Notkun Apple á kökum

Vefsvæði Apple og netþjónustur kunna að nota „kökur“. Kökur gera þér kleift að nota innkaupakörfur og sérsníða upplifun þína af vefsvæðum okkar, segja okkur hvaða hluta vefsvæða okkar notendur hafa heimsótt, hjálpa okkur að mæla árangur auglýsinga og vefleitar og veita okkur innsýn í hegðun notenda svo að við getum bætt samskipti okkar og vörur.

Ef þú vilt gera kökur óvirkar í Safari-vafranum skaltu fara í Preferences (stillingar), velja hlutann Privacy (persónuvernd) og velja að gera kökur óvirkar (e. block cookies). Í iPad, iPhone eða iPod touch skaltu opna Settings, velja Safari og fara síðan í hlutann Cookies. Fyrir aðra vafra skaltu athuga hjá þjónustuveitu hvernig kökur eru gerðar óvirkar.

Þar sem kökur eru notaðar alls staðar á vefsvæðum okkar er hugsanlegt að þú getir ekki notað tiltekna hluta vefsvæðanna ef þú gerir þær óvirkar.

Kökurnar sem notaðar eru á vefsvæðum okkar hafa verið flokkaðar samkvæmt meginreglum „ICC UK Cookie guide“. Við notumst við eftirfarandi flokka á vefsvæðum okkar og í annarri netþjónustu:

Flokkur 1 – Bráðnauðsynlegar kökur

Þessar kökur eru nauðsynlegar til að gera þér kleift að ferðast um vefsvæði okkar og nota eiginleika þeirra. Án þeirra er ekki hægt að veita þjónustu á borð við innkaupakörfur og rafrænar greiðslur.

Flokkur 2 – Afkastakökur

Þessar kökur safna upplýsingum um notkun þína á vefsvæðinu, t.a.m. um það hvaða síður þú heimsækir oftast. Þessi gögn hjálpa okkur að fínstilla vefsvæði okkar og gera þau auðveldari í notkun. Þessar kökur eru einnig notaðar til að láta samstarfsaðila okkar vita ef þú komst á eitt vefsvæða okkar frá samstarfsaðila og ef heimsókn þín leiddi til notkunar eða kaupa á vöru eða þjónustu frá okkur, þ. á m. upplýsingar um vöruna eða þjónustuna sem keypt var. Þessar kökur safna ekki upplýsingum sem hægt er að nota til að persónugreina þig. Allar upplýsingar sem þessar kökur safna eru uppsafnaðar og þar af leiðandi nafnlausar.

Flokkur 3 – Virknikökur

Þessar kökur gera vefsvæðum okkar kleift að muna val þitt þegar þú vafrar. Við kunnum t.d. að vista landfræðilega staðsetningu þína í köku til að tryggja að við sýnum þér útgáfu af vefsvæði okkar sem staðfærð hefur verið fyrir þitt svæði. Við kunnum einnig að vista stillingar á borð við textastærð, leturgerðir og aðra þætti vefsvæðisins sem hægt er að sérstilla. Þær kunna einnig að vera notaðar til að fylgjast með því hvaða sérvöldu vörur eða myndbönd þú hefur skoðað til að koma í veg fyrir endurtekningar. Upplýsingarnar sem þessar kökur safna persónugreina þig ekki og þær geta ekki fylgst með vafraaðgerðum þínum á vefsvæðum sem ekki eru frá Apple.