIG.

APPLE SKAL BEITA TILHLÝÐILEGRI KUNNÁTTU OG SÝNA TILHLÝÐILEGA AÐGÁT VIÐ VEITINGU ÞJÓNUSTUNNAR. EFTIRFARANDI FYRIRVARAR ERU HÁÐIR ÞESSARI YFIRLÝSTU ÁBYRGÐ.

APPLE TRYGGIR EKKI, STAÐHÆFIR EÐA ÁBYRGIST AÐ NOTKUN ÞÍN Á ÞJÓNUSTUNNI VERÐI ÓTRUFLUÐ EÐA VILLULAUS OG ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ VIÐ OG VIÐ KANN APPLE AÐ FJARLÆGJA ÞJÓNUSTUNA Í ÓTILGREINDAN TÍMA EÐA LOKA ÞJÓNUSTUNNI Í SAMRÆMI VIÐ SKILMÁLA ÞESSA SAMNINGS.

ÞÚ GERIR ÞÉR LJÓST OG SAMÞYKKIR AÐ ÞJÓNUSTAN ER VEITT “EINS OG HÚN KEMUR FYRIR” OG “EFTIR TILTÆKILEIKA”. APPLE OG HLUTDEILDARFÉLÖG, DÓTTURFÉLÖG, FULLTRÚAR, STJÓRNENDUR, STARFSFÓLK, UMBOÐSAÐILAR, SAMSTARFSAÐILAR OG LEYFISVEITENDUR FIRRA SIG HVERS KYNS ÁBYRGÐ, BEINNI EÐA ÓBEINNI, Þ.M.T., ÁN ÞESS AÐ EINSKORÐAST VIÐ, ÁBYRGÐIR Á SELJANLEIKA, HÆFI TIL TILTEKINNA NOTA OG BROTUM Á RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA. SÉR Í LAGI, ÞÁ ÁBYRGJAST APPLE OG HLUTDEILDARFÉLÖG, FULLTRÚAR, STJÓRNENDUR, STARFSFÓLK, UMBOÐSAÐILAR, SAMSTARFSAÐILAR OG LEYFISVEITENDUR Á ENGAN HÁTT AÐ (I) ÞJÓNUSTAN STANDIST KRÖFUR ÞÍNAR; (II) NOTKUN ÞÍN Á ÞJÓNUSTUNNI SÉ TÍMANLEG, ÓTRUFLUÐ, ÖRUGG EÐA HNÖKRALAUS; (III) UPPLÝSINGAR ÞÚ FÆRÐ Í TENGSLUM VIÐ NOTKUN ÞÍNA Á ÞJÓNUSTUNNI SÉU NÁKVÆMAR EÐA ÁREIÐANLEGAR; OG (IV) GALLAR EÐA VILLUR Í HUGBÚNAÐINUM SEM ÞÉR ER VEITTUR SEM HLUTI ÞJÓNUSTUNNI VERÐI LEIÐRÉTTAR. 

APPLE STAÐHÆFIR HVORKI NÉ TRYGGIR AÐ ÞJÓNUSTAN VERÐI LAUS VIÐ TJÓN, BRENGLANIR, ÁRÁSIR, VÍRUSA, TRUFLANIR, HJAKK EÐA ANNARS KONAR RÖSKUNUM Á ÖRYGGI OG APPLE FIRRIR SIG ALLRI ÁBYRGÐ ÞAR AÐ LÚTANDI.

ALLT EFNI SEM HLAÐIÐ ER NIÐUR EÐA FENGIÐ Á ANNAN HÁTT Í GEGNUM NOTKUN Á ÞJÓNUSTUNNI ER OPNAÐ AÐ EIGIN VILD OG Á EIGIN ÁHÆTTU OG ÞÚ EINN ERT ÁBYRGUR FYRIR TJÓNI Á TÆKINU ÞÍNU, TÖLVUNNI EÐA GLÖTUN GAGNA VEGNA NIÐURHALS SLÍKS EFNIS. þÚ VIÐURKENNIR EINNIG AÐ ÞJÓNUSTAN ER EKKI ÆTLUÐ EÐA HENTUG TIL NOTA VIÐ AÐSTÆÐUR EÐA Í UMHVERFI ÞAR SEM BILANIR, TAFIR, VILLUR EÐA ÓNÁKVÆMNI EFNISINS, GAGNA OG UPPLÝSINGA SEM ÞJÓNUSTAN VEITIR, GETA LEITT TIL DAUÐA, LÍKAMSTJÓNS EÐA ALVARLEGS SKAÐA Á LÍKAMA EÐA UMHVERFI.

          TAKMÖRKUN SKAÐABÓTAÁBYRGÐAR

SUMAR LÖGSÖGUR LEYFA EKKI AÐ TILTEKNAR ÁBYRGÐIR VEITENDA ÞJÓNUSTU SÉU UNDANSKILDAR EÐA TAKMARKAÐAR. AÐ ÞVÍ MARKI SEM SLÍKAR UNDANÞÁGUR ERU SÉRSTAKLEGA ÓHEIMILAR SAMKVÆMT GILDANDI LÖGUM, MÁ VERA AÐ EINHVERJAR UNDANÞÁGANNA EÐA TAKMARKANANNA SEM SETTAR ERU FRAM HÉR AÐ NEÐAN EIGI EKKI VIÐ UM ÞIG.

APPLE SKAL BEITA TILHLÝÐILEGRI KUNNÁTTU OG SÝNA TILHLÝÐILEGA AÐGÁT VIÐ VEITINGU ÞJÓNUSTUNNAR. EFTIRFARANDI TAKMARKANIR EIGA EKKI VIÐ UM TJÓN SEM VERÐUR VEGNA (A) ÞESS AÐ APPLE NOTAR EKKI TILHLÝÐILEGA KUNNÁTTU OG SÝNIR EKKI TILHLÝÐILEGA AÐGÁT; (B) VÍTAVERÐRAR VANRÆKSLU APPLE, VÍSVITANDI MISFERLIS EÐA SVIKA; EÐA (C) DAUÐA EÐA LÍKAMSTJÓNS.

ÞÚ GERIR ÞÉR LJÓST OG SAMÞYKKIR AÐ APPLE OG HLUTDEILDARFÉLÖG, FULLTRÚAR, STJÓRNENDUR, STARFSFÓLK, UMBOÐSAÐILAR, SAMSTARFSAÐILAR OG LEYFISVEITENDUR VERÐA EKKI GERÐIR ÁBYRGIR GAGNVART ÞÉR VEGNA BEINS, ÓBEINS, TILFALLANDI, SÉRSTAKS EÐA AFLEIDDS TJÓNS EÐA REFSITJÓNS, Þ.M.T., EN ÁN ÞESS AÐ TAKMARKAST VIÐ, MISSI HAGNAÐAR, VIÐSKIPTAVILD, NOTKUN, GÖGN, KOSTNAÐ VIÐ ÚTVEGUN STAÐGÖNGUVARA EÐA -ÞJÓNUSTU EÐA ANNAÐ ÓEFNISLEGT TAP (JAFNVEL ÞÓTT APPLE HAFI VERIÐ TILKYNNT UM MÖGULEIKANN Á SLÍKU TJÓNI), SEM LEIÐIR AF: (I) NOTKUN EÐA ÞVÍ AÐ EKKI ER HÆGT AÐ NOTA ÞJÓNUSTUNA (II) BREYTINGUM SEM GERÐAR ERU Á ÞJÓNUSTUNNI EÐA TÍMABUNDINNI EÐA VARANLEGRI LOKUN ÞJÓNUSTUNNAR EÐA HLUTUM HENNAR; (III) ÓHEIMILUM AÐGANGI AÐ EÐA BREYTINGAR Á SENDINGUM ÞÍNUM EÐA GÖGNUM; (IV) EYÐINGU, BRENGLUN EÐA ÞVÍ AÐ EKKI ER HÆGT AÐ GEYMA OG/EÐA SENDA EÐA TAKA VIÐ SENDINGUM ÞÍNUM EÐA GÖGNUM INNAN EÐA Í GEGNUM ÞJÓNUSTUNA; (V) YFIRLÝSINGUM EÐA HÁTTSEMI ÞRIÐJA AÐILA INNAN ÞJÓNUSTUNNAR; OG (VI) ÖÐRUM ATRIÐUM SEM AÐ ÞJÓNUSTUNNI SNÚA.

          SKAÐABÆTUR

Þú samþykkir að verja og gera Apple, hlutdeildarfélög þess, dótturfélög, stjórnendur, fulltrúa, starfsfólk, umboðsaðila, samstarfsaðila, verktaka og leyfisveitendur, skaðlausa af öllum kröfum þriðja aðila, þ.m.t. lögfræðikostnaði, sem lýtur að eða má rekja til: (a) efnis sem þú birtir, sendir eða gerir á annan hátt tiltækt í gegnum Þjónustuna; (b) notkunar þinnar á Þjónustunni; (c) brots þíns á þessum samningi; (d) aðgerðar sem Apple grípur til sem hluta af rannsókn vegna gruns um brot á þessum samningi eða vegna niðurstöðu eða ákvörðunar um að brot á þessum samningi hafi átt sér stað; eða (e) brots þíns á réttindum annars. Þetta þýðir að þú getur ekki sótt Apple til saka, hlutdeildarfélög þess, dótturfélög, stjórnendur, fulltrúa, starfsfólk, umboðsaðila, samstarfsaðila, verktaka og leyfisveitendur vegna ákvörðunar um að fjarlægja eða neita að vinna úr upplýsingum eða efni, áminna þig, loka aðgangi þínum að Þjónustunni, tímabundið eða varanlega, grípa til hverrar annarrar aðgerðar á meðan rannsókn á meintu broti stendur yfir eða í kjölfar niðurstöðu Apple um að brot gegn þessum samningi hafi átti sér stað. Þetta afsals- og skaðleysisákvæði gildir um öll brot sem lýst er eða fjallað um í þessum samningi. Þessi skylda gildir fram yfir uppsögn eða lok þessa samnings og/eða notkun þína á Þjónustunni. Þú viðurkennir að þú ert ábyrgur fyrir allri notkun á Þjónustunni í gegnum reikninginn þinn og að þessi samningur gildir um hverja og alla notkun þína á reikningnum þínum. Þú samþykkir að virða þennan samning og að verja og gera Apple skaðlaust af hverri og öllum kröfum sem rekja má til notkunar reikningsins þíns, hvort sem þú hefur beinlínis heimilað slíka notkun eða ekki.

X. ALMENNT

          A. Tilkynningar

Apple kann að senda þér tilkynningar varðandi Þjónustuna, þ.m.t. um breytingar á þessum samningi, með tölvupósti á iCloud-netfangið þitt (og/eða annað netfang sem tengt er reikningnum þínum, ef tiltækt), iMessage eða SMS, með bréfpósti eða með því að birta þær á vefsíðunni okkar og/eða í Þjónustunni.

          B. Gildandi lög

Nema að því marki sem beinlínis kemur fram í næstu efnisgrein, gilda lög Kaliforníu-ríkis um þennan samning og samband þitt við Apple, að undanskildum lagaskilareglum. Þú og Apple samþykkið lögbærni dómstóla í Santa Clara í Kaliforníuríki, og að þeir dómstólar fari einir með lögsögu, til að leysa úr deilumálum eða kröfum sem rekja má til þessa samnings. Ef (a) þú ert ekki bandarískur ríkisborgari; (b) Þú býrð ekki í Bandaríkjunum; (c) þú opnar ekki Þjónustuna frá Bandaríkjunum; og (d) þú ert borgari í einu landanna sem tilgreind eru hér að neðan, þú samþykkir hér með að ágreiningur eða krafa sem kemur til af þessum samningi gilda viðeigandi lög sem tilgreind eru hér að neðan, án tillits til lagaskilareglna og gefur óafturkallanlegt samþykki fyrir því að dómstólar þess ríkis, stjórnsýslueiningar eða lands sem tilgreint er hér að neðan þar sem 

Ef þú ert ríkisborgari í landi í Evrópusambandinu eða Sviss, Noregi eða Íslandi, hafa þau lög gildi og þeir dómstólar lögsögu þar sem þú hefur yfirleitt aðsetur.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja er sérstaklega verður ekki beitt í tengslum við þennan samning.

          C. Allur samningurinn

Þessi samningur felur í sér samning milli þín og Apple í heild sinni, gildir um notkun þína á Þjónustunni og kemur að öllu leyti í stað fyrri samninga milli þín og Apple í tengslum við Þjónustuna. Viðbótarskilmálar geta átt við þegar þú notar þjónustu hlutdeildarfélaga, efni eða hugbúnað frá þriðja aðila. En einhver hluti þessa samnings er talinn ógildur eða óframfylgjanlegur, skal sá hluti túlkaður í samræmi við gildandi lög og endurspegla, eins og hægt er, upphaflegan ásetning aðila og aðrir hlutar skulu halda fullu gildi sínu. Ef Apple tekst ekki að beita eða framfylgja rétti eða ákvæði þessa samnings, felur það ekki í sér afsal á þeim rétti eða því ákvæði. Þú samþykkir, svo lengi sem samningurinn mælir ekki fyrir um annað, að enginn þriðji aðili skal njóta aðildar þessa samnings. 

          D. „Apple“ er hér notað í eftirfarandi merkingu:

• Apple Inc., staðsett á 1 Infinite Loop, Cupertino, Kaliforníu, fyrir notendur í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku (fyrir utan Kanada), sem og yfirráða- og umráðasvæði Bandaríkjanna; og umráðasvæði Frakklands og Bretlands í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Karíbahafinu;

• Apple Canada Inc., staðsett á 120 Bremner Blvd., Suite 1600, Toronto ON M5J 0A8, Kanada, fyrir notendur í Kanada eða yfirráða- og umráðasvæði;

• iTunes K.K., staðsett á Roppongi Hills, 6-10-1 Roppongi, Minato-ku, Tokyo 106-6140, Tokyo fyrir notendur í Japan;

• Apple Pty Limited, staðsett á Level 13, Capital Centre, 255 Pitt Street, Sydney NSW 2000, Ástralíu, fyrir notendur í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, þ.m.t. yfirráða- og umráðasvæði og -eyjar og tengdum lögsögum; og

• Apple Distribution International, staðsett á Hollyhill Industrial Estate, Hollyhill, Cork, Írlandi, fyrir alla aðra notendur. 

RAFRÆN SAMNINGAGERÐ

Notkun þín á Þjónustunni felur í sér hæfni til að gera samninga og/eða eiga í rafrænum viðskiptum. ÞÚ VIÐURKENNIR AÐ RAFRÆNAR SENDINGAR ÞÍNAR FELA Í SÉR SAMÞYKKI ÞITT OG ÁSETNING TIL AÐ VERA BUNDINN AF OG GREIÐA FYRIR SLÍKA SAMKOMULÖG OG VIÐSKIPTI. SAMÞYKKI ÞITT OG ÁSETNINGUR TIL AÐ VERA BUNDINN AF RAFRÆNUM SENDINGUM Á VIÐ UM ALLAR SKRÁR Í SAMBANDI VIÐ ÖLL VIÐSKIPTI SEM ÞÚ ÁTT Í INNAN ÞJÓNUSTUNNAR, Þ.M.T. TILKYNNINGAR UM LOKUN, STEFNUR, SAMNINGA OG BEITINGU. Til að fá aðgang að og halda upp á rafrænar skrár, gætirðu þurft að hafa tiltekinn vélbúnað og hugbúnað, sem er alfarið á þína ábyrgð.

Síðast endurskoðað: 19. september, 2017