Dótturfélag Apple

Í þessu skjali á dótturfélag Apple við um fyrirtæki sem er alfarið í eigu Apple og sem lýtur persónuverndarstefnu Apple.

„Apple“ þýðir, eftir því hvert heimaland þitt er:

Apple Inc., One Apple Park Way, Cupertino, Kaliforníu, fyrir notendur í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku (utan Kanada), auk notenda á bandarískum yfirráðasvæðum og frönskum og breskum yfirráðasvæðum í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og á Karíbahafi;

Apple Canada Inc., 120 Bremner Blvd., Suite 1600, Toronto ON M5J 0A8, Kanada, fyrir notendur í Kanada og á kanadískum yfirráðasvæðum;

iTunes K.K., Roppongi Hills, 6-10-1 Roppongi, Minato-ku, Tokyo 106-6140, Tókýó, fyrir notendur í Japan;

Apple Pty Limited, Level 3, 20 Martin Place, Sydney NSW 2000, Ástralíu, fyrir notendur í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, þar á meðal tilheyrandi eyjum, yfirráðasvæðum og lögsagnarumdæmum; og

Apple Distribution International, Hollyhill Industrial Estate, Hollyhill, Cork, Írlandi, fyrir alla aðra notendur.

Einstakir smásöluaðilar í hverju landi fyrir sig kunna að stjórna upplýsingum frá sölustöðum smásöluaðila okkar utan Bandaríkjanna. Persónuupplýsingum sem tengjast vefverslun Apple kann að vera stjórnað af lögaðilum í eigu Apple utan Bandaríkjanna, eins og fram kemur í skilmálum hverrar verslunar fyrir sig.